11.2.2014 | 01:05
Enn sama
Á morgun (þriðjudaginn 11. febrúar) fer enn ein uppgjafalægðin til norðurs fyrir vestan Skotland og síðan til norðvesturs og vesturs fyrir sunnan land á miðvikudag og fimmtudag. Um leið herðir heldur á vindi, sérstaklega um landið norðvestanvert. Kalda loftið við Norðaustur-Grænland heldur á móti hlýrra lofti úr austri og suðaustri. En þetta er samt enginn kuldi.
Við lítum á 925 hPa-spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 12 á hádegi á miðvikudag.
Jafnhæðarlinur eru heildregnar á 20 metra bili. Það er 380 metra línan sem liggur næst Reykjavík. Í þeirri hæð er þrýstingur 925 hPa. Litir sýna hita í fletinum - kvarðinn til hægri batnar mjög sé myndin stækkuð. Frostlaust er í 925 hPa yfir Suðvesturlandi.
Hefðbundnar vindörvar sýna vindstefnu og vindhraða. Mikill strengur er á milli Vestfjarða og Grænlands og nær inn á Vestfirði og að því er virðist suður á Breiðafjörð og austur með Norðurlandi. Annars er vindur skaplegur.
Við tökum ekki mark á hita yfir Grænlandi sjálfu, en rétt norðan við Scoresbysund er kalt loft, frostið þar er meira en -12 stig. Það telst reyndar ekki kalt á þessum árstíma og enn er langt í mjög kalt loft. En hitabrattinn í Grænlandssundi er drjúgur og býr til mikinn vind.
Hugsanlegt er að norðaustanáttin gangi niður á aðfaranótt laugardags eða á laugardaginn og þá gæti hiti dottið niður um hríð. Annars er það eins og alltaf er: Þar sem léttir til og lægir kólnar hratt inn til landsins sé blöndun að ofan hæg eða lítil.
Þess má geta að hiti hefur það sem af er mánuðinum verið 2,6 stigum ofan við meðallag síðustu tíu ára í Reykjavík, en 3,1 ofan við á Akureyri. Vikin eru aðeins minni við Breiðafjörð og á Vestfjörðum.
Þriðjudagurinn 10. var fyrsti dagur mánaðarins með landsmeðalhita í byggð undir frostmarki. Ekki hefur enn frosið í Vattarnesi það sem af er ári.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 39
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 1720
- Frá upphafi: 2452597
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1588
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Trausti er allur í metingnum að venju og bendir hér glaður á að hiti það sem af er mánuðinum hefur verið 2,6 stigum ofan við meðallag síðustu tíu ára í Reykjavík og að dagurinn í gær, 10. febrúar, hafi verið fyrsti dagur mánaðarins með landsmeðalhita í byggð undir frostmarki.
Í fyrra upplýsti hann okkur um að fyrstu sex vikur ársins það árið hafi verið fimmta hlýjasta byrjun ársins síðan mælingar hófust og meðaltalshiti hafi verið 1,9 gráður.
Þessi hiti svo entist út allan febrúarmánuð sem reyndist vera í 2.-4. sæti þeirra hlýjustu. Í Reykjavík var meðalhitinn 3,9 stig sem setti hann í 3. sætið.
Tveir fyrstu mánuðirnir í fyrra voru þannig metmánuðir.
Aðeins byrjun árs 1964 var hlýrra (sem sé síðasta árið fyrir litlu ísöldina 1965-1995).
Við getum sem sé látið okkur hlakka til restinnar af árinu. Lesendur hér sunnanlands muna eflaust hvernig það var ...
Reyndar er frostatíð framundan þannig að þetta jan.-feb. met verður ekki slegið í ár, ef guð og allir góðir vættir lofa.
Torfi Kristján Stefánsson, 11.2.2014 kl. 11:47
Trausti er enn við sama heygarðshornið. Túlkun hans á hitamælafræðum er venju fremur traust, smbr. umsögn hans um nýliðið ár:
"Meðalhitinn í ár (2013) er 3,9 stig og er það 0,7 stigum ofan við meðaltalið 1961 til 1990. Þetta er átjánda árið í röð sem er ofan við þetta meðaltal. Ef trúa má reikningunum er það þó næstkaldast það sem af er 21. öldinni (ómarktækt hlýrra en árið 2005)." (http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1341548/)
Þetta lesist með vísindagleraugum: Árið 2013 er kaldasta árið á öldinni!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 12:37
Torfi og Hilmar: Þið eruð frekar vissir um kólnun er það ekki? Hvernig væri að þið mynduð nú henda niður einhverri tölu á blað varðandi hvernig þið teljið að hnattrænn hiti muni verða á þessu ári - sjá 2013 – enn eitt hlýtt ár og hnatthitaspámeistari ársins - lesið til enda og endilega komið með spá. Miðað við fullyrðingar ykkar þá verðið þið ekki í vandræðum með að koma með spádóm
Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2014 kl. 14:14
Hér er ekkert verið að fjalla um hnattræna hlýnun eða kólnun, heldur einfaldlega um hitafar hér á landi í janúar og það sem af er febrúar!
Þarftu endilega að vera að lesa þitt eigið áhugamál inn í allt sem skrifað er hér? Skárri er það nú þráhyggjan!
Torfi Kristján Stefánsson, 11.2.2014 kl. 16:29
Afsakaðu Torfi, ekki ætla ég að draga það í efa að þú hafir átt við staðbundinn hita í þessu tilfelli, biðst velvirðingar.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2014 kl. 16:36
... boðið stendur samt ef þú hefur áhuga.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2014 kl. 16:42
Eru einhver líkindi við Oct -feb 1929/30, 1961/61 og 2000/01 ?
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 22:07
Hólmsteinn. Það má kannski tala um líkindi 1929 til 1930 - en þó var annað bragð af þeim vetri - miklu meiri snjór og verri veður heldur en nú. Síðasttaldi veturinn var líka öðruvísi en nú nema hvað þá var mjög þurrt um landið vestanvert eins og nú. Hvort þú átt við 1960 til 1961 eða 1961 til 1962 veit ég ekki. En ég sé ekki líkindi í heild. - Veðrið endurtekur sig nærri því aldrei.
Trausti Jónsson, 12.2.2014 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.