Undir vestanstrengnum

Nú (þriðjudag 29. september) er óvenjuöflug hæð yfir Danmörku, þrýstingur þar mældist meiri en áður er vitað um í september, fór yfir 1040 hPa. Gamla danmerkurmetið var frá 1904, 1038,8 hPa. - Hér á landi er mest vitað um 1038,3 hPa í september (Akureyri, 1983). 

Hæðin lætur heldur undan síga næstu daga - en teygir sig til vesturs á móts við aðra hæð vestur í Ameríku - sú á líka að fara upp fyrir 1040 hPa síðar í vikunni. Vesturhæðin er ekki eins öflug í háloftunum og sú fyrri. 

Lítum á spákort sem gildir síðdegis á fimmtudaginn, 1. október. 

w-blogg300915a

Miðja eystri hæðarinnar er hér yfir Bretlandseyjum - en miðja þeirrar vestari er rétt við vesturjaðar kortsins. Hryggurinn hefur lokað af lægð við Asóreyjar og aðra yfir Miðjarðarhafi. Vestanveður - nýgengið yfir Ísland - er við Vestur-Noreg. Kalt loft, við sjáum -10 jafnhitalínu 850 hPa-flatarins við Norðaustur-Grænland. Úrkomubólgið lægðardrag er við Nýfundnaland. Austan við það er mjög hlýtt loft. 

Hvað gerist svo? Í fljótu bragði sýnist sem kerfið við Nýfundnaland ætti að fara hratt til austurs fyrir sunnan land - þá með töluverðu norðankasti hér á landi - en ekki líst reiknimiðstöðvum á þá einföldu (en leiðinlegu) lausn. Tekst afskornu lægðinni að brjótast aftur úr búrinu? -

En við bíðum spennt eftir framhaldinu. Það gera líka fleiri því nú hefur hitabeltisstormur (sem kannski verður að fellibyl) allt í einu holdgerst á hroðasvæðinu sem fjallað var um í pistli hungurdiska fyrir nokkrum dögum. Reiknimiðstöðvar (og þar með flestir aðrir) vita hreinlega ekkert hvað við hann á að gera og hoppa til og frá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 54
 • Sl. sólarhring: 152
 • Sl. viku: 1778
 • Frá upphafi: 1950555

Annað

 • Innlit í dag: 46
 • Innlit sl. viku: 1545
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband