Hefđi reiknast - hefđi ekkert veriđ mćlt - árgerđ 2016

Hér kemur pistill sem er (nćrri ţví) nákvćmlega eins og annar sem birtist á hungurdiskum 10. janúar í fyrra (2016) - nema hvađ áriđ er nýtt og tölur hafa breyst.

Eftir hver áramót reiknar ritstjóri hungurdiska hver hitinn í Reykjavík hefđi reiknast - ef allar hitamćlingar á Íslandi hefđu falliđ niđur á árinu. Til ţess notar hann tvćr ađferđir - báđar kynntar nokkuđ rćkilega í fornum fćrslum á bloggi hungurdiska. Sú fyrri giskar á hitann eftir ţykktargreiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar - og notar til ţess samband ársmeđalţykktarinnar og Reykjavíkurhitans undanfarna áratugi.

Ţykkt ársins 2016 var međ meira móti yfir landinu (hlýtt loft var ráđandi) - og segir ađ Reykjavíkurhitinn hefđi „átt ađ vera“ 5,8 stig, en reyndin var 6,0 eđa 0,2 stigum yfir giski. - 

Hin ađferđin notar stefnu og styrk háloftavinda og hćđ 500 hPa-flatarins og er talsvert ónákvćmari heldur en ţykktargiskiđ. Almennt er ţví hlýrra eftir ţví sem sunnanátt er meiri í háloftum, kaldara eftir ţví sem vestanátt er meiri og ţví hlýrra eftir ţví sem hćđ 500 hPa-flatarins er meiri.

Háloftin giska nú á ađ ársmeđalhitinn í Reykjavík 2016 sé 5,4 stig. Háloftagiskiđ hefur nokkuđ kerfisbundiđ skilađ of lágum tölum síđan fyrir aldamót - ritstjórinn hefur giskađ á (gisk-gisk) ađ orsökin geti veriđ ...

En 65 ára gagnasafn er í minna lagi til ađ hćgt sé ađ draga víđtćkar ályktanir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rangstađa ţykktargreingarinnar-joke!

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2017 kl. 05:53

2 identicon

Fróđlegt. Ţú segir Trausti ađ háloftin giski á ađ áriđ 2016 sé 5,4 gráđur í Reykjavík og ţá 0,6 gráđum undir ţví sem varđ í raun. Er ţetta lága háloftagisk bundiđ viđ Ísland eđa á ţetta viđ um stćrra svćđi? Eđa á ţetta frekar viđ um hlýju árin ađ ţá sé giskiđ lengra frá raunveruleikanum en í međalárum eđa ţeim köldu?  

Hjalti Ţórđarson (IP-tala skráđ) 30.1.2017 kl. 10:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 47
 • Sl. sólarhring: 432
 • Sl. viku: 1811
 • Frá upphafi: 2349324

Annađ

 • Innlit í dag: 35
 • Innlit sl. viku: 1627
 • Gestir í dag: 35
 • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband