2.6.2014 | 19:41
Íslandssöguslef 2
Náttúrufræðingurinn mikli, Þorvaldur Thoroddsen, hélt því fram að veðurfar hefði lítið breyst frá landnámi, harðinda- og gnægtaár hefðu að vísu gengið yfir en á svipaðan hátt allan tímann. Seint á ritferlinum viðurkenndi hann með semingi að 19. öldin hefði verið ívið skárri en aldirnar tvær næstar á undan. Þegar hlýindahrinan mikla skall á - um það bil sem Þorvaldur féll frá fóru jöklar að hörfa, hríðum fækkaði og hafís var nærri því úr sögunni, skiptu fræðingar um skoðun og fram var sett grófgert línurit hitabreytinga frá landnámi.
Hún sýndi mikil hlýindi á þjóðveldisöld og svo aftur þegar frelsi var fengið - en sífelld harðindi og hörmungar þar á milli. Í greinum sem Jón Eyþórsson veðurfræðingur skrifaði á þriðja áratugi aldarinnar var hann mjög á línu Þorvaldar - ásamt landkönnuðinum Fritjof Nansen - vildu báðir tengja velmegun þjóðanna, fyrr á tímum sem og nú, þjóðfélaginu en ekki einhverjum tilviljanakenndum veðurfarsbreytingum. Jón áttaði sig fljótt á jöklabreytingunum og hlýindunum ástæðu þeirra, en í síðustu pistlunum sem hann skrifaði í tímaritið Veðrið árið 1965 fjallaði hann um milda og hlýja vetur fyrri tíðar - það var oft harla gott veður á hörmungaskeiðinu.
Harðindamenn fengu síðan á silfurfati að utan hina dægilegu hugmynd um litla ísöld - sem reyndar enginn veit hvenær byrjaði og hvenær endaði - og breski veðurfarsfræðingurinn Hubert Lamb bjó til eitthvað sem kallað er miðaldahlýskeið - þótt enginn viti heldur um upphaf þess eða lok. Þessir tveir tímabilaleppar virtust falla vel að hugmyndum um þjóðveldishlýindi, niðurlægingarkulda og að lokum endurreisnarhlýindi. Bæði litlaísöld og miðaldahlýskeiðið hafa verið þrálát í skrifum en eru ekki eins fastnegld og flestir halda. Þannig hefur lokst nærri því tekist (en bara nærri því) að höggva miðaldahlýskeiðið í spað - með því að breyta nafninu í miðaldavik sem ekki er jafn gildishlaðið og upprunanlegi nafnbleðillinn.
Hlýnunin sem varð á árunum 1920 til 1930 og kólnunin snögga um miðjan sjöunda áratuginn ollu því að menn töldu meiri ástæðu en áður til að leggjast aftur í þær rituðu heimildir sem Þorvaldur Thoroddsen hafði verið hvað duglegastur við að draga saman, en sömuleiðis var byrjað á því að ráða í náttúruna sjálfa. Þá var búið til frjókornatímatal nútíma þar á meðal var leitað svara við spurninguna um útbreiðslu kornræktar á Íslandi fyrr á öldum, landnýtingar- og uppblástursaga var tengd og tímasett með rannsóknum á öskulögum og meira að segja var hugað að borunum í jökla landsins í leit að veðurfari fortíðar.
Á undanförnum 15 árum eða svo hafa gríðarmiklar rannsóknir farið fram á veðurfari fortíðar á Íslandi, greinarnar orðnar meira en hundrað og flestar þeirra bitastæðar. Grófgerð mynd er að verða til af veðurfari nútíma - frá lokum síðasta jökulskeiðs og þar með fylgja batnandi upplýsingar um veðurfar Íslands frá landnámi. Talsvert vantar þó upp á að sú mynd sé orðin skýr - sérstaklega er skortur á fullnægjandi skýringum á þeim breytingum sem veðurvitni segja frá. Sömuleiðis vantar sárlega samantektir á öllum rannsóknunum þótt e.t.v. sé byrjað að sjá í land í þeim efnum
Í bakgrunni allrar umræðu um veðurfar fortíðar er listi um orsakavalda:
Breytingar í virkni/útgeislun sólar (upplýsingar fara batnandi um sögu þeirra - en að minnsta kosti tvö alvarleg álitamál standa út af borðinu)
Breytingar á efnasamsetningu lofthjúpsins (sæmilega þekktar á íslandssögulegum tíma)
Breytingar á armengun (óljósari - og áhrif ekki nægilega fastnegld)
Breytingar á landnotkun/gróðurfari (þekking á þeim er batnandi - en hugmyndir um áhrif nokkuð misvísandi)
Eldgos (eldgosasagan er smám saman að verða heillegri - en deilt er um langtímaáhrif - og áhrif komi mörg stór í röð)
Tilviljanakenndur, innri breytileiki hringrásar lofthjúps og sjávar (vantar talsvert upp á þekkingu á orsökum og afleiðingum)
Staðbundnar breytingar á lóðréttum stöðugleika sjávar (athyglisverðar hugmyndir uppi en saga stöðugleikans lítt þekkt)
Breytingar á hitafari jarðar skila sér nær óhjákvæmilega í breytingum á snjóhulu og hafísþekju. Fleira (áðurnefndur lóðréttur stöðugleiki sem og breytileg vindáttartíðni á norðurslóðum) kemur við sögu hafíssins, en breytingar á endurskinshlutfalli jarðar skila sér aftur í auknum hita eða kólnandi veðurlagi - eftir því sem við á.
Fleira kemur við sögu veðurfarsbreytinga
Breytingar á brautarþáttum jarðar (hafa varla áhrif nema á þúsundáratímakvarða sjá gamlan hungurdiskapistil og viðhengi hans)
Halastjörnuárekstrar og þannig nokkuð - algjörlega tilviljanakennt - en einhverjir eru samt alltaf aðð nefna þá (einnig í gömlum hungurdiskapistli)
Landrek og afstaða meginlanda og hafs, hálendis og láglendis - engin áhrif á tímakvarða Íslandssögunnar (líka nefnt í gömlum pistli)
Meira síðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 24.4.2014 kl. 23:19 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 112
- Sl. sólarhring: 329
- Sl. viku: 1907
- Frá upphafi: 2412927
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 1701
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti !
Ég vil lýsa ánægju minni með það að sjá þína fróðlegu pistla á nýjan leik.
Ég er dyggur lesandi, þó skilningur minn sé ekki alltaf upp á marga fiska.
Kveðja, Þórhallur Pálsson (MA 1972)
Þórhallur Pálsson, 2.6.2014 kl. 23:03
nokkuð mikið af upplýsingar á eitni síðu. en einhver regla er til staðar í óreiðuni. og hana hlítur að vera hægt að fynna skilst að el nino virðist koma á reglulegu millibili hann á að vera svokallaður dauður sjór siðan á að vera til annað veður afbrigð el eithvað hann á að vera lifandi að mér skilst. svo það er kanski til regla. svo menn taka dæmi um hagafelsjökulí í langjökli þegar jökullin hopaði breitist mikið í nágreninu ár hurfu uppsprettur gufuðu upp og uppfok hófst þegar til þess að gera lítil breitíng á umhverfi breitir nær umhverfi sínu á varla meiri tíma en mansaldur. gétur maður ímundað sér hvað mun gerast þegar eyjar í lígt og hluti assoreyjar hrinja í hafið og valda flóðum í ameríku það er að minstakosti keníng eins skilst mér að það hafi verið eldsumbrot við eina eyna fyrir skömu . þó afleiðíngar svoleiðis hamfara komi ekki altaf strax fram. en senilegas finnur jörðinn eihverja leið til að aflúsa sig. á einhvern hátt losaði hún sig við risaeðlurnar. veðuratuganir og skráníng er lykkillin að því að skilja hvernig jörðinn vinur en ekki minni manna sem er skamvint.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.