Dćgurhámörk og lágmörk í júlí

Júlímánđur er ađ jafnađi hlýjasti mánuđur ársins (64% tilvika í Reykjavík) og hámarkshiti ársins á landinu hittir í rúmlega 50 prósent tilvika á júlímánuđ.

w-landsdaegurlagmork_juli

Hér var fyrir nokkrum dögum skrifađ um hćstu tölurnar og ţađ verđur ekki endurtekiđ hér. Rauđa línan á ađ sýna leitnina, ađ rauđa línan liggur hćrra í upphafi mánađarins heldur en í endann segir okkur ađ sólstöđur séu liđnar hjá. Munurinn á upphafi og enda mánađarins er ţó ekki nema um 0,6 stig.

Ţađ vekur athygli ađ einn dagur sker sig úr, hiti hefur aldrei náđ 25 stigum ţann 16. dag mánađarins. Ţetta er auđvitađ tilviljun og liggur dagurinn ţví sérlega vel viđ höggi fyrir nýju landsmeti. Ţađ verđur hins vegar ađ játa ađ upplýsingagrunnurinn sem myndin er gerđ eftir er ekki alveg ţéttur og verđur greinilega sérstaklega ađ athuga ţennan dag 1946 ţví hitamet júlímánađar var sett daginn eftir á Hallormsstađ, metiđ ţann 16. er hins vegar frá Teigarhorni. 

Í viđhenginu er listi ţar sem tíunduđ eru met hvers dags í júlí og á hvađa stöđ og hvađa ár ţau eru sett. Ţar má einnig finna lista um lćgsta hita á landinu og lćgsta hita í byggđ alla daga mánađarins.

Júlí 1991 á flest metin, sjö talsins, hreinsar nćstum upp fyrstu vikuna. Júlí 2008 tekur ađ sér síđustu fjóra daga mánađarins. Hallormsstađur á sjö dćgurhámörk og Kirkjubćjarklaustur ţrjú.

Í lágmarkalistanum má sjá ađ frost hefur mćlst í byggđ alla daga mánađarins, sá dagur sem er međ minnsta frostiđ er 26., -1,1 stig, sú tala er frá Barkarstöđum í Miđfirđi 1965.  

Ţess má geta ađ hćsti hiti sem mćlst hefur í júlí á vegagerđarstöđ er 27,7 stig. Ţađ var í Skálholti hitadaginn mikla 30. júlí 2008.

Lćgsti hiti í júlí á vegagerđarstöđ er -1,9 stig. Ţađ var á Fagradal 25. júlí 2009. Ţetta var nóttina ţegar kartöfluskađinn mikli varđ í frosti á Suđurlandi.

Frést hefur af minniháttar villu í listanum í viđhengi, ţar sem stendur Skriđuland í hámarkaskránni á ađ standa Hraun í Fljótum.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1650
  • Frá upphafi: 2350927

Annađ

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1447
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband