Horft á Grćnlandsspákort

Ţađ er oft gaman ađ fylgjast međ grćnlandsspákortum dönsku veđurstofunnar. Ţau eru reiknuđ međ líkani sem er kallađ harmonie-igb, tölvan er í kjallara Veđurstofu Íslands. Viđ lítum á hitaspákort sem gildir kl.20 á laugardagskvöld 15.desember.

w-blogg131218a

Viđ sjáum Grćnland og Ísland. Grćnu litirnir sýna svćđi ţar sem frost er meira en -20 stig, á mestöllum Grćnlandsjökli og Ellesmereyju og auk ţess á smćrri svćđum norđan Grćnlands og nyrst í Baffinsflóa. Frostiđ er mest á hájöklinum norđanverđum -53 stig. Ţađ er í meir en 2,5 km hćđ yfir sjávarmáli. Falli ţetta loft (óblandađ) til sjávarmáls hlýnar ţađ um 1 stig viđ hverja 100 metra lćkkun - um 25 stig. En líklega eru snörp hitahvörf yfir jöklinum - víđast hvar og ţegar komiđ er ađ jađri meginjökulsins og loftiđ fer ađ falla niđur fjöll og skriđjökla blandast ţađ nćr óhjákvćmilega lofti fyrir ofan og hlýnar viđ ţađ enn meira en sem niđurstreymiđ eitt segir til um. 

Á fjólubláu svćđunum er frostiđ meira en -10 stig. Sé ţar ekki land undir - er líklega hafís. Mörkin milli brúnu og bláu litanna er viđ frostmark. Kalda loftiđ ađ norđan lekur suđur međ landinu og fyrir Brewsterhöfđa viđ Scoresbysund. Á laugardagskvöld ţegar ţessi spá gildir er nokkuđ ađ ţví ţrengt ţar sem hlýir austlćgir vindar sćkja ađ - mikil átök verđa ţá í norđanverđu Grćnlandssundi - 

w-blogg131218b

Ţetta sést vel á harmonie-spákorti sem gildir á sama tíma. Hér sýna örvar vindátt, en litir vindhrađa í 100 metra hćđ yfir jörđu. Spáđ er fárviđri í norđanverđu Grćnlandssundi - einmitt ţar sem kalda loftiđ ryđst til suđurs. Ţađ stendur nokkuđ glöggt hvort eitthvađ af ţví nćr til Vestfjarđa. Viđ skulum ekki hafa neina sérstaka skođun á ţví (biđjum e.t.v. Veđurstofuna um ađ fylgjast vel međ) - en allt í lagi er ađ vita af ţessum miklu átökum í námunda viđ okkur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 48
 • Sl. sólarhring: 97
 • Sl. viku: 1589
 • Frá upphafi: 2356046

Annađ

 • Innlit í dag: 44
 • Innlit sl. viku: 1474
 • Gestir í dag: 42
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband