Viđ miđsumar (í skyndingu)

Nú eru liđnar 14 vikur af íslenska sumrinu. Sumarmisseriđ er venjulega 26 vikna langt, en ađ ţessu sinni er sumarauki ţannig ađ ein vika bćtist viđ. Sumaraukavikan hefur ekkert međ veđur ađ gera (ţó ekki veitti af um landiđ sunnan- og vestanvert ađ ţessu sinni) heldur er hlutverk hennar ţađ sama og hlaupársdagsins - sér til ţess ađ misrćmi safnist ekki upp milli tímatals og sólargangs. - Tćknilega er sumaraukavikan ekki sú síđasta í sumri, heldur er henni skotiđ inn nćrri miđsumri. Núlíđandi vika er sumarauki. Í ár er miđsumar samkvćmt tímatalinu ţann 29.júlí. Frá miđsumri fóru menn ađ telja niđur til veturs - 13 vikur (búnir međ sumaraukann og svonefndar aukanćtur - (sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi, en fyrsti vetrardagur á laugardegi)).    

En 15. vika sumars hefst á morgun, fimmtudaginn 26.júlí. Mikil umskipti urđu í tíđ skömmu eftir sumardaginn fyrsta - og hefur haldist svipuđ síđan ađ ţví leyti til ađ óvenjulegt sólarleysi hefur veriđ ríkjandi um landiđ suđvestanvert međ miklum úrkomum og nokkuđ svölu veđri, en hlýindi hafa gengiđ norđaustan- og austanlands. Úrkoma hefur ţar ţó veriđ mjög mismikil - sums stađar furđumikil, en annars stađar minni. 

Á Austfjörđum verđa hlýindin ađ teljast óvenjuleg. Međalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en ţađ hlýjasta til ţessa ţar um slóđir ađ minnsta kosti frá 1949 ađ telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknađ daglegan međalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - enda liggur hitinn ţar óskráđur á stafrćnt form). Ţađ sem af er júlí hefur ţó heldur slegiđ á hitavikin jákvćđu eystra - enda áttin orđin íviđ suđlćgari og jafnvel suđaustlćgari en var fram ađ ţví.

Í Reykjavík hefur aftur á móti veriđ heldur svalt, međalhiti ţar fyrstu 14 vikur sumars er ađeins 7.7 stig. Ómarktćkt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síđan ţarf ađ fara aftur til 1993 til ađ finna jafnlágan međalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíđ er slćđingur af lćgri tölum.

Úrkoman hefur hins vegar veriđ óvenjulegri, mćlst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, ţađ mesta sem vitađ er um sömu vikur - nćstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. 

Svipađ er ađ segja um sólarleysiđ. Ađeins mćldust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, ţađ minnsta sem vitađ er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktćkt minna en á sama tíma 1913,  1914 og 1984. 

Góđu tíđindin eru ţau ađ svo virđist sem heldur hlýrri dagar séu framundan (ţó varla ţurrir) - hvađ sem hlýjan svo endist er annađ mál. Langtímareikningar sýna engar marktćkar breytingar á veđurlagi á nćstunni - og ţó lengri framtíđ sé auđvitađ fullkomlega frjáls er ţađ samt ţannig ađ júlí og ágúst spyrđa sig oftar saman hvađ veđurlag varđar heldur en ađrir almanaksmánuđir - ţeir einu reyndar sem sýna einhvern marktćkan samvinnuvott. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 246
 • Sl. sólarhring: 272
 • Sl. viku: 2025
 • Frá upphafi: 2347759

Annađ

 • Innlit í dag: 215
 • Innlit sl. viku: 1747
 • Gestir í dag: 205
 • IP-tölur í dag: 199

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband