Meðalhiti (alþjóða-)sumarsins á landsvísu

Nú, þegar einn dagur lifir af ágústmánuði er óhætt að slá á meðalhita síðustu þriggja mánaða á landsvísu. Á Veðurstofunni telst september til sumarmánaða, en algengast er á alþjóðavettvangi að telja þrjá mánuði í sumri, júní, júlí og ágúst á norðurhveli, en desember, janúar og febrúar á suðurhveli. 

w-blogg310818

Myndin sýnir landsmeðalhita í byggð á árunum frá 1874 til okkar daga. Eldri sumur eru dauflega gefin til kynna á myndinni, en varlega mark á þeim tölum takandi (þó heldur meira sé að marka tölur einstakra stöðva frá þeim tíma). 

Sumarið 2018 hefur til þessa verið fremur svalt á landsvísu - sé miðað við hin síðari ár. Að vísu var talsvert kaldara bæði sumarið 2015 og 2011. Svalinn nú er þó ekki meiri en svo að meðalhitinn er 0,6 stigum ofan hita meðalsumars á árunum 1961 til 1990 - og ekkert sumar var jafnhlýtt og þetta á árunum 1961 til 1975. 

Nýliðinn ágústmánuður virðist hafa verið sá kaldasti á landsvísu síðan 1993 - að vísu á hann enn þegar þetta er skrifað möguleika á að jafna hita ágústmánaðar 2005.

Nokkuð hefur verið velt vöngum yfir frostinu síðastliðna nótt - var það óvenjuhart eða útbreitt? Marktækur metingur er nokkuð erfiður - en þó má nota hlutfallsaðferðir - verst hvað stöðvakerfið hefur breyst mikið. En miðað við ágústmánuð - og sjálfvirkar stöðvar var nóttin sennilega sú snarpasta frá upphafi (1997). Aftur á móti er frostnótt þetta seint í ágúst ekki jafneyðileggjandi og sú sem fyrr kemur í mánuðinum - jafnvel þó frost sé á færri stöðvum. Frostnæturnar 2. ágúst 2014 og 7. ágúst 2013 voru þannig skæðar. 

Samanburður til lengri tíma er erfiður, en lauslegir reikningar benda þó til þess að nætur seint í ágúst 1985 og 1982 hafi skorað hærra - og svo auðvitað 1956 og 1952. 

Viðbætur 31.ágúst:

Meðallágmarkshiti í byggðum landsins þann 30.ágúst reiknast +1,2 stig. Þetta er lægsta meðallágmark í byggðum landsins í ágúst frá því 27. dag mánaðarins 1985. Seint í ágúst 1982 komu tvær kaldari nætur á landsvísu í lok ágúst, 28. og 30. Tvær frostnætur seint í ágúst 1956 voru líka nokkru kaldari en þessi nú.

Nýtt landsdægurlágmarksmet var sett, bæði í byggð og fyrir landið allt, frost fór í -4,5 stig á Torfum í Eyjafirði og í -5,9 stig á Brúarjökli. Ágústlágmarksmet voru slegin á fjölmörgum sjálfvirkum stöðvum. Í viðhenginu er listi yfir ný met á stöðvum sem athugað hafa í 15 ár eða meir. Þeir sem nenna geta líka rifjað upp hungurdiskapistil frá því 22.ágúst í fyrra. Sundurlausir ágústhitamolar nefnist hann.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 156
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 2348625

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 2092
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 116

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband