Meinlaust aprílveđur

Ţetta meinlausa veđur í dag (laugardag) verđur víst ađ flokkast undir kulda. Hámarkshiti á landinu rétt skreiđ yfir 5 stig og lćgsta lágmarkiđ um -20 stig (á Brúarjökli). Á miđnćtti var -14 stiga frost á Grímsstöđum á Fjöllum og frost á láglendi um nánast allt land. Dćgursveifla var lítil um landiđ vestanvert í skýjuđu veđri og norđaustanlands dregur snjórinn úr dćgursveiflunni ţar sem hann liggur. En vindur er hćgur og veđriđ ţví meinlaust (ađ slepptri laumulegri hálku sem varast ber).

Spákort morgundagsins (sunnudags 7. apríl klukkan 18) er líka rólegt ađ sjá. Ţađ er fengiđ úr hirlam-líkani ţví sem danska veđurstofan rekur.

w-blogg070413

Mikiđ háţrýstisvćđi er í námunda viđ Ísland og norđur í höf en kröftug en ţó minnkandi lćgđ suđur af Grćnlandi. Enn er frekar svalt í Evrópu, snjókomu spáđ í Skotlandi og Írum ţykir kalt - írska veđurstofan varar viđ kulda í nótt. Ţýska veđurstofan er einnig í kuldagír. Ţegar nánar er ađ gáđ sjáum viđ -5 stiga jafnhitalínuna (blá strikalina) ţvćlast yfir Bretlandi og suđur á Ţýskaland.

Viđ sitjum viđ -10 línuna, hún er rétt norđan viđ land á kortinu. Ţetta breytist lítiđ á mánudaginn í námunda viđ okkur. Á ţriđjudaginn fćrist kuldinn í aukana og vindur vex, en ekki er enn hćgt ađ sjá hvort hćgt verđur ađ tala um hret. Orđiđ felur í sér eitthvađ meira heldur en hita rétt undir međallagi og hćgan vind. Páskarnir eru liđnir ţannig ađ ekki er hćgt ađ tala um páskahret - ćtli hrafnahret sé ţađ nćsta í langri röđ vorhretanafna?

Spár í dag (laugardag) eru heldur vćgari varđandi hretiđ heldur en var í gćr (sjá nćsta pistil á undan ţessum) - vonandi heldur sú ţróun áfram. En ţađ munar samt um 4 til 5 stiga kólnun frá ţví sem var í dag og öllu meiri vind.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Ég bíđ enn eftir ađ fá tölfrćđina frá ţér Trausti sem bađ um daginn.

Pálmi Freyr Óskarsson, 7.4.2013 kl. 01:45

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég er ekki í sambandi viđ gagnagrunn Veđurstofunnar nema í vinnunni - ţannig ađ ţú verđur ađ bíđa rólegur.

Trausti Jónsson, 7.4.2013 kl. 02:06

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Allt í góđu. Ég bíđ ţá bara sallarólegur enn lengur.

Pálmi Freyr Óskarsson, 7.4.2013 kl. 02:18

4 Smámynd: Ţórhallur Pálsson

Sćll Trausti!

Ég les pistla ţína reglulega međ mikilli ánćgju.

Sem fullkominn amatör tók ég mig til og bjó til línurit yfir mánađarmeđalhita á Egilsstöđum frá desember 2010 til mars nýliđins og bar saman viđ međaltalstölurnar. Allt frngiđ úr tíđarfarsyfirlitum Veđurstofunnar. Ţá kemur í ljós áberandi frávik sem endurtekur sig öll árin. Hlýinadakaflar síđvetrar međ allt ađ 4 gráđu fráviki.

En sem Hérađsbúi hef ég ekki getađ varist ţeirri tilfinningu ađ ţađ verđi ć sjaldgćfara hér um slóöir ađ ţađ komi veruleg hlýindi međ suđlćgum hér á sumrin. Ţá ég viđ röđ daga međ hita um eđa yfir 20 stiga hita. Sumrin hér einkennast ć meir af austan og norđaustanátt, skýjuđu veđri og fýlu, međan Faxaflóabúar lofa árgćskuna ć meir. Síđustu tvö ár hafa ribsber ekki náđ ađ ţroskast ađ gagni á minni lóđ. Raunar var 2011 áriđ ţegar ekkert sumar kom. Hins vegar var haustiđ milt.

Ţađ er eins og ađ lćgđabrautirnar sitji fastar sunnan viđ land og beygi síđan hart í bak og upp Noregshaf.

Erum viđ ađ sjá í ţessu hegđun sem á sér dýpri rćtur ?

Kveđja, Ţórhallur ( MA 72 )

Ţórhallur Pálsson, 7.4.2013 kl. 10:45

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu ţakkir fyrir athugasemdina Ţórhallur. Sumur hafa veriđ heldur dauf eystra - enda hafa eins og ţú segir austan- og norđaustanáttir veriđ ríkjandi. Ég á eftir ađ kíkja betur á hvađa sunnanáttardögum hefur fćkkađ eđa hvort ţeim hefur fćkkađ. Ţađ má ađ vísu sjá umfjöllun um ţessi mál í eldri pistlum hér á hungurdiskum. En Norđur- og Austurland hefur ţó átt góđa daga. Hér er til gamans listi um hćsta hita ársins á landinu síđustu 10 ár. Egilsstađaflugvöllur er tvisvar á toppnum og ţessi landshluti á hćsta hitann í 7 árum af 10.

röđármándagurklsthámarknafn
120037181527,1Hallormsstađur
120048111529,2Egilsstađaflugvöllur
120057231825,9Búrfell
12006831725,7Ásbyrgi
12007791724,6Hjarđarland
120087301629,7Ţingvellir
120096291526,3Egilsstađaflugvöllur
12010941524,9Möđruvellir
120117271724,8Húsavík
12012891528,0Eskifjörđur

Trausti Jónsson, 9.4.2013 kl. 01:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 71
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1669
  • Frá upphafi: 2350946

Annađ

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 1461
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband