Illviđri kvöldsins

Ţađ er fullsnemmt ađ fara ađ velta sér upp úr illviđrasamanburđi - veđrinu er ekki lokiđ ţegar ţetta er skrifađ (um miđnćtti ađ kvöldi 30. nóvember). Lítum samt á einn metingsţáttanna. Ţađ er ţrýstimunur milli Reykjavíkur og Stykkishólms. Hann mćlir ţrýstivind af vestri ágćtlega. Suđvestanáttina síđur - ţar notum viđ frekar Gufuskála og Reykjavík.

Myndin sýnir klippu úr greiningarkorti Veđurstofunnar kl. 21 (30. nóvember 2014).

w-blogg011214a

Jafnţrýstilínur eru heildregnar. Viđ notum hér gamla hjálparreglu veđurfrćđinga til ađ áćtla ţrýstivindinn. Viđ teljum fjölda ţrýstilína í einni breiddargráđu og fáum út vindhrađa í tugum hnúta. Ţrýstingur i Reykjavík er 973,7 hPa og 963,9 í Stykkishólmi, munurinn er 9,8 hPa. Munur á milli Keflavíkurflugvallar og Stykkishólms er 11,7 hPa.

Rauđa línan á kortinu sýnir lengd eins breiddarstigs og viđ talningu kemur í ljós ađ hún spannar 11 ţrýstilínur. Ţađ ţýđir ađ ţrýstivindurinn er 110 hnútar eđa um 55 m/s. Ţá tölu notar mađur til ađ áćtla mestu vindhviđur. Síđan margfaldar mađur 55 m/s međ 0,7 (70%) til ađ fá hámarksvind yfir sjó. Útkoman er um 38 m/s. Ţađ er kannski vel í lagt í ţessu tilviki ţví ekki hefur veriđ reiknađ međ sveigju ţrýstisviđsins. Mesti vindur yfir landi er gjarnan talinn 50% af reiknuđum ţrýstivindi. Í ţessu tilviki vćri hann ţá um 28 m/s.

Ţetta eru ekkert fráleitar tölur. Vindhrađi á Keflavíkurflugvelli fór upp í 29,6 m/s (10-mínútna međaltal) og mesta hviđa í 38 m/s. Á Garđskagavita fór vindur mest í 29,2 m/s og mesta hviđa í 39,7 m/s. Enn meiri vindur mćldist á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum og vindur hefur ţegar ţetta er skrifađ mćlst yfir 30 m/s á slatta af fjalla- og heiđastöđvum. - Meir um ţađ síđar. 

En hversu óvenjulegt er ţetta? Vestanáttarveđur af ţessu tagi hafa ekki veriđ mjög áberandi síđustu árin. Undantekning eru ţó veđur sem gerđi í apríl 2011 og ollu drjúgmiklu tjóni. Hungurdiskar fjölluđu sérstaklega um eitt ţeirra í pistli 10. apríl 2011. Ţar kemur fram ađ áćtlađur ţrýstivindur var 60 m/s (ađeins meiri en nú). Vindur var ţá af suđvestri eđa jafnvel suđri og ţrýstimunur Stykkishólms og Reykjavíkur minni en nú (var hins vegar 14,2 hPa á milli Reykjavíkur og Gufuskála - en ţađ er lengra).

Veđriđ nú er ađ mörgu leyti sambćrilegt viđ 10. apríl 2011.

Auđvelt er ađ búa til lista yfir mesta ţrýstimun Stykkishólms og Reykjavíkur allt aftur til 1949 (ađ vísu vantar samanburđ ađ nćturlagi hluta tímabilsins). Listinn yfir mesta ţrýstimuninn er svona:

röđármándagurklstSth      Rvkmism (hPa)
119912315958,5976,818,3
2198121624950,4965,815,4
3195421615957,5972,314,8
419763324966,4981,114,7
51953111612949,396313,7
61971313977,6990,913,3
719531113972,5985,412,9
81979112021975,6988,312,7
819903191000,51013,212,7

Veđurnörd kannast vel viđ fyrstu 2 sćtin, ekkert veđur hefur valdiđ meira foktjóni hér á landi heldur en febrúarveđriđ 1991. Veđriđ 1981 er kennt viđ Engihjalla í Kópavogi, vindhrađi (10-mín međaltal) hefur aldrei mćlst meiri í Reykjavík en ţá. Gríđarlegt tjón var í ţví veđri. Hin veđrin eru ekki jafnţekkt - helst ađ einhverjir muni nóvemberveđriđ 1953 sem kennt er viđ bátinn Eddu sem fórst ţá á Grundarfirđi. 

Í viđhengi geta nördin lesiđ lista yfir mesta ţrýstimun (vestanátt) Reykjavíkur og Stykkishólms hvers árs 1949 til 2014. Ţar kemur fram ađ munur kvöldsins í kvöld er sá mesti síđan 24. apríl 2011 (annađ veđur en ţađ sem vísađ var í í sama mánuđi 2011).


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg191119b
 • w-blogg191119a
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.11.): 258
 • Sl. sólarhring: 322
 • Sl. viku: 2181
 • Frá upphafi: 1852490

Annađ

 • Innlit í dag: 234
 • Innlit sl. viku: 1850
 • Gestir í dag: 222
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband