29.1.2017 | 00:32
Fárviðrið 18. febrúar 1959
Pistill þessi er sá síðasti í flokki þar sem fjallað er um fárviðri á Akureyri. Miðað er við að veðurathugun hafi getið um meir en 32,7 m/s 10-mínútna meðalvindhraða á stöðunum. Um slíkt eru aðeins þrjár heimildir á Akureyri. Við höfum áður fjallað um tvö þessara tilvika - en lítum nú á það þriðja, en það gekk yfir landið þann 17. og 18. febrúar 1959 - var verst fyrir norðan að morgni þess 18.
Eins og sjá má af frétt Tímans gerði veðrið mikinn usla á Norðurlandi - en minnisstæðasti atburðurinn í þessu veðri var samt sjóslysið mikla þegar vitaskipið Hermóður fórst þá um nóttina fyrir Reykjanesi.
Þetta var alveg skelfileg vika og satt best að segja viknar ritstjóri hungurdiska enn þegar hann minnist hennar og þeirrar lömunar sem yfir þjóðina gekk. Nokkrum dögum áður fékkst staðfesting á því að togarinn Júlí hefði farist með öllum mönnum á Nýfundnalandsmiðum þann 8. febrúar og að Grænlandsfarið Hans Hedtoft væri einnig örugglega sokkið - og enginn af þeim 95 sem voru um borð hefði komist af.
Lægðin sem olli þessu veðri var hluti af mikilli veðrasyrpu þessa gríðarumhleypingasama mánaðar.
Aðdragandinn er svo sem kunnugur orðinn. Illviðrislægðin gengur til norðausturs á móts við vestanátt í háloftunum suður af Grænlandi. Það sem helst var óvenjulegt í þessu tilviki er hversu mikil lægðin var orðin strax fyrir sunnan Nýfundnaland.
Hún var heldur ekki eins hraðfara og ýmsar systur hennar. Hlýi geirinn afskaplega breiður - og hér er ekki neina sérstaka kreppu að sjá við lægðarmiðjuna um hádegi þann 17. febrúar. Hér gæti auðvitað verið um greiningarvanda að ræða - en niðurstaða líkansins um hámark illviðrisins þá um kvöldið, nóttina og morguninn eftir er nokkuð nærri lagi - þannig að líklega er greiningin hér að ofan nokkuð rétt - og þá háloftagreiningin hér að neðan líka.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, þykkt sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og sést umfang hlýja geirans vel - og sumarhiti - guli liturinn nær langleiðina norður til Íslands. Kortið ýkir kuldann yfir Grænlandi - það er enginn 1000 hPa-flötur yfir jöklinum vegna hæðar hans - líkanið veit það en til að gera kortið (og sjávarmálsþrýstikort og svo framvegis) fylla sýndargildi upp í eyðuna. - Það einkennir kulda af þessu tagi að hann hreyfist ekkert - bara kemur og fer. Minna ber á þessum leiðinlega sjúkdóm í framleiðsluvörum evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann truflar stundum sjónræna túlkun kortanna.
Klukkan 6 að morgni þess 18. var veðrið í hámarki vestanlands - og síðar um morguninn fyrir norðan og austan.
[Erfiður kafli sem hlaupa má yfir] Á háloftakortinu sést hvers eðlis veðrið var. Við sjáum hvernig köld stroka fer til austurs fyrir sunnan land (hvíta örin). Kaldast er við örina - en hlýrra bæði sunnan og norðan við hana. Úti af Vestfjörðum er hlýr blettur - þykktarhæð. Á erlendum málum er þetta fyrirbrigði nefnt seclusion - eitthvað aflokað - og einkennir sumar illar lægðir. Við eigum ekki enn gott orð fyrir þetta á íslensku - en það dettur af himnum ofan einhvern daginn.
Fyrir sunnan örina á myndinni liggur halli jafnþykktar- og jafnhæðarlína að einhverju leyti samsíða - þar er vindur minni við jörð heldur en uppi - fyrir norðan örina vex þykkt með fallandi hæð vindur er meiri í neðri lögum heldur en uppi. Þykktarhæðin þrönga bætir í vindinn - sem er hér ærinn fyrir.
Hér má sjá Íslandskortið á hádegi - þá er vindur aðeins að byrja að ganga niður á Akureyri og nokkuð niðurgenginn vestanlands. Vestfirðir sluppu furðuvel.
Mikið tjón varð í þessu veðri. Hér er listi yfir það helsta.
Vitaskipið Hermóður fórst með 12 manna áhöfn undan Höfnum. Miklar skemmdir urðu þá víða á húsum, bátum og öðrum mannvirkjum vegna hvassviðris. Þak tók af hluta íbúðarhúss á Sauðárkróki og járnplötur af mörgum húsum, þar varð einnig tjón í höfninni. Hluti hlöðuþaks fauk á bænum Reykjavöllum í Tungusveit. Fjárhús á bænum Kotá í útjaðri Akureyrar fauk og drápust 3 kindur, mikið af járni fauk af húsum á Akureyri og heil og hálf þök af húsum í byggingu, tré rifnuðu upp með rótum, m.a. mörg velvaxin í Gróðrarstöðinni, bátur fauk þar út á sjó og vegagerðarskúr fauk og skemmdi nokkra bíla. Jeppi fauk út af vegi í nágrenni Akureyrar og gjöreyðilagðist, lítil slys urðu á fólki.
Járnplötur fuku af allmörgum húsum á Húsavík og rúður brotnuðu, þar slösuðust tvær stúlkur er þær fuku um koll. Allmiklar skemmdir urðu á Árskógsströnd, þak tók af hlöðu á Stærra-Árskógi og braggi fauk í Hauganesi. Skemmdir urðu á verksmiðjunni á Hjalteyri og þar fuku skreiðarhjallar og fleira. Þak fauk af íbúðarhúsi á Búlandi í Arnarnesshreppi. Skemmdir urðu á þökum á Dalvík. Járnplötur fuku og rúður brotnuðu í Hrísey, sömuleiðis á Grenivík. Þak tók af hlöðu á Litla-Gerði þar í grennd. Hálft þak tók af íbúðarhúsi á Svalbarði á Svalbarðsströnd, þar í sveit varð víða foktjón. Allmiklar rafmagns- og símabilanir urðu í Eyjafirði.
Meir en helmingur þaks á íbúðarhúsi á Stöng í Mývatnssveit fauk og víðar fauk járn þar í sveit. Talsverðir heyskaðar urðu í Aðaldal og minniháttar tjón varð á nokkrum bæjum í Bárðardal. Minniháttar foktjón varð í Mýrdal og á Ströndum. Ekkert hafði verið flogið innanlands í 6 sólarhringa þegar hér var komið.
Eins og áður er um getið var þessi febrúarmánuður sérlega illviðrasamur.
Lárétti ásinn á myndinni sýnir daga febrúarmánaðar - frá þeim 9. og áfram. Lóðrétti ásinn til vinstri sýnir mun hæsta og lægsta þrýstings á landinu - mælikvarði á þrýstivind á hverjum tíma. Lóðrétti ásinn til hægri er þrýstikvarði.
Súlurnar sýna þrýstimuninn á 3 klukkustunda fresti - það er mikið fari hann yfir 20 hPa. Rauði, strikaði ferillinn sýnir lægsta þrýsting landsins á hverjum tíma. Frá 9. til 18. gengu 6 illviðri yfir landið, merkt með númerum á myndinni. Þar má einnig sjá ríkjandi vindátt í hverju veðri fyrir sig.
Lægðirnar sem gengu yfir þann 14. og 15. voru gríðarkrappar - en hraðfara. Lægðin okkar var hins vegar stór um sig - og veðrið byrjaði sem sunnanveður (hlýi geirinn), en snerist síðan í suðvestur og vestur. Þrýstimunur landsins var meiri en 20 hPa í nærri því sólarhring.
Tjónlistinn hér að ofan hefur áður birst hér á hungurdiskum. Það var í pistli merktum 19. febrúar 2011 sem minnti á fleiri mannskaða- og tjónaveður sem bar upp á 18. febrúar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.