Frost eđa frostlaust?

Ţegar ritstjóri hungurdiska fór yfir hitamćlingar dagsins (föstudags 15. janúar) á landinu tók hann eftir ţví ađ hćsti hitinn hafđi ađ sögn mćlst á Skagatá, 5,9 stig. Ţetta er ekki sérlega sannfćrandi - viđ fyrstu sýn. En viđ nánari athugun kom í ljós ađ víđar var nokkuđ „hlýtt“ viđ norđurströndina í dag - og inn til landsins höfđu orđiđ mjög stórar hitasveiflur, spönn dagsins - munur á lćgsta lágmarki og hćsta hámarki - var mjög víđa meiri en 10 stig, mest 21,9 stig, viđ Mývatn.

Vindur var ţó ekki mikill - ađ slepptu Snćfellsnesi - ţar sem belgingur var sums stađar nokkur norđan fjallgarđs. Stutt er greinilega upp úr kalda loftinu. - Ađsókn hlýja loftsins gengur ţó ekki mjög vel - og annađ kvöld (laugardag 16. janúar) verđur enn kalt víđa - ef trúa má harmonie-líkaninu. 

Ţá er eins og venjulega spurt - hversu raunverulegt er líkaniđ? Kortin hér ađ neđan gilda á sama tíma, kl. 22 á laugardagskvöld. Ţađ fyrra sýnir hitann í 100 metra hćđ yfir landslagi líkansins - en ţađ síđara hitann eins og hann ćtti ađ mćlast á veđurstöđvum (í 2 metra hćđ).

w-blogg160116a

Gulu litirnir sýna frostleysu - en ţeir bláu frost. Mesta frostiđ er -10,8 stig, í 100 metra hćđ yfir Bárđarbungu (líkansins). Alveg frostlaust er yfir nćr öllum Borgarfirđi og Suđurlandsundirlendinu. Takiđ eftir ţví ađ landslagiđ er býsna nákvćmt - t.d. má sjá Eiríksjökul ađskilinn frá Langjökli - kollur hans varla ţó í alveg réttri hćđ yfir sjávarmáli. 

Síđara kortiđ er talsvert öđru vísi - gildir ţó á sama tíma - 100 metrum nćr yfirborđi. 

w-blogg160116b

Hér er allt fullt af fjólubláum klessum, -11 stiga frosti eđa meira, og lćgsta talan sem (illa sjáandi) ritstjórinn kemur auga á er -18,6 stig, viđ Mývatn. Talsvert frost er víđa í lágsveitum Suđurlands og mjög einkennilegur „veggur“ í Borgarfirđi. Ţar virđist vera jađar niđurstreymis frá fjallgarđinum frá Langjökli suđvestur til Hafnarfjalls - sem ekki tekst ţó ađ hreinsa allan Borgarfjörđinn - en lyftist yfir kalda loftiđ viđ vegginn.

Trúlegt? Ritstjórinn hefur reyndar alloft ekiđ um Hafnarmela í frostlausu - en mćtt hörkufrosti um leiđ og komiđ er fyrir horniđ á Hafnarfjalli - hann getur ţví auđveldlega tekiđ trúanlegan hitamun á ţeim slóđum - en hversu oft er alveg frostlaust í Húsafelli en hörkufrost í Reykholti? 

En veđurlag sem ţetta er dálítiđ varasamt á vegum. Auđvitađ upplagt ađ fylgjast grannt međ bílhitamćlum - ţótt misáreiđanlegir séu. 

Svo er sjálfsagt ađ benda á ađ almennt er hlýrra yfir sjó á neđra kortinu en ţví efra. Ţar sem kalt loft kemur yfir hlýrri sjó blandast ţađ auđveldlega og hiti fellur ţá eđlilega í neđstu lögum (1 stig á 100 metra) - og jafnvel rétt rúmlega ţađ sé kyndingin mjög áköf. 

Líklegt er taliđ ađ ţessi sullstađa geti haldist í nokkra daga. Útgeislun (neikvćđur geislunarjöfnuđur) yfirborđs landsins „framleiđir“ kalt loft í stórum stíl um leiđ og léttir til - sem ákveđinn vind ţarf til ađ blanda eđa hreinsa burt. - Jćja. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 1522
  • Frá upphafi: 2348767

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1327
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband