Af fyrsta þriðjungi febrúar (rúmum)

Við skulum líta á stöðu mánaðarins á nokkrum veðurstöðvum.

ármándagafjmhitivikúrkúrkvikþrýstþrýstivik
20142112,512,1410,5-24,4978,5-25,4Reykjavík
20142111,431,431,3-28,7982,2-21,8Stykkishólmur
20142110,611,0770,344,3986,8-17,3Bolungarvík
20142111,212,6564,853,0984,2-21,4Akureyri
20142112,871,56101,860,4981,8-24,1Dalatangi
20142113,652,9696,963,3979,6-27,3Höfn í Hornafirði

Hér eru meðaltöl (og summa) fyrstu 11 dagana. Vikin eru miðuð við meðaltal sömu daga áranna 2004 til 2013. Hitavikin eru enn mikil, mest er hitavikið á Höfn í Hornafirði rétt tæp 3 stig, en minnst vestur í Bolungarvík, rúmt 1 stig. Líklega sígur hitinn nokkuð næstu daga - sérstaklega á laugardaginn. Um atburðarás eftir það eru spár mjög ósammála.

Úrkomunni er misskipt. Hún hefur mælst aðeins 1,3 mm í Stykkishólmi - samt varla ástæða til að fara í saumana á metum í bili. Í Bolungarvík er úrkoman hins vegar komin 44 mm fram úr meðallagi. Það er það mesta á sama tíma þau rétt tæp 20 ár sem þar hefur verið samfellt mælt. Úrkoman er einnig langt yfir meðallagi á Akureyri, Dalatanga og Höfn.

Loftþrýstingur er sérlega lágur, vikið er stærst á Höfn en minnst í Bolungarvík. Af tölunum má ráða að um 10 hPa aukanorðaustanátt hafi verið þessa 11 fyrstu daga - miðað við meðaltal áranna sem undir liggja 2004 til 2013.

Fyrir nokkrum dögum litum við á kort sem sýndi meðalloftþrýsting í janúar og vik frá meðaltalinu 1981 til 2010. Hér að neðan er ámóta kort sem sýnir meðalþrýsting og vik dagana 2. til 11. febrúar. Þeir sem bera vilja kortin saman sjá fljótt að janúarástandið hefur haldið áfram lítið breytt. Þó hefur jákvæða vikið norður í höfum heldur slaknað.

w-blogg120214a 

Jafnþrýstilínur eru heildregnar en vikin sýnd í lit. Vikið er mest rétt norðvestan við Írland, 35,9 hPa. Það er trúlega ekki fjarri allsherjarmeti á þeim slóðum - en næstu 10 daga á þrýstingur að hækka. Þrátt fyrir það heldur aukanorðaustanáttin á Íslandi áfram að nuða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 35
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1503
 • Frá upphafi: 2356108

Annað

 • Innlit í dag: 35
 • Innlit sl. viku: 1408
 • Gestir í dag: 35
 • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband