Snyrtileg hitaskil nálgast landið að kvöldi mánudags

Pistill hungurdiska er nú í stysta lagi (sökum annarra verkefna þessa stundina) en við lítum samt á spákort sem gildir kl. 18 mánudaginn 24. október.

w-blogg241011

Jafnþrýstilínur eru svartar heildregnar með 4 hPa bili (að breskum sið - sérvitrir bretar). Vindur blæs í stórum dráttum samsíða þrýstilínum í 500 metra hæð, en niður við jörð stefnir hann inn að lægri þrýstingi vegna núnings. Þetta veldur samstreymi í lágþrýstisvæðum sem ekki verður komið á móts við nema með uppstreymi. Það veldur svo skýjamyndun sem fylgir lægðum eins og kunnugt er.

Á kortinu er lægð vestur af Skotlandi, sú er hér á leiðinni vestur á bóginn. Norðaustur af henni er mikið og langt úrkomusvæði sem tengist hitaskilum sem þar eru á vesturleið. Við sjáum að hitamunur er talsverður á skilasvæðinu. Á kortið eru einnig settar jafnhitalínur í 850 hPa, í þremur litum, blátt þar sem frost er, græn lína er við frostmark og rauðar línur þar sem hiti er ofan þess.

Mínus 5 stiga línan liggur yfir Ísland (þetta er í um 1300 metra hæð) og hörfar undan frostmarkslínunni sem ekki sést vel vegna þess að hún leggst ofan á grænt úrkomusvæðið austur af landinu. Þar austur af má einnig sjá +5 stiga línuna - reyndar sást +10 stiga línan líka á kortum sem giltu fyrr um daginn. Það er óvenjulegur hiti á svo norðlægu breiddarstigi á þessum tíma árs.

Við eigum að njóta góðs af hitanum á þriðjudaginn, en því miður hreyfist hann ekki aðeins til vesturs heldur tognar einnig á honum til norðausturs. Við fáum því ekki að njóta hlýja loftsins nema stutta stund áður en öllu kaldara loft sækir að úr suðvestri. Það er varla að +5 stiga línan nái vestur fyrir land. En við sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 177
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annað

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband