Illviðri kvöldsins

Það er fullsnemmt að fara að velta sér upp úr illviðrasamanburði - veðrinu er ekki lokið þegar þetta er skrifað (um miðnætti að kvöldi 30. nóvember). Lítum samt á einn metingsþáttanna. Það er þrýstimunur milli Reykjavíkur og Stykkishólms. Hann mælir þrýstivind af vestri ágætlega. Suðvestanáttina síður - þar notum við frekar Gufuskála og Reykjavík.

Myndin sýnir klippu úr greiningarkorti Veðurstofunnar kl. 21 (30. nóvember 2014).

w-blogg011214a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar. Við notum hér gamla hjálparreglu veðurfræðinga til að áætla þrýstivindinn. Við teljum fjölda þrýstilína í einni breiddargráðu og fáum út vindhraða í tugum hnúta. Þrýstingur i Reykjavík er 973,7 hPa og 963,9 í Stykkishólmi, munurinn er 9,8 hPa. Munur á milli Keflavíkurflugvallar og Stykkishólms er 11,7 hPa.

Rauða línan á kortinu sýnir lengd eins breiddarstigs og við talningu kemur í ljós að hún spannar 11 þrýstilínur. Það þýðir að þrýstivindurinn er 110 hnútar eða um 55 m/s. Þá tölu notar maður til að áætla mestu vindhviður. Síðan margfaldar maður 55 m/s með 0,7 (70%) til að fá hámarksvind yfir sjó. Útkoman er um 38 m/s. Það er kannski vel í lagt í þessu tilviki því ekki hefur verið reiknað með sveigju þrýstisviðsins. Mesti vindur yfir landi er gjarnan talinn 50% af reiknuðum þrýstivindi. Í þessu tilviki væri hann þá um 28 m/s.

Þetta eru ekkert fráleitar tölur. Vindhraði á Keflavíkurflugvelli fór upp í 29,6 m/s (10-mínútna meðaltal) og mesta hviða í 38 m/s. Á Garðskagavita fór vindur mest í 29,2 m/s og mesta hviða í 39,7 m/s. Enn meiri vindur mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og vindur hefur þegar þetta er skrifað mælst yfir 30 m/s á slatta af fjalla- og heiðastöðvum. - Meir um það síðar. 

En hversu óvenjulegt er þetta? Vestanáttarveður af þessu tagi hafa ekki verið mjög áberandi síðustu árin. Undantekning eru þó veður sem gerði í apríl 2011 og ollu drjúgmiklu tjóni. Hungurdiskar fjölluðu sérstaklega um eitt þeirra í pistli 10. apríl 2011. Þar kemur fram að áætlaður þrýstivindur var 60 m/s (aðeins meiri en nú). Vindur var þá af suðvestri eða jafnvel suðri og þrýstimunur Stykkishólms og Reykjavíkur minni en nú (var hins vegar 14,2 hPa á milli Reykjavíkur og Gufuskála - en það er lengra).

Veðrið nú er að mörgu leyti sambærilegt við 10. apríl 2011.

Auðvelt er að búa til lista yfir mesta þrýstimun Stykkishólms og Reykjavíkur allt aftur til 1949 (að vísu vantar samanburð að næturlagi hluta tímabilsins). Listinn yfir mesta þrýstimuninn er svona:

röðármándagurklstSth      Rvkmism (hPa)
119912315958,5976,818,3
2198121624950,4965,815,4
3195421615957,5972,314,8
419763324966,4981,114,7
51953111612949,396313,7
61971313977,6990,913,3
719531113972,5985,412,9
81979112021975,6988,312,7
819903191000,51013,212,7

Veðurnörd kannast vel við fyrstu 2 sætin, ekkert veður hefur valdið meira foktjóni hér á landi heldur en febrúarveðrið 1991. Veðrið 1981 er kennt við Engihjalla í Kópavogi, vindhraði (10-mín meðaltal) hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík en þá. Gríðarlegt tjón var í því veðri. Hin veðrin eru ekki jafnþekkt - helst að einhverjir muni nóvemberveðrið 1953 sem kennt er við bátinn Eddu sem fórst þá á Grundarfirði. 

Í viðhengi geta nördin lesið lista yfir mesta þrýstimun (vestanátt) Reykjavíkur og Stykkishólms hvers árs 1949 til 2014. Þar kemur fram að munur kvöldsins í kvöld er sá mesti síðan 24. apríl 2011 (annað veður en það sem vísað var í í sama mánuði 2011).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1493
  • Frá upphafi: 2348738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband