Staða sjávarhitavika

Hér var síðast litið á sjávarhitavik í pistli 2.maí - þar er kort yfir meðalvik aprílmánaðar alls. Þann 11. apríl kom pistill um vikakort fyrir 9. apríl einan og sér. Rétt er að taka stöðuna aftur. Myndin sýnir greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar 22. maí. 

w-blogg230515a

Grænir litir sýna neikvæð vik, en gulir jákvæð. Miðað við 9. apríl virðist hafa hlýnað að tiltölu við Nýfundnaland - en neikvæða svæðið fyrir sunnan Ísland hefur breitt úr sér - bæði í átt til okkar - sem og austur að vestanverðum Bretlandseyjum. Á móti kemur að blái liturinn (neikvætt vik stærra en -2 stig) hefur nær alveg horfið. Hann þakti áður að minnsta kosti tvöfalt flatarmál Íslands. 

Neikvæða vikið við Austurland hefur heldur styrkst - hér verður ekki giskað á ástæður þess (auðvelt er að giska - en vandmeðfarnara að giska rétt). Töluverð hlýindi eru enn fyrir norðan land. Mjög stórt jákvætt vik er í Barentshafi (rétt utan við kortið). 

Vindur sem blæs til okkar frá neikvæðu vikunum verður líklega enn um sinn kaldari en venjulega (1 til 2 stig). Illmögulegt er að geta sér til um hvort sólinni tekst að útrýma neikvæðu vikunum í sumar - tilfinning telur það ólíklegt - svo kemur í ljós þegar hvessa fer í haust hvort kaldari sjór liggur í leyni rétt undir yfirborði.

Það má enn benda á að óvenjuþrálátir kaldir loftstraumar frá Kanada - tvo vetur í röð - bjuggu neikvæða sjávarhita vikið til - en ekki öfugt. 

Hér að neðan er annað kort - þar sem notaður er sami litakvarði og viðmiðunartímabil og á meðalvikakorti aprílmánaðar sem birtist í pistlinum 2. maí og áður var minnst á. 

w-ecm05_nat_msl_ci_sst-anom_2015052212_000

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting um hádegi föstudaginn 22. maí en litirnir vikin (og hafís). Á þessu korti sjást hlýindin í norðurhöfum betur en á því efra þar sem það nær aðeins lengra til norðurs og norðausturs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 897
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3287
  • Frá upphafi: 2426319

Annað

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2953
  • Gestir í dag: 780
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband