Hávetur?

Í pistli fyrir nokkru var minnst á mikla sókn lofts ađ sunnan norđur í Ballarhaf. Fyrst fyrir austan land (rétt fyrir áramót), síđan frá Alaska (nokkrum dögum síđar) og nú síđast vestan Grćnlands. Í öllum tilvikum urđu til miklar og hlýjar háloftahćđir á norđurslóđum. 

Atburđarás ţessi hefur raskađ hefđbundinni framrás lćgđabylgja í vestanvindabeltinu á norđlćgum breiddarstigum og beint farvegi ţeirra sunnar en algengast er - víđa um norđurhvel. Hér norđurfrá getur háloftátt jafnvel orđiđ austlćg eđa ţađ sem sjaldgćfast er - norđaustlćg - en líka blásiđ beint úr norđri eđa suđri. Stundum er sagt um ţetta „hringrásarfyrirkomulag“ ađ ţađ sé „lengdarbundiđ“ - vindar fylgi lengdarbaugum - en vestanáttin hefđbundna er „breiddarbundin“. 

Hlýjar heimskautahćđirnar lifa ekki lengi fái ţćr ekki aukaskammta af hlýindum ađ sunnan. Trufluđ hringrás er mun líklegri til ađ útvega ţá heldur en hin  hefđbundna. En lítum á međalspá evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir nćstu 10 daga. Hún er svo sannarlega óvenjuleg. 

w-blogg120116a

Fyrri mynd dagsins sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins nćstu tíu daga og vik frá međaltalinu 1981 til 2010. Vikin yfir Grćnlandi eru međ allra mesta móti - sést í hvítan blett sem sprengir kvarđann í 400 metra viki - og ţađ í tíu daga. Hér á landi verđur međalvindátt í háloftunum nćrri norđnorđvestri - sé ađ marka spána. 

Síđari myndin sýnir ţađ sama - nema (lituđ) ţykktarvik eru komin í stađ hćđarvikanna - og einnig má ef vel er ađ gáđ sjá jafnţykktarlínur (strikađar). 

w-blogg120116b

Hlýindin miklu vestan Grćnlands sprengja litakvarđann - og ţar sem mest er er ţykktarvikiđ 300 metrar - samsvarar 15 stiga hitaviki - en austan viđ land er gríđarlega mikiđ neikvćtt vik - ţar ríkir kuldinn - yfir Finnlandi um -150 metrar ţar sem mest er (um -7 stiga vik). Hér er greinilega flest úr skorđum gengiđ.

Mikill ţykktarvikabratti er yfir Íslandi, austast nćr neikvćđa vikiđ um -100 metrum, en vestanlands er  ţađ mun minna - ekki nema um -30 metrar viđ Vestfirđi. 

En ţykktarvik segja ekki allt um hita í mannheimum. Í veđurlagi sem ţessu eru hitavik mest og neikvćđust inn til landsins - en minni viđ sjávarsíđuna - ţađ á viđ um alla landshluta. 

Nú er ţađ svo ađ tíu daga tilvera hćđarinnar miklu byggir á ţví ađ hún fái ađ minnsta kosti einn góđan skammt af sunnanlofti sér til viđhalds á tímabilinu eftir ađ hafa orđiđ til. Ekki er neitt samkomulag hjá reiknimiđstöđvum - og ekki einu sinni frá einni spárunu reiknimiđstöđvarinnar til annarrar um ađ slíkur flutningur muni takast. Sunnansóknin á á koma um helgina - safnspá reiknimiđstöđvarinnar segir ađ hún muni skila sér til okkar - og Bretlandseyja - en ekki Vestur-Grćnlands. Fari svo verđa ţessi stóru tíudagavik ekki ađ veruleika. Ţau eru eins og oftast áđur sýnd veiđi en ekki gefin. 

En ástand sem ţetta hefur alloft komiđ upp áđur - stundum hefur ţađ flosnađ upp á nokkrum dögum og aldrei náđ sér fyllilega á strik - en einnig eru dćmi um ađ ţađ hafi stađiđ í nokkrar vikur. Skiptir ţá miklu máli hvar viđ nákvćmlega erum í hćđarhryggnum - eins og vikamyndin hér ađ ofan gefur sterklega til kynna, ţykktar- og ţar međ hitabratti er nefnilega mjög mikill. Auk ţess skiptir mjög miklu máli hvort viđ erum ţá undir sífelldri ágjöf lćgđardraga úr norđri og norđvestri eđa ekki. Norđvestanlćgđardrögin eru sérlega leiđinleg viđfangs - algengust reyndar á vorin. En voriđ er langt undan.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2731
  • Frá upphafi: 2378307

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2420
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband