Hvarfbaugshroši

Žegar sól lękkar į lofti hressist vestanvindabeltiš mjög eftir sumardošann, heimskautaröstin lifnar öll og lęgšir fóšrast betur. Kólnunin gengur hrašar fyrir sig į noršurslóšum heldur en sušur ķ höfum - og sumariš lifir lengst yfir hafsvęšum hlżtempraša beltisins. 

Hitabelti jaršarinnar er gjarnan tališ nį aš hvarfbaugum - en žeir eru į 23,5 grįšum noršur- og sušurbreiddar. Sól er ķ hvirfilpunkti yfir nyršri hvarfbaug į sumarsólstöšum noršurhvels (21. jśnķ) en yfir žeim syšri į sólstöšum į vetri. Į jafndęgrum fer hśn yfir mišbaug. 

Temprušu beltin eru sķšan sögš nį frį hvarfbaugum til heimskautsbaugs hvors hvels, žar taka heimskautasvęšin viš. Oft er talaš um syšri (nyršri į sušurhveli) hluta tempraša beltisins sem sérstakt svęši, hlżtempraša beltiš. Oršasafn bandarķska vešurfręšifélagsins segir žaš gróflega nį frį hvarfbaugum aš 35 grįšum noršur. 

Į žessum įrstķma er hlżtempraši hluti Atlantshafsins aš jafnaši sunnan heimskautarastarinnar - en hśn teygir sig žangaš endrum og sinnum og nęr ķ hlżtt og rakabólgiš loft sem žį gengur inn ķ vestanvindabeltiš og getur valdiš žar alla konar usla. 

Stóru tölvulķkönin viršast vera farin aš rįša betur viš spįr į žessu svęši heldur en įšur - aš minnsta kosti 2 til 3 daga fram ķ tķmann - og sżnast gera žaš lengra fram ķ tķmann - ef nįkvęmlega ekkert er um aš vera. En aš undanförnu hefur žaš hvaš eftir annaš sżnt sig aš ķ raun og veru ręšst illa viš samskipti žessa svęšis og heimskautarastarinnar. Reiknimišstöšvar hafa sent frį sér hverja furšuspįna į fętur annarri og ótrślegt hring hefur veriš frį einni spįrunu til annarrar. 

Žegar žetta er skrifaš, laugardagskvöldiš 26. september stefnir til okkar kerfi sem ber meš sér žįtt śr hlżtempraša beltinu. Ritstjórinn hefur kosiš aš kalla svona nokkuš „hvarfbaugshroša“ - oršiš ašallega vališ vegna žess aš žaš hljómar vel - frekar en aš gegnheil skilgreining standi aš baki. Lesendur hafi žaš ķ huga. 

Viš lķtum į gervihnattamynd sem fengin er af vef kanadķsku vešurstofunnar nś ķ kvöld og sżnir svęši allt frį Ķslandi ķ noršri sušur ķ hitabelti. 

w-blogg270915a

Mest įberandi į myndinni eru hįskż heimskautarastarinnar (gulbrśn) sem liggja ķ miklum sveig frį Ķslandi langt sušvestur ķ haf og sķšan til vesturs nęrri 40. breiddargrįšu. Hlżja loftiš er žar sunnan viš. Žar mį sjį aš enn er dįlķtiš lķf ķ hitabeltislęgšinni Ķdu (dökki bletturinn fyrir nešan mišja mynd) - en örvarnar benda į fleiri klakkakerfi (hroša) - fremur saklaus aš sjį - en žau sżna vel hvar rakt og hlżtt loft er aš finna. 

Heimskautaröstin er nś viš žaš aš teygja fingur sķna sušur ķ raka loftiš og reynir aš grķpa žaš meš sér til noršurs. Žaš mį e.t.v. sjį į kortinu hér aš nešan.

w-blogg270915b

Kortiš gildir kl. 6 aš morgni sunnudags (27. september). Örvarnar sżna vindstefnu ķ 300 hPa-fletinum (ķ um 9 km hęš) og litirnir vindhrašann (sjį kvaršann). Röstin tekur mikla dżfu til sušurs yfir Labrador og teygist sušur fyrir 40. breiddarstig. Til veršur orkužrungiš stefnumót. 

w-blogg270915c

Žrišja kortiš sżnir sjįvarmįlsžrżsting og hita ķ 850 hPa nś į mišnętti (laugardagskvöld 26. september). Hringrįs Idu er harla aumingjaleg - og į stefnumótaslóšum er ašeins aflöng og sakleysisleg lęgš. Hvaš gerist svo? 

Um žaš eru evrópureiknimišstöšin og bandarķska vešurstofan ótrślega ósammįla - žótt žetta sé um žaš bil aš gerast. 

Lķtum fyrst į bandarķska spį sem gildir kl. 6 į žrišjudagsmorgun.

w-blogg270915d

Ekki lķtur žaš vel śt. Grķšarkröpp lęgš rétt komin noršur fyrir land meš miklum en skammvinnum ofsa um landiš austanvert - og hugsanlega vķšar.

Evrópureiknimišstöšin į sama tķma:

w-blogg270915e

Hvar er lęgšin? Jś, mikill sunnanstrengur er skammt fyrir austan landiš - en heimskautaröstin hefur straujaš hana - hefur nįš hlżja loftinu - en ekki tekist aš vinda upp į žaš. Žaš er reyndar ekki aušvelt aš vinda upp krappa lęgš langt sunnan śr höfum - til žess žarf hjįlp śr vestri - eša mjög mikla losun dulvarma. 

Eitthvaš er greinilega öšru vķsi ķ greiningum lķkananna - eša ķ ešli žeirra - hvort er vitum viš ekki. Žegar ósamkomulag sem žetta kemur upp er žaš oftar evrópureiknimišstöšin sem hefur į réttu aš standa - ritstjórinn hefur įkvešnar skošanir į žessari stöšu - en hann gefur ekki śt spįr - ekki heldur nś. Viš lįtum Vešurstofuna alveg um aš fylgjast meš žróun lęgšarinnar. 

Aš undanförnu hefur mikill óróleiki veriš ķ spįnum - sérstaklega žegar komiš er meir en fjóra daga fram ķ tķmann og hvaš eftir annaš komiš ķ ljós aš rétt er aš taka žeim meš varśš. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef röstinn fer svona nešanlega nęr hśn žį ekki hlķra lofti. žķšir žaš ekki meiri óstöšugleika nęstu mįnuši.gétur veriš aš menn séu ornir svo hįšir tölvum aš menn géti ekki metiš vešriš śtum gluggan. skilst aš žaš sé bśiš aš leggja gömlu vešurskipunum en er žaš ekki svo um allan heim nś um stundir. vešriš viršist vera aš snśa į vešurfręšķnga. žvķ meiri įstęša skrį nišur vešur til aš hafa fyrir komandi vešurfręšķnga skilst aš dagbękur flota hennar hįtignar bretadrottnķngar hafi hafi nżst vel ķ sagnfręši fešurfręšinar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skrįš) 27.9.2015 kl. 09:55

2 Smįmynd: Jón Frķmann Jónsson

Ég geri svona lķkön ķ huganum fyrir vešriš og žaš lķkan sem ég er meš nśna segir aš žaš muni verša ofsavešur į Žrišjudaginn į Ķslandi. Hversu nįkvęm žessi spį er hjį mér veit ég ekki, skoša ekki slķkt. Žó veit ég aš vešriš veršur ekki gott į Žrišjudaginn.

Jón Frķmann Jónsson, 27.9.2015 kl. 12:23

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Jan. 2020
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

 • w-blogg210120c
 • w-blogg210120b
 • w-blogg210120b
 • w-blogg220120a
 • ar_1862p

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (27.1.): 19
 • Sl. sólarhring: 676
 • Sl. viku: 3182
 • Frį upphafi: 1883456

Annaš

 • Innlit ķ dag: 18
 • Innlit sl. viku: 2740
 • Gestir ķ dag: 18
 • IP-tölur ķ dag: 18

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband