Flís af hlýju lofti

Flís af hlýju lofti er nú á leið til landsins - en fer hratt hjá og ekki enn ljóst hversu mikið hennar gætir í mannheimum. Von er þó til þess.

w-blogg280718a

Við lítum hér á fremur sjaldséð veðurkort. Það gildir um hádegi á morgun, laugardag 28.júlí. Heildregnu, gráu línurnar eru sjávarmálsþrýstingur - rétt eins og á venjulegu veðurkorti. Dýpkandi lægð er við Bretland á leið til norðvesturs. Þykktin er sýnd með rauðum strikalínum. Þykktin mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Það er 5600 metra jafnþykktarlínan sem er hér yfir Austurlandi á leið til vesturs. Meira en 5600 metrar er ekki algengt hér á landi - kemur ekki fyrir á hverju ári yfir landinu. 

Litafletir sýna svonefnt veltimætti. Ekki alveg einfalt hugtak en hefur þó verið getið áður á hungurdiskum - með tilraun til skýringa - sjá t.d. pistil 22.júní 2014. En við skulum bara segja hér að það sé einfaldur vísir á þrumuveður.

Það er furðualgengt að þrumuveður geri þegar hlýtt loft frá Evrópu ryðst til landsins með látum - um það má nefna mörg dæmi. Gerist það nú? Það er spurningin. Reyndar hefur henni þegar verið svarað að nokkru því nokkrar eldingar mældust nú fyrr í kvöld undan Suðausturlandi eins og kortið hér að neðan sýnir (af vef Veðurstofunnar).

w-blogg280718b

Ekki er þetta nú mikið - en samt. 

w-blogg280718c

Þetta kort sýnir stöðuna um hádegi á sunnudag. Þá er þykktin yfir mestöllu landinu meiri en 5600 metrar - en kaldara loft sækir þegar að aftur úr suðaustri. Allmikið veltimættishámark er yfir landinu suðvestanverðu - þetta hlýja loft er sum sé mjög óstöðugt (nái það að lyftast og raki þess að þéttast). 

Þessi hlýja flís er því girt á báða vegu af miklu veltimætti - spurning hvort það skilar þrumuveðri/þrumuveðrum - og úrhelli. 

Svo er spurning hvort hiti nær sér á strik. - Margs konar álitamál fyrir veðurnördin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt þetta sumar Trausti. SSV og SV áttir svo mánuðum skiptir og býsna fastheldnar og ef hann fer í aðrar vindáttir þá stoppar það örstutt við. Kannski sé breyting að verða þarna á og hefðbundna austan áttin að taka við. Á mínu svæði í Skagafirði er veðrið að sjálfsögðu til umræðu sem og annars staðar. Hið venjulega fyrriparts sumars veðurlag hefur bara varla komið, þ.e. bjart of stillt fyrripart og hafgola eftir hádegi. Svoleiðis daga er líklega hægt að telja á fingrum annarar handar á þessu ári. Venjuleg norðan átt hefur komið þegar lægðin er að skjótast framhjá og svo kemur aftur SV átt. Stórfurðulegt. Ég man ekki eftir svona ríkjandi SV áttum en eldra fólk talar um sumarið 1955 sem einhver samjöfnuð en það var annálað óþurrkasumar. 

Hjlti Þórðarson (IP-tala skráð) 28.7.2018 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 805
  • Sl. sólarhring: 872
  • Sl. viku: 2600
  • Frá upphafi: 2413620

Annað

  • Innlit í dag: 752
  • Innlit sl. viku: 2352
  • Gestir í dag: 732
  • IP-tölur í dag: 714

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband