Stađa sjávarhitavika

Hér var síđast litiđ á sjávarhitavik í pistli 2.maí - ţar er kort yfir međalvik aprílmánađar alls. Ţann 11. apríl kom pistill um vikakort fyrir 9. apríl einan og sér. Rétt er ađ taka stöđuna aftur. Myndin sýnir greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar 22. maí. 

w-blogg230515a

Grćnir litir sýna neikvćđ vik, en gulir jákvćđ. Miđađ viđ 9. apríl virđist hafa hlýnađ ađ tiltölu viđ Nýfundnaland - en neikvćđa svćđiđ fyrir sunnan Ísland hefur breitt úr sér - bćđi í átt til okkar - sem og austur ađ vestanverđum Bretlandseyjum. Á móti kemur ađ blái liturinn (neikvćtt vik stćrra en -2 stig) hefur nćr alveg horfiđ. Hann ţakti áđur ađ minnsta kosti tvöfalt flatarmál Íslands. 

Neikvćđa vikiđ viđ Austurland hefur heldur styrkst - hér verđur ekki giskađ á ástćđur ţess (auđvelt er ađ giska - en vandmeđfarnara ađ giska rétt). Töluverđ hlýindi eru enn fyrir norđan land. Mjög stórt jákvćtt vik er í Barentshafi (rétt utan viđ kortiđ). 

Vindur sem blćs til okkar frá neikvćđu vikunum verđur líklega enn um sinn kaldari en venjulega (1 til 2 stig). Illmögulegt er ađ geta sér til um hvort sólinni tekst ađ útrýma neikvćđu vikunum í sumar - tilfinning telur ţađ ólíklegt - svo kemur í ljós ţegar hvessa fer í haust hvort kaldari sjór liggur í leyni rétt undir yfirborđi.

Ţađ má enn benda á ađ óvenjuţrálátir kaldir loftstraumar frá Kanada - tvo vetur í röđ - bjuggu neikvćđa sjávarhita vikiđ til - en ekki öfugt. 

Hér ađ neđan er annađ kort - ţar sem notađur er sami litakvarđi og viđmiđunartímabil og á međalvikakorti aprílmánađar sem birtist í pistlinum 2. maí og áđur var minnst á. 

w-ecm05_nat_msl_ci_sst-anom_2015052212_000

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsţrýsting um hádegi föstudaginn 22. maí en litirnir vikin (og hafís). Á ţessu korti sjást hlýindin í norđurhöfum betur en á ţví efra ţar sem ţađ nćr ađeins lengra til norđurs og norđausturs. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 438
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband