Rífur í?

Eins og fjallað var um í pistli í gær (sunnudag 27. september) eru veðurspár sérlega óvissar þessa dagana. Í gær gerði evrópureiknimiðstöðin allt í einu mjög lítið úr lægð sem fara á yfir landið aðfaranótt þriðjudags (29. sept.) - eftir að hafa sýnt hana nokkuð öfluga áður. - Nú ber svo við að aftur er skipt um skoðun - og heldur betur - jafnvel svo að óvenjulegt hlýtur að teljast. 

Í sunnudagshádegisspárunu reiknimiðstöðvarinnar er lægðin allt í einu gerð gríðaröflug. Ritstjóri hungurdiska rekur augun í ýmislegt óvenjulegt í spánni - en velur að nefna tvennt sérstaklega.

w-blogg280915a

 

Jafnþrýstilínur við sjávarmál eru heildregnar á kortinu, en 3-klukkustunda þrýstibreyting er sýnd með litum. Rauðir litir sýna svæði þar sem þrýstingur hefur fallið, en blá þar sem hann hefur stigið. Yfir Norðausturlandi er stór, hvít skella þar sem þrýstirisið er svo mikið að það sprengir kvarða kortsins - og má þar sjá töluna 25,3 hPa.

Í fljótu bragði finnst svona há tala ekki í september í gagnagrunni Veðurstofunnar - og vantar reyndar talsvert upp á. Til er nærri því jafnhá tala í október (1963) - talsvert tjón varð í því veðri.

Harla óvenjulegt - svo ekki sé meira sagt. 

 

Reiknimiðstöðin gerir sömuleiðis ráð fyrir sérlegum hlýindum í háloftunum. Hæsta þykktartalan sem sést við landið er 5610 metrar - það yrði reyndar ekki septembermet. En lítum á spá um hita í 500 hPa.

w-blogg280915b

Spáin gildir kl. 3 aðfaranótt þriðjudags 29. september. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum, en hiti með litum. Skammt undan Austurlandi má sjá töluna -6,2°C. Svo hár hiti hefur aldrei mælst í 500 hPa yfir Keflavíkurflugvelli - hvorki í september né öðrum mánuði. - En samt er auðvitað hugsanlegt (og trúlegt) að jafnhlýtt loft eða hlýrra hafi einhvern tíma skotist hjá landinu án þess að mæling næðist. - En þetta er óvenjulegt. 

Þykktin er ekki í meti samfara þessum háa hita vegna þess að kalda loftið að baki kuldaskilanna hefur hér þegar náð inn undir þann stað þar sem hitinn efra er hæstur - og það kalda loft kemur í veg fyrir þykktarmet. 

En - þetta eru sýnishorn úr sýndarheimum - raunveruleikinn verður einhver annar - en rétt er að fylgjast vel með spám Veðurstofunnar. 

Enn skal tekið fram að ritstjóri hungurdiska gerir ekki veðurspár - fjallar hins vegar gjarnan um þær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skríti með athandshafsspána lægðir koma fyrir vestan grænland s´´iðan skjótast þær suður fyrir grænland magnar ekki þessi fyrirstða upp vind og úrkomu þegar lægðinn kemst siðan utá atlandshaf 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1930
  • Frá upphafi: 2350799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband