Raunverulegur og reiknađur snjór

Á Veđurstofunni er í gangi reikniverkefni. Háupplausnarveđurlíkan sem kallađ er harmonie reiknar spár án afláts rétt rúma tvo sólarhringa fram í tímann. Ađ mörgu er ađ hyggja ţegar slíkt er gert međ ađeins fárra kílómetra upplausn. Eitt af ţví sem nauđsynlegt er ađ vita er hvort landiđ er snćvi huliđ eđa ekki.

Í vetur hefur veriđ gerđ tilraun til ađ láta líkaniđ sjálft búa snjóhuluna til. Ţađ var núllstillt í haust međ snjólausu landi (utan jökla) og síđan hefur snjóađ og bráđnađ í líkaninu í allan vetur. Svo virđist sem talsvert vit sé í ţessari reiknuđu snjóhulu - en nú fara hlutirnir ađ verđa spennandi. Tekst líkaninu ađ brćđa allan vetrarsnjóinn á eđlilegan hátt á nćstu vikum og mánuđum? Ţađ er fyrirfram ekki víst.

En viđ skulum líta á snjóhuluna eins og líkaniđ segir hana verđa síđdegis á fimmtudag (9. maí). Viđ ţökkum harmoniehóp Veđurstofunnar fyrir útsjónasemina og gera tilraunina jafnframt sýnilega.

w-blogg090513a

Á brúnu svćđunum er snjólaust, en kvarđinn frá gráu yfir í hvítt táknar mismunandi magn snćvar. Á dekkstu svćđunum er sáralítill snjór -  en mikill á ţeim hvítu. Kvarđinn sýnir ekki snjódýptina heldur er magniđ tilfćrt sem vatnsgildi í kílóum á fermetra. Sýnist líkaninu ađ magniđ sé meira en 200 kg á fermetra er hvíti liturinn notađur. Tölur eru á stangli um kortiđ, misháar. Athuga ţarf ađ ţćr eru settar viđ hámörk í snjómagninu og eiga ţví flestar viđ um snjó á fjöllum og fjallatindum.

Sé kortiđ boriđ saman viđ gervihnattamyndir og snjóathuganir á veđurstöđvum virđist sem talsvert vit sé í kortinu. En eins og áđur sagđi skera nćstu vikur um ţađ hversu vel ţessi fyrsti vetur međ reiknuđum snjó kemur út.  

Athyglisvert er ađ líta á hćstu tölurnar (kortiđ batnar lítillega viđ stćkkun). Sú alhćsta er á Örćfajökli 8948. Tćp 9 tonn á fermetra af vetrarsnjó ţar. Mestöll úrkoma fellur ţar sem snjór á vetrum og talan ćtti ţví ađ samsvara úrkomumagni sem falliđ hefur frá ţví í september (um 8 mánuđir). Nćsthćst er talan á Mýrdalsjökli, 8554 kg á fermetra.

Ţađ er sérlega athyglisvert ađ snjómagniđ á Drangajökli er 5305 kg á fermetra, um 2000 kg meira heldur en á Langjökli og Hofsjökli. Hćsta talan á Tröllaskaga er 2491 kg á fermetra og á skaganum austan Eyjarfjarđar (nafnakeppnin stendur víst enn yfir) er hćsta gildiđ 2968 kg á fermetra. Talan á Snćfellsjökli er íviđ lćgri, en hafa verđur í huga ađ hann er ađeins lćgri í líkaninu heldur en í raunveruleikanum. Á Austurlandi eru Smjörfjöll sunnan Vopnafjarđar međ býsna háa tölu, 3622 kg á fermetra.

Rétt er ađ ítreka ađ háu tölurnar eiga viđ fjöll en ekki byggđir.

En líkaniđ heldur ekki ađeins utan um ákomu heldur líka bráđnun. Hér ađ neđan er reiknuđ 12 tíma bráđnun (og ákoma) á fimmtudag 9. maí.

w-blogg090513b 

Ţađ virđist hvergi eiga ađ bćta í snjó nema á smábletti á Mýrdalsjökli, ţar segir líkaniđ ađ 6 kg á fermetra eigi ađ bćtast viđ snjómagniđ. Bráđnunin er mjög mismikil, sjá má tölur á bilinu 10 til 12 kg á fermetra á allmörgum stöđum. Í innsveitum norđaustanlands eru gildi á bilinu 5 til 9 kg á fermetra nokkuđ algeng.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1636
  • Frá upphafi: 2350913

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband