14.1.2016 | 21:11
Met í heiðhvolfinu
Undanfarna viku rúma hefur verið sérlega kalt ofan við um 15 km hæð yfir landinu. Janúarkuldamet hafa verið slegin, fyrst í 70 hPa og 50 hPa-flötunum fyrir nokkrum dögum, og í dag í 30 hPa. Skráin sem flett er í nær aftur til 1973. Eldri heiðhvolfsmælingar eru til á pappír - en þrek skortir til rækilegrar metaleitar.
Frostið mældist -85,2 stig í 30 hPa í dag (fimmtudag 14. janúar), það mesta í janúar. Aðeins tvisvar hefur mælst meira frost í fletinum í febrúar.
Myndin sýnir 30 hPa norðurhvelsgreiningu bandarísku veðurstofunnar á hádegi í dag.
Eins og langalgengast er á þessum tíma árs er það ein risavaxin háloftalægð sem ræður ríkjum. Hún er á sínum venjulegu slóðum - en er að sögn nokkru kaldari og öflugri en venjulega. Lausafréttir herma að vindhraði í kringum lægðina hafi almennt aldrei verið meiri en einmitt í vetur. Jafnhæðarlínur eru heildregnar (merktar í dekametrum), en hiti er sýndur í lit.
Undanfarna daga hefur það stöku sinnum borið við að greining og spár hafa sýnt svæði þar sem frostið er meira en -90 stig og sprengir þar með litakvarðann sem hér er notaður. Í dag var smáblettur af þessu tagi yfir Vestur-Grænlandi. Hann er beint þar yfir sem hvað mestur ruðningur hefur verið hlýindum niðri í veðrahvolfi og við fjölluðum um í síðasta pistli.
Þessi ruðningur lyftir öllu sem fyrir ofan er með þeim afleiðingum að þar kólnar hratt. Jafnhæðarlínur raskast líka og bylgjumynstrið fær spark - smærri bylgjur taka á rás í kringum meginlægðina og geta fært hana til. Ef sparkið hittir rétt í getur jafnvel farið svo að hringrásin brotni alveg saman. Eins og getið var um í fyrri pistli hafa tvær fyrri hlýindabylgjur borist norður í höf síðan um jól. Báðar hristu þær hringinn - en hann stóðst áföllin - og virðist einnig ætla að gera það nú. Erlendar blogg-, fjasbókar- og tístsíður fjalla mikið um framhald hringsins - virðist lítt dulin óskhyggja um hamfaraveður í Ameríku og Vestur-Evrópu lita mjög þá umræðu.
Hringbrotum í heiðhvolfinu fylgir mikil blöndun og líka niðurstreymi sem hitar loftið mjög. Í 30 hPa getur þá stað- og tímabundið hlýnað um 50 stig á fáeinum dögum. Á erlendum málum er þá talað um stratospheric sudden warming - sláandi íslenskt heiti vantar - en þar til það finnst notum við hráþýðinguna skyndihlýnun í heiðhvolfi (þótt hálfleiðinleg sé).
Þó skýra megi staðbundin kuldamet í heiðhvolfi með uppstreymi skýrir það varla hið almenna ástand skammdegisheiðhvolfshringsins - hann virðist vera að styrkjast þegar til lengri tíma er litið - á áratugavísu. Rétt er að segja virðist því beinar athuganir á heiðhvolfinu hafa aðeins staðið í um 70 ár - og breytileiki frá ári til árs er umtalsverður. Við þekkjum alls ekki allt það sem áhrif hefur.
En mannkynið er býsna mikið að sulla í heiðhvolfinu - þótt fáir séu á ferð í meir en 12 til 14 km hæð. Líklegt er að aukin gróðurhúsaáhrif valdi kólnun í heiðhvolfinu, ósoneyðandi efni valda kólnun þar - það er vafalaust, það gæti alls konar agnamengun gert líka - sumt af henni er ótengt losun gróðurhúsalofttegunda - en sumt ekki. Mannrænar breytingar geta valdið röskunum á samskiptum veðra- og heiðhvolfs - aukinn rakaleki upp í gegnum veðrahvörfin er t.d. talinn varasamur.
Hungurdiskar hafa í fornum pistlum fjallað nokkuð um heiðhvolfshringrásina, hina stórmerkilegu árstíðasveiflu hennar auk spjalls um skyndihlýnun og möguleg áhrif hennar á veðurfar við jörð. Hér má t.d. vísa í pistlana: Sýndarvor í heiðhvolfinu (frá 2013), Í heiðhvolfinu í byrjun árs (frá 2014),Af ástandinu í heiðhvolfinu snemma í febrúar (einnig frá 2014) og Líka í heiðhvolfinu (frá því í fyrra, 2015). Fleiri heiðhvolfspistlar - eða pistlar þar sem hvolfið það kemur við sögu liggja þar líka í leyni tugum saman.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 199
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 2521
- Frá upphafi: 2413955
Annað
- Innlit í dag: 187
- Innlit sl. viku: 2328
- Gestir í dag: 176
- IP-tölur í dag: 175
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.