Sumarumrćđa og sjávarhiti

Upp á síđkastiđ hefur mönnum orđiđ tíđrćtt um tíđarfariđ - og ekki ađ ástćđulausu. Miklir umhleypingar hafa gengiđ í vetur og ekki sér enn fyrir endann á ţeim. 

En svo virđist sem eitthvađ svartsýniskast hafi nú gengiđ yfir varđandi sumariđ - og sérstaklega tvennt tekiđ til. Annars vegar er lágur sjávarhiti suđvestur í hafi og hins vegar meint spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um sumarveđriđ. Spákortiđ hefur beinlínis gengiđ ljósum logum - en fáir virđast hafa rýnt í ţađ - eđa hvađ? Inn í umrćđuna hefur svo blandast grein um heilsufar Golfstraumsins í Nature Climate Change.

Delluumrćđu um greinina látum viđ liggja á milli hluta - en viđ lítum á sjávarhitann og sumarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar. 

Kortiđ hér ađ neđan sýnir sjávarhitavik 9. apríl 2015, úr safni evrópureiknimiđstöđvarinnar. Helst er ađ skilja ađ miđađ sé viđ tímabiliđ 1958 til 2002. 

w-blogg110415a

Ís er sýndur međ grćnbláum lit, fjólubláa línan nćrri ísjađrinum er međalísútjađar. Viđ sjáum ađ ís er lítill viđ Austur-Grćnland, en yfir međallagi bćđi viđ Vestur-Grćnland og Nýfundnaland. Ţar má sjá ađ brćđsluvatn lekur í átt ađ Golfstraumnum en ţar skiptast á mjög hlý og mjög köld svćđi. Ţetta eru venjubundnir hvirflar straumsins - ţeir eru á sífelldri hreyfingu.

Viđ Ísland eru vikin sitt á hvađ. Hlýtt er enn fyrir norđan land. Mikiđ neikvćtt vik er norđan viđ 50. breiddargráđu og breiđir úr sér til norđurs. Langlíklegasta ástćđa ţess ar vestankuldinn í vetur - sama ástćđa og veldur hafísauka vestur viđ Ameríku.

Líklegt má telja ađ vikiđ neikvćđa haldist nćstu mánuđi - ţađ tekur tíma fyrir sólina ađ vinna á ţví auk ţess sem ský gćtu hćglega flćkst fyrir. 

Ţađ er auđvitađ óţćgilegt fyrir okkur ađ svona mikil neikvćđ vik séu á ţessum stađ - enn frekar vćru ţau nćr. En ţau hafa engin sérstök áhrif hér nema ađ til okkar berist loft frá ţeim - sömuleiđis ef ţau fćrđust nćr. 

Sumarsjávarhitaspá reiknimiđstöđvarinnar gerir ráđ fyrir ţví ađ vikin haldist á svipuđum slóđum - en spáir ţví reyndar ekki ađ vindur blási af ţeim til okkar.

Lítum á lofthitavikaspá fyrir júní, júlí og ágúst.

w-blogg110415b

Hita er spáđ undir međallagi fyrir sunnan land - og mest yfir ţví svćđi ţar sem sjávarhitavikin eru mest. En hér á landi er hita spáđ lítillega yfir međallagi (og er ţar ekki miđađ viđ 1958 til 2002 heldur síđustu 15 ár eđa svo).

Og úrkomuspáin:

w-blogg110415c

Ljósguli liturinn yfir Suđvesturlandi segir ađ ţar séu ekki nema 30 prósent líkur á ađ úrkoma verđi yfir međallagi (almennt eru 50 prósent líkur á ţví). 

Og ţrýstivikin:

w-blogg110415d

Loftţrýstingi er spáđ yfir međallagi - mest fyrir suđvestan land - ţetta er ekki ávísun á lćgđagang. 

Nú skulum viđ hafa ţađ í huga ađ ţađ er afskaplega lítiđ ađ marka veđurspár marga mánuđi fram í tímann - en ţetta frá sömu reiknimiđstöđ og kortiđ mánađargamla sem gekk ljósum logum á netinu fyrir nokkrum dögum. 

Ritstjóri hungurdiska tekur enga afstöđu til spánna frekar en venjulega - en bendir á ađ neikvćđ hitavik langt suđvestur í hafi eru ekki endilega ávísun á rigningasumar - né sérstaka kulda hér á landi.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.8.): 80
 • Sl. sólarhring: 447
 • Sl. viku: 1719
 • Frá upphafi: 1952390

Annađ

 • Innlit í dag: 73
 • Innlit sl. viku: 1490
 • Gestir í dag: 70
 • IP-tölur í dag: 69

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband