Breytingar á breytileika

Međan viđ bíđum eftir nćstu tíđindum af ólgunni í vestanvindabeltinu, heiđhvolfinu og viđ heimskautin skal litiđ á nördaefni - og ţađ eru ekki einu sinni öll veđurnörd sem hafa áhuga. Eftir hver áramót er sest niđur og reiknađ út hvernig síđastliđiđ ár hefur stađiđ sig. Sumar tölurnar sem koma út úr ţví segja nákvćmlega ekki neitt einar og sér - en alltaf er gaman ađ sjá ţćr í lengra samhengi. Viđ lítum á ţrjár slíkar mćlitölur - allar reiknađar út frá hitamćlingum í Stykkishólmi.

w-blogg150113

Fyrsta myndin sýnir hvernig ársmeđalhiti hefur hnikast til frá einu ári til annars. Síđasta talan sem viđ höfum er munurinn á hitanum áriđ 2012 og hitanum 2011. Ekki er tekiđ tillit til ţess hvort áriđ er kaldara en hitt, útkoman er alltaf jákvćđ. Ein og sér segir er ţessi tala algjörlega marklaus í öllu samhengi en ef sams konar munur er reiknađur út fyrir allt mćlitímabiliđ (sem viđ ímyndum okkur ađ nái aftur til 1798) kemur skemmtilegur breytileiki í ljós.

Lárétti ásinn sýnir árin (merkt á tuttugu ára fresti) en sá lóđrétti hitamuninn. Viđ sjáum ađ á 19. öld er eitthvađ allt annađ í gangi heldur en síđar. Ţá skjóta gríđarlega köld ár sér inn öđru hvoru. Áriđ 1892 er ţađ síđasta á tímabilinu. En um miđja tuttugustu öld var á ţađ minnst ađ eftir ţađ hafi veđurfar bara veriđ nokkuđ skaplegt (ţótt viđ myndum kveina - svo góđu vön).

Tímabiliđ 1860 til 1870 var sérlega breytilegt - en munum ađ ef alltaf er jafnkalt (eđa jafnhlýtt) verđur munurinn frá ári til árs enginn. Tímabiliđ frá ţví um eđa rétt fyrir 1970 og fram yfir 1980 virđist hafa veriđ nokkuđ órólegt - enda var ţađ ţannig í meir en áratug ađ sléttatöluárin voru sćmilega hlý en oddatöluárin aftur á móti sérlega köld.

Nýja öldin byrjar međ fremur litlum breytileika - e.t.v. ţeim minnsta á öllu mćlitímabilinu. Tuttugustualdarhlýskeiđiđ mikla virđist taka ámóta dýfu - en ţegar betur er ađ gáđ er ţađ ekki síst á árabilinu 1920 til 1930 ađ breytileikinn er lítill - en vex síđan. Ekki er vert ađ draga leitnilínu í gegnum safniđ (blái ferillinn er ađeins til augnhćgđar) frekar ađ um ţrep sé ađ rćđa milli 19. og 20. aldar. Hvađ gerist síđan afgang 21. aldarinnar veit enginn.

w-blogg150113a

Ţá er ţađ breytileikinn innan ársins, holdgerist hér í mismuni kaldasta og hlýjasta mánađar. Frostaveturnir 1881 og 1918 skera sig úr međ sína ofurköldu mánuđi, mars 1881 og janúar 1918. Reyndar voru janúar og febrúar 1881 einnig kaldir. Hér virđist sem spönnin minnki hćgt og bítandi mestallt tímabiliđ. Lágmark er ţó áriđ 1922 en ţađ var sérlega eftirtektarvert - veturinn frekar hlýr og sumariđ sérlega kalt. Á árabilinu 1930 til 1940 var frekar hlýtt á sumrum en ţá komu líka nokkrir allkaldir vetrarmánuđir.

w-blogg150113b

Og ađ lokum sjáum viđ breytileikann frá degi til dags. Ţegar kalt er í veđri er hann meiri en annars. Ţarna sker kalda tímabiliđ 1965 til 1985 sig vel úr og virđist svo sem nálćgđ hafíss norđur undan skipti máli. Hćsta gildi 21. aldarinnar á 2005 - en svo skemmtilega vill til ađ ţađ er einmitt mesta ísár aldarinnar - fram ađ ţessu. [Allt má nú nöfnum nefna]. Einnig sést ađ „litlu hafísárin“ upp úr 1940 eru íviđ hćrri heldur en t.d. sá tími sem fylgdi í kjölfariđ. Fyrstu 20 ár 20. aldar fylgja hér fast á eftir 19. öldinni í breytileika.

Lítill hafís mun hafa veriđ hér viđ land á árunum 1841 til 1852 og er mesta lágmark 19. aldarinnar (ţađ viđ sjáum af henni) einmitt 1851 og 1852. Sagt er ađ árin 1844 til 1847 hafi veriđ alveg íslaus. Ekki er rétt ađ trúa ţví alveg ţví samkvćmt sama mćlikvarđa (Koch-mćlitalan) átti líka ađ vera alveg íslaust 1933 til 1937 - en smámunasemi veldur ţví ađ ţađ getur ekki talist alveg rétt. Borgarís er ekki talinn međ.

Mćlitölur greinir á um hvert sé íslausasta áriđ viđ Austur-Grćnland - viđ látum ţann meting eiga sig í bili. Snemma á ćvi hungurdiska birtust nokkrar ritgerđir um hafís viđ Ísland, sem dćmi má nefna umfjöllun um vesturís í nóvember 2010.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakkir fyrir afar áhugaverđ skrif Trausti. Gćtir ţú nokkuđ birt yfirlit yfir ársmeđalhita á Íslandi frá upphafi mćlinga til 2013?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 15.1.2013 kl. 12:12

2 identicon

Held helst ţú getir fundiđ međaltöl hér http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/ Og bestu ţakkir Trausti, fyrir ţín frćđandi og, sem betur fer, á köflum nördalegu skrif :)

Ingólfur Kjartans (IP-tala skráđ) 15.1.2013 kl. 21:01

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Landsmeđalhiti hefur ekki veriđ birtur opinberlega en oftast er notast viđ tímarađir einstakra stöđva. Ţađ er góđur kostur ţrátt fyrir ađ ósamfellur eru mun líklegri í stöđvaröđunum heldur en í međaltali margra ţeirra. Meginástćđa tregđu minnar til ađ birta (ritrýnt) landsmeđaltal er einkum sú ađ reynslan sýnir ađ slíkar međaltalsrađir eru gjarnan notađar til ţess ađ „leiđrétta“ einstakar stöđvar. Ţađ hefur ţćr afleiđingar ađ margskonar raunverulegar upplýsingar úr stöđvaröđunum eru ţurrkađar út um leiđ og leiđréttingarnar eru gerđar og ţannig jafnvel hring eftir hring. Nýleg dćmi um ţetta hefur mátt sjá í erlendri hitarađagerđ. En ég á landsmeđaltöl samt á lager og get látiđ ţau fljóta út međ einhverjum pistli á nćstunni - en ţađ er ekki opinber birting sem er nýtanleg í alţjóđlegum rannsóknum. Ţakka góđan hug Ingólfur.

Trausti Jónsson, 16.1.2013 kl. 00:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 33
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 2343344

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband