Landreksvirkni og veđurfar (söguslef 16)

Pistlar ţeir sem birtast hér undir samheitinu söguslef eru nördatextar - en vonandi er samt ađ fleiri geti eitthvađ af ţeim lćrt. Lítum fyrst á eitthvađ sem ég kalla safnferil hćđar yfirborđs jarđar. Myndin er óróleg og ekki auđlesanleg, en hćgt er ađ stćkka mun betra eintak af henni sem ég legg međ sem pdf-skjal í viđhengi.

w-blogg240311-2

Hvađ sýnir myndin? Lárétti kvarđinn sýnir prósentur, 100 prósent eru hér allt yfirborđ jarđar. Lóđrétti kvarđinn sýnir kílómetra og hćkkar til beggja átta frá núlli. Ţar er blá lína sem táknar sjávarmál. Neđan viđ hana er ţví meira sjávardýpi eftir ţví sem neđar kemur á kvarđanum, en ofan línunnar er hćđ yfir sjó. Ađeins 29% jarđaryfirborđs er ofan sjávarmáls.

Mestur hluti rauđa ferilsins er frekar flatur. Tveir flatir bútar skera sig úr, annar ţeirra er rétt yfir sjávarmáli, en einnig er langur bútur á 3 til 5 km dýpi í sjónum. Ţessi hluti tekur yfir nćrri 50% yfirborđs jarđar. Já, um nćrri yfirborđs jarđar er á 3 til 5 kílómetra dýpi í höfunum. Meginhluti af ţurrlendis er nćrri sjávarmáli og dágóđur hluti á grunnsćvi, ţví sem kallađ er landgrunn.

Flatneskja ferilsins nćrri sjávarmáli ţýđir ađ tiltölulegar litlar breytingar á sjávarborđi raska hlutfalli ţurrlendis og sjávar meira en halda mćtti í fljótu bragđi. Á kuldaskeiđum ísaldar bindast um 50 milljón rúmkílómetrar af vatni í jöklum umfram ţađ sem nú er og stór svćđi á landgrunnum „rísa“ úr sć. Ef allur sá ís sem nú er bundinn í jöklum myndi bráđna (stendur ekki til á nćstunni) gengi sjór langt upp á land miđađ viđ ţađ sem nú er. Um nákvćmlega ţetta eru ágćtir pistlar á loftslag.is - leitiđ ţar.

Landrekskenningin er nú orđin allraeign hér á landi, svo mjög tengist hún allri umrćđu um eldvirkni og jarđskjálfta. Allt frá ţví ađ hún hlaut viđurkenningu fyrir nćrri 50 árum hefur hún veriđ notuđ til skýringa á veđurfarsbreytingum til langs tíma.

Skipan meginlanda hefur mjög mikil áhrif á veđurlag. Ef meginlönd eru mörg, en smá, eru líkur á ţví ađ úthafsloftslag ríki í heiminum og árstíđasveiflan sé ţví mun minni en ella (sjáiđ bara suđurhvel í dag). Frost er ţá minna á vetrum og hitar minni á sumrin. Mest munar ţó um minni snjó og ís en ţeir brćđur hafa áhrif á endurskinshlutfall jarđar og ţar međ á heildarorkubúskapinn. Eitt risastórt meginland eykur árstíđasveifluna og frost getur ţá gert á vetrum á láglendi allt suđur fyrir hvarfbaug en sumur ţar verđa ógnarheit.

Ţađ skiptir einnig miklu máli hvar meginlöndin eru. Sé sjór á báđum pólunum minnka líkur á hafísmyndun á ţeim slóđum. Hafísinn getur veriđ ţrálátur ef hann á annađ borđ myndast en hafi hann ekkert meginland ađ styđjast viđ dreifist hann meira en ella (sjáiđ hina gríđarlegu árstíđasveiflu ísmagns í suđurhöfum nú á dögum). Séu mikil meginlönd undir niđurstreymislegg Hadley-hringsins verđa eyđimerkur stórar og afdrifaríkar. Séu ţar grunn úthöf er uppgufun mikil og mikiđ verđur til af söltum sjó sem getur haft mikil áhrif á djúpsjávarhringrás í heimshöfunum.

Styrkur monsúnvinda, sem rćđur beint og óbeint veđurfari og úrkomu á stórum svćđum, rćđst mjög af legu meginlandanna og ásýnd Walker-hringsins rćđst algjörlega af legu ţeirra.

Landrekssagan er nú talin allvel ţekkt 300 – 500 milljón ár aftur í tímann.

w-blogg240311-3

Landgrunnsbrúnir eru víđast hvar brattar. Úthöfin sitja í risastórum djúpum skálum. Nú er ástandiđ ţannig ađ rúmmál skálanna nćgir ekki alveg fyrir höfin og ţau ganga víđast hvar heldur upp á landgrunnssvćđin. Heildarrúmmál djúphafsskálanna hefur ţví áhrif á útbreiđslu sjávar.  

Landreksvirknin rćđur rúmmálinu og virđist hafa veriđ mismikil frá einum tíma til annars. Myndin reynir ađ sýna ţetta. Sjávarborđiđ (efri brún bláu flatanna) gengur mishátt upp á meginlöndin. Efsti hluti myndarinnar (a) á ađ sýna fyrirferđamikinn úthafshrygg, viđ rauđu örvarnar á myndinni. Ný skorpa myndast í hryggjum sem flestir eru í úthöfunum. Ţví virkari og fleiri sem hryggir eru ţví minna er rúmmál djúpsjávarskálanna og sjór gengur ţá víđar upp á landgrunnin. Minni rekvirkni fylgja lćgri úthafshryggir og ţar međ verđur meira rúm fyrir vatniđ og sjávarstađa viđ strendur meginlandanna lćkkar (b).

Stćrri höfum fylgir ađ öđru óbreyttu meira úthafsloftslag heldur en ţegar skálarnar eru djúpar og flatarmál hafyfirborđsins minna. En landrekiđ er sífellt ađ endurnýja sjávarbotninn og ţví er erfitt ađ segja til um hvernig dreifingu neđansjávarhryggja hefur veriđ háttađ fyrir meira en 100 til 150 milljón árum. Elsti djúpsjávarbotn sem vitađ er um er nú í vestanverđu Kyrrahafi, Hann talinn vera frá Júraskeiđi á Miđlífsöld.

Ef landreksvirknin hćtti myndi úrkomuveđrun smám saman fletja meginlöndin út og ţá hćkkar sjávarborđ - gráu blettirnir í sjávardýpinu á c- hluta myndarinnar fylla í dćldir í sjávarbotninum og ţá verđur minna rými í skálunum stóru sem nú geyma úthöfin. 

Landreksvirknin hefur einnig áhrif á myndun fjallgarđa og hinir stćrstu ţeirra skipta miklu um hringrás lofthjúpsins. Ţađ skiptir líka miklu hvar fjallgarđarnir eru. Áhrifamestir eru ţeir sem liggja til norđurs og suđurs í vestanvindabeltinu. Ţeir hafa ţá áhrif á meginbylgjurnar og raska ţar međ flutningsleiđum orku í kerfinu.

Fjallgarđar sem liggja frá austri til vesturs hafa einnig veruleg áhrif en sennilega meira „stađbundiđ”.  Mjög stórar hásléttur eins og Tíbet nú hafa veruleg áhrif bćđi á vestanvindabeltiđ og á monsúnhringrásina. Til viđbótar viđ ţetta hefur landrekiđ mikil (en seinleg) áhrif á kolefnisbúskap lofthjúpsins. Auđvitađ hefur landaskipan einnig áhrif á hringrás sjávar og sjávarstrauma.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 35
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 526
  • Frá upphafi: 2343288

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 478
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband