Loftsteina- og halastjörnuárekstrar

Ţađ sem gerist á jörđinni hefur ekki áhrif á sólina, ţess vegna er hún ađ sjálfsögđu talin í hópi ytri mótunarţátta veđurfars. Plánetur sólkerfisins hafa áhrif á braut jarđarinnar og breytingar á henni eru ţví einnig taldar til ytri mótunarţátta. Fjallađ var um brautarţćttina í fyrra bloggi. Hér var ćtlunin ađ fjalla um á ţriđja utanađkomandi mótunarţáttinn, loftsteina- og halastjörnuárekstra, en pistillinn endar á öđrum nótum.

Ţegar gripiđ var til loftsteins sem skýringar á skyndidauđa risaeđlustofna og margra fleiri dýrategunda á mótum Miđlífs- og Nýlífsaldar greip um sig rótgróin varnarstađa ţeirra sem vilja helst ekki heyra loftsteina nefnda. Ţegar ég var í háskóla voru ţessi miklu jarđsöguskeiđ yfirleitt tengd veđurfarsbreytingum og jafnframt ađ ţau hefđu tekiđ milljónir ára. En á síđari árum hefur sú skođun  ofan á ađ árekstur jarđar viđ loftstein hafi valdiđ gríđarlegum hamförum um alla jörđ. Ţykkur mökkur hafi byrgt fyrir sólarljósiđ um nokkurra mánađa skeiđ og dregiđ svo mjög úr ljóstillífun ađ plötur hafi sölnađ og dýr ţví nćst orđiđ hungurmorđa.

Fjölmargar rannsóknir styđja hugmyndina en hún hefur ţó ekki náđ núverandi fylgi nema vegna ţess ađ sífellt er veriđ ađ reyna ađ skjóta hana niđur. Nú hefur álitiđ breyst í ţá veru ađ sífellt er gripiđ til loftsteina- og halastjörnuárekstra ţegar á ađ skýra einhverjar órćđar og fornar náttúrufarsbreytingar. Ljóst ţykir ađ minni árekstar hafi orđiđ öđru hverju síđan. Sveiflumenn hafa jafnvel blómstrađ međ köflum, en satt best ađ segja eru rök ţeirra oftast rýr í rođinu ţótt skýringarnar séu skemmtilegar. Menn geta t.d. flett upp dauđastjörnunni svonefndu, Nemesis, á netinu, stjörnuaumingja á útheiđum sólkerfisins sem á ađ senda okkur halastjörnudrífur međ reglulegu millibili. Ég held ađ hugmyndin sé dauđ, en hún gengur sjálfsagt aftur í öđru gervi síđarmeir. Nemesis er ţó alvöru hugmynd sem hćgt er ađ rćđa.

Ţótt atburđir sem ţessir hafi gríđarleg áhrif á lífríkiđ og ţróun tegundanna er vafasamt ađ ţeir hafi haft bein áhrif á veđurlag til lengri tíma. Loftsteinar (fullhógvćrt nafn fyrir ţá stćrri) geta hvađ veđurlag varđar ađeins haft áhrif á ţann hátt ađ ţeyta upp ryki sem getur haldist í háloftum í nokkur ár. Ekkert sérstakt ósamkomulag er um ađ veđurlag einstakra ára eđa áratuga gćti af ţessum sökum fariđ illa úr skorđum sé loftsteinninn (eđa halastjörnukjarninn) nógu stór.

Halastjörnur, ryk og vatn ţeim samfara hafa gefiđ svigrúm til vangaveltna sem hafa veriđ ţrálátar sem skýring á veđurfarssveiflum allt frá árum upp í milljarđa ár. Hér er ekki vettvangur til ađ rekja ţau mál en rétt er ađ benda lesendum á ađ langmest sem skrifađ hefur veriđ um halastjörnur og veđurlag telst fremur til afţreyingarbókmennta en veđurfrćđi.

Ég gćti hér rakiđ langan hala ţeirra bókmennta en hef vart ţrek til ađ gera ţađ. Vegna ţess ađ svo margt af ţessu hefur skemmt mér svo vel í gegnum tíđina verđ ég eiginlega ađ nefna nokkur dćmi án ţess ađ fara út í nánari sálma. Netiđ er óskaplega góđur akur vísinda (sjáiđ t.d. hvar.is) en jađarvísindi og óvísindi spretta jafnvel enn betur.

Skemmtilegustu bćkurnar eru reyndar gamlar. Fyrsta yfirlitsrit Martin Gardners um bullvísindi: Fads and Fallacies in the name of Sciencevar síđast ţegar ég vissi enn fáanleg ţótt hún sé yfir 50 ára gömul. Ţar koma eldri veđurfars- og halastjörnuhugmyndir nokkuđ viđ sögu - m.a. kenningar Hörbingers hins ţýska um ísaldir - ótrúlegt ađ nasistar skyldu taka ţćr alvarlega - en ţeir tóku reyndar ýmislegt mun verra alvarlega. Gardner fjallar einnig um sígildar kenningar Immanuel Velikovski um áhrif ja - ţiđ verđiđ bara ađ lesa ţetta.

Fyrsta bók Velikovski, Worlds in Collisionkom út um 1950 og viđ lá ađ útgáfufyrirtćkiđ Doubleday vćri sett út af vísindasakramentinu og ţegar ég var í háskóla ţurftu vísindamenn enn ađ berjast viđ Velikovski, trúađir voru svo sannfćrđir um réttmćti ţess sem hann skrifađi. Velikovski var sálfrćđingur ađ mennt (ţeir voru margir góđir, m.a. lofttegundarfrćđingurinn Reich) og hélt ţví fram í alvöru ađ vísindaheimurinn og vísindamenn hefđu ekki sálarstyrk til ađ rćđa um kenningar hans, hvort síđasta bók hans hét Mankind in Amnesia (Minnislaust mannkyn) eđa eitthvađ ţannig. En endilega lesiđ bćkur hans, sérstaklega ţá fyrstu, hún er alltaf fáanleg. En varist ađ trúa einu orđi, ţetta eru vísindavillubókmenntir af slćgustu gerđ.

Síđan Velikovski leiđ hefur veriđ erfitt fyrir vísindamenn ađ nefna árekstra í sólkerfinu án ţess ađ án ţess ađ ţeir verđi samstundis veriđ úthrópađir villutrúarmenn. Ég held ađ andstađan viđ risaeđlusteininn hafi á sínum tíma ađ hluta til veriđ andstađa gegn Velikovsky.

Síđari spámenn sem hafa dottiđ út af sakramentinu vegna ţess sem talin er vćg Velikovskivilla eru írskir. Bćkurnar Exodus to Arthur og Cosmic Wintereru ţar framarlega í flokki villubókmennta. Sannfćrandi? Já, ađ vissu marki. Cosmic Winter er ţó nćrri ţví í lagi, ađalhöfundur (Clube) er halastjörnufrćđingur og höfundur frćđibókar um ţćr. Höfundur hinnar bókarinnar var virtur trjáhringjafrćđingur - ég veit ekki hversu alvarleg bannfćring hans er - en bókin er ótrúleg aflestrar.

Nćr raunverulegri vísindadeilu er bók sem ber nafniđ The Big Splashog segir frá kenningu um ađ allt vatn á jörđu sé upprunniđ í halastjörnum, hvernig ţá? Jú, 42 ţúsund dverghalastjörnur kvu rekast á jörđina á hverjum degi, ein fannst. Deilan um ţetta var í alvöru og átti sér stađ árum saman á síđum virđulegra tímarita Bandaríska jarđeđlisfrćđifélagsins. Ég hef lítiđ af ţessu frétt í 15 ár eđa svo, en ég held ađ hugmyndin sé enn ekki alveg dauđ. Biblíulegar tilvitnanir komu ekkiviđ sögu eins og í bókunum sem minnst var á ađ ofan. Slíkar tilvitnanir eru yfirleitt illa séđar í vísindaritum - nema sem spakmćli.

Nú verđ ég ađ fara ađ sofa. Ég kem á morgun eđa nćstu daga međ almennilegan lista yfir bćkurnar sem ég hef minnst á hér ađ ofan - og ef til vill fleiri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góđan dag Trausti.

Takk fyrir áhugaverđan pistil.

Vilji einhver skođa áhrif áreksturs jarđar viđ loftstein eđa smástirni, ţá er kjöriđ ađ heimsćkja vefsíđu Purdue University. Ţađ ţarf ţó ađ bíđa í allnokkra stund međan forritiđ er ađ hlađast inn. Síđan er bara ađ prófa mismunandi stćrđir loftsteina og skođa áhrifin:
http://www.purdue.edu/impactearth

Fleiri vefsíđur:
http://neo.jpl.nasa.gov/
http://neo.jpl.nasa.gov/neo/Natural_Impact_After_Action_Report.pdf

Ágúst H Bjarnason, 13.11.2010 kl. 06:56

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég held međ Velikovski. Og hvers kyns almennilegri villutrú!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.11.2010 kl. 12:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 185
 • Sl. sólarhring: 422
 • Sl. viku: 1875
 • Frá upphafi: 2355947

Annađ

 • Innlit í dag: 171
 • Innlit sl. viku: 1745
 • Gestir í dag: 169
 • IP-tölur í dag: 165

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband