Veltimættiskort

Við lítum á eitt veltimættisspákort frá evrópureiknimiðstöðinni. Það gildir um hádegi miðvikudaginn 4. júní 2014. Um það leyti hófst talsvert þrumuveður um landið sunnanvert. Þetta er dæmi - fyrir þá sem eru sérlega áhugasamir. Aðrir geta sleppt því að lesa.

w-blogg040614c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litafletirnir sýna staðbundið (uppsafnað) veltimætti (J/kg). Jafnhitalínan -5°C í 850 hPa er fjólublá strikalína (aðeins þessi eina jafnhitalína er dregin), en rauðu strikalínurnar sýna 500/1000 hPa þykktina. Jafnrþýstilínur eru gráar, heildregnar. 

Hámarksmættið við suðausturströndina er hér 519 J/kg og stefnir vestur.

Veltimætti (CAPE – convective available potential energy) er sú staðorka sem loftböggull öðlast við að vera lyft innrænt frá þéttingarhæð og upp í hæð þar sem flotjafnvægi ríkir. Veltimættið er mest þar sem þurrt loft liggur yfir mjög röku hlýju lofti. 

Erlendir viðmiðunarflokkar (CAPE-gildi í fyrsta dálki): 

0: Stöðugt

0-1000: Viðóstöðugt 

1000-2500: Hóflega óstöðugt 

2500-3500: Mjög óstöðugt 

3500 +: Aftakaóstöðugt 

Hér á landi teljast öll gildi yfir 500 vera mikið (gildið á kortinu er því hátt) – en ekki hefur verið gerð könnun á tengslum veltimættis og þrumuveðra hérlendis. Gildi á bilinu 5000 til 8000 eru þekkt erlendis. 

Athugið að þótt CAPE sé hátt þýðir það ekki endilega að velta eigi sér stað, það þarf að hrinda veltiferlinu fram af brúninni. CAPE-hámörk geta runnið hjá án tíðinda. Stefni CAPE-hámark á land utan af sjó er líklegt að velta fari af stað, sérstaklega ef loftið er þvingað yfir heiðar og hálendi - eða að loftið kemur inn yfir land sem hitnað hefur í sólskini.

Skilgreining ecmwf á CAPE:

Amount of potential energy an air parcels acquires when lifted adiabatically from its lifting condensation level to the level of neutral bouyancy. 

Kortið gerði Bolli Pálmason kortagerðarmeistari á Veðurstofunni.  

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við blogg hungurdiska er enn bent á fjasbókarhóp með sama nafni. Leitið og finnið. Vilji menn verða fullvirkir þar þurfa þeir að ganga í hópinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 149
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 2391
  • Frá upphafi: 2348618

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 2086
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband