Rífur í?

Eins og fjallađ var um í pistli í gćr (sunnudag 27. september) eru veđurspár sérlega óvissar ţessa dagana. Í gćr gerđi evrópureiknimiđstöđin allt í einu mjög lítiđ úr lćgđ sem fara á yfir landiđ ađfaranótt ţriđjudags (29. sept.) - eftir ađ hafa sýnt hana nokkuđ öfluga áđur. - Nú ber svo viđ ađ aftur er skipt um skođun - og heldur betur - jafnvel svo ađ óvenjulegt hlýtur ađ teljast. 

Í sunnudagshádegisspárunu reiknimiđstöđvarinnar er lćgđin allt í einu gerđ gríđaröflug. Ritstjóri hungurdiska rekur augun í ýmislegt óvenjulegt í spánni - en velur ađ nefna tvennt sérstaklega.

w-blogg280915a

 

Jafnţrýstilínur viđ sjávarmál eru heildregnar á kortinu, en 3-klukkustunda ţrýstibreyting er sýnd međ litum. Rauđir litir sýna svćđi ţar sem ţrýstingur hefur falliđ, en blá ţar sem hann hefur stigiđ. Yfir Norđausturlandi er stór, hvít skella ţar sem ţrýstirisiđ er svo mikiđ ađ ţađ sprengir kvarđa kortsins - og má ţar sjá töluna 25,3 hPa.

Í fljótu bragđi finnst svona há tala ekki í september í gagnagrunni Veđurstofunnar - og vantar reyndar talsvert upp á. Til er nćrri ţví jafnhá tala í október (1963) - talsvert tjón varđ í ţví veđri.

Harla óvenjulegt - svo ekki sé meira sagt. 

 

Reiknimiđstöđin gerir sömuleiđis ráđ fyrir sérlegum hlýindum í háloftunum. Hćsta ţykktartalan sem sést viđ landiđ er 5610 metrar - ţađ yrđi reyndar ekki septembermet. En lítum á spá um hita í 500 hPa.

w-blogg280915b

Spáin gildir kl. 3 ađfaranótt ţriđjudags 29. september. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur er sýndur međ hefđbundnum vindörvum, en hiti međ litum. Skammt undan Austurlandi má sjá töluna -6,2°C. Svo hár hiti hefur aldrei mćlst í 500 hPa yfir Keflavíkurflugvelli - hvorki í september né öđrum mánuđi. - En samt er auđvitađ hugsanlegt (og trúlegt) ađ jafnhlýtt loft eđa hlýrra hafi einhvern tíma skotist hjá landinu án ţess ađ mćling nćđist. - En ţetta er óvenjulegt. 

Ţykktin er ekki í meti samfara ţessum háa hita vegna ţess ađ kalda loftiđ ađ baki kuldaskilanna hefur hér ţegar náđ inn undir ţann stađ ţar sem hitinn efra er hćstur - og ţađ kalda loft kemur í veg fyrir ţykktarmet. 

En - ţetta eru sýnishorn úr sýndarheimum - raunveruleikinn verđur einhver annar - en rétt er ađ fylgjast vel međ spám Veđurstofunnar. 

Enn skal tekiđ fram ađ ritstjóri hungurdiska gerir ekki veđurspár - fjallar hins vegar gjarnan um ţćr. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

skríti međ athandshafsspána lćgđir koma fyrir vestan grćnland s´´iđan skjótast ţćr suđur fyrir grćnland magnar ekki ţessi fyrirstđa upp vind og úrkomu ţegar lćgđinn kemst siđan utá atlandshaf 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 28.9.2015 kl. 09:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 49
 • Sl. sólarhring: 151
 • Sl. viku: 1773
 • Frá upphafi: 1950550

Annađ

 • Innlit í dag: 42
 • Innlit sl. viku: 1541
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband