29.1.2011 | 01:05
Óformlegar hugleiðingar um hlýindi
Eins og flestir vita hefur hlýnað í heiminum á síðustu 150 árum. Líka á Íslandi. Greina má hlýnunina hér sem mun á hlýskeiðum 19. og 20. aldar sem og kuldaskeiðum á sama tímabili. Kuldaskeið 20. aldar var þannig hlýrra en samsvarandi skeið á 19. öld.
Munur á köldum skeiðum og hlýjum er þó meiri heldur en heildarhlýnunin. Þetta þýðir að tímabundin kólnun getur alveg falið hina undirliggjandi hlýnun. Ekki hefur verið gerð nein álitskönnun meðal okkar sem vinnum við veðurlagsrannsóknir hér á landi en líklega eru flestir okkar á þeirri skoðun að líklegt sé að hlýindin sem af eru öldinni séu ívið meiri en vænta mátti. Tímabundin kólnun muni væntanlega verða á næstu árum. Hvenær það verður er útilokað að segja til um. Varla dugar að nota þau tvö fyrri hlýskeið sem við þekkjum af hitamælingum sem forspá.
Nítjándualdarhlýskeiðið (um 1828 til 1857 - takið átölin ekki of bókstaflega) var mun aumingjalegra heldur en mágur þess á þeirri tuttugustu en það síðarnefnda, frá ´því um 1927 til 1964 - ónákvæm ártöl. Tuttugustualdarskeiðið toppaði snemma, mestu topparnir voru tveir, 1929 til 1933 og 1939 til 1942. Nítjándualdarskeiðið toppaði mun seinna - eða um 1845-1847. Ekkert mjög kalt ár skaust inn í 20. aldar hlýskeiðið, en það á 19. öld var rofið oftar en einu sinni af mjög köldum árum.
Þessi hegðan 19. aldarskeiðsins minnir nokkuð á hegðan 20. aldarskeiðsins í Skandinavíu og V-Evrópu. Þar voru hlýindin rofin illilega á árunum 1940 til 1942 og 1947. Ef til vill er svipað í gangi þar nú.
Árið 1943 var kalt á Íslandi miðað við hlýindin á undan, en það var þó ekki kaldara en svo að það var hlýrra en langflest hlýju árin á kuldaskeiðinu mikla 1858 til 1920. Meiri hiksti varð hér á landi á árunum 1949 til 1952, en þá komu fjögur frekar köld ár í röð. Þótt hlýskeiðið hafi haldið áfram allt til 1964/65 og nokkur allgóð ár hafi glatt landsmenn finnst mér sérstaklega athyglisvert að sumrin voru skert miðað við það sem var áratugina áður. Þau voru mörg sólrík og blíð - rétt er það en hitabylgjum hafði fækkað stórlega. Stórar hitabylgjur voru sárafáar.
Við sjáum nú að núverandi hlýindi hófust 1996/97 og hafa verið nánast óslitin síðan. Fyrstu árin voru þó þannig að varla var nokkur leið að sjá að nú hefðu nýir tímar farið í hönd. Þegar hið stórafbrigðilega ár 2003 datt inn varð loks ljóst að eitthvað væri á seyði. Síðan hafa verið nánast óslitin hlýindi með mörgum ævintýralegum hitabylgjum. Síðastliðið sumar varð hins vegar mjög óvenjulegt. Það var auðvitað óvenjulegast fyrir það að vera hið hlýjasta sem mælst hefur sums staðar um landið sunnan- og vestanvert, en miðað við hlýindin má telja furðulegt að það komu nær engar hitabylgjur. Er eitthvað að gerast?
Þegar ég byrjaði að skrifa þennan pistil átti hann að vera um annað (þó náskylt efni) - en ég geymi það bara þar til næst.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 980
- Sl. sólarhring: 1100
- Sl. viku: 3370
- Frá upphafi: 2426402
Annað
- Innlit í dag: 874
- Innlit sl. viku: 3030
- Gestir í dag: 854
- IP-tölur í dag: 788
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Maður er orðinn svo spenntur við lok lesturs hvers "hungurdisks" fyrir sig að mér datt í hug þegar ég var ungur einhverntíma á árunum upp úr 1950, að þá voru lesnar framhaldssögur á kvöldin í Ríkisútvarpinu, sem þá var eina útvarpsstöðin með eina rás. Sérstaklega man ég eftir tveimur sögum, önnur hét "Maðurinn á brúnu fötunum" og hin hét "Hver er Gregory?". Ef mig misminnir ekki las Gunnar G. Schram aðra en Sveinn Skorri Höskuldsson hina. Þori þó ekki að fullyrða um það. En fólk var giska spennt og fylgdist með lestrunum af innlifun. Ég man eftir því að þau kvöld, sem lesið var, kom fólk til foreldra minna til að hlusta á "kvöldsöguna" og voru öll önnur verk látin lönd og leið fyrir lestrana og jafnvel var því sleppt að raka upp og hirða hey undan rigningu! - En nú er svo komið, að spenningurinn fyrir næsta "hungurdiski" er orðinn slíkur að það minnir mig á kvöldsögurnar forðum daga!
Allt annað og skyldara ofanskráðu. Mig rámar í óvenjulega heita daga sumarið 1965, síðasta sumarið fyrir hafís- og kalárin. T.d. var Landsmót UMFÍ haldið á Laugarvatni þetta sumar og það varð eftirminnilega heitt a.m.k. á laugardeginum í Landsmóti og það var ekki eini dagurinn þetta sumar, ef ég man rétt? Síðan leið langur tími áður en einhver sumarhlýindi að marki yrðu hér á landi. A.m.k. ekki hér norðanlands.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:04
Þakka þér fyrir Þorkell. Ég man ekki eftir rigningasumrinu 1955 (þótt litlu muni) en því meira var um það rætt. Þá var að ég held lesin sagan um Gregory sem allir hlustuðu á. Ég las hana löngu síðar og átta mig ekki alveg á hinum gríðarlegu vinsældum. En eitthvað í anda sumarsins hefur sjálfsagt ýtt undir það. Ríkisútvarpið var líka gríðarlegt sameiningarafl á þessum tíma. Áratug síðar flutti útvarpið tvö eða þrjú framhaldsleikrit eftir sama höfund þar sem sami spæjari kom við sögu (Paul Temple). Maður var bara ansi spenntur. Mig minnir að Ævar Kvaran hafi leikið Temple. Laugarvatnshitabylgjan 1965 er minnisstæð, hún stóð þó stutt og hennar gætti ekki um land allt. Þennan laugardag var ég að vinna við að stafla timbri í Borgarnesi í blíðuveðri. Þá kom timbrið óflokkað og í hrúgum úr skipunum og var margra vikna verk fyrir vikapilta að flokka og stafla. Þú manst sjálfsagt eftir þessu líka, maður fékk goða tilfinningu fyrir málunum öllum, allt frá stórum burðarviðum niður í stutt, þunn og mjó borð. Þessu hefur maður sjálfsagt týnt niður eins og öðru.
Trausti Jónsson, 30.1.2011 kl. 00:35
Einmitt og akkúrat, þekkti þessa vinnu mætavel. - Sumarið 1955 var ég í vegavinnu, eins og ég hef víst komið inn á áður. Við lágum í tjöldum og sú vist verður manni ansi minnisstæð. Við vorum lengst af á Fróðárheiði, í Staðarsveit og Breiðuvík þetta sumar. - Frá árinu 1965 hef ég átt heima hér norður í landi, en veðurfarið hér er ansi ólíkt því sem maður ólst upp við "heima" á Snæfellsnesinu.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:17
Ég man vel eftir rigningarsumrinu 1955 og ekki síður eftir útvarpssögunni um Gregory sem Gunnar G. Schram þýddi og flutti. Það hlustaði bókstaflega allt landið og orðin ''með kveðju frá Gregory'' voru á allra vörum, fylgdu jafnvel blómvöndum sem menn sendu þeim sem áttu afmæli! Á þessum árum hlustuðu allir á útvarpið og þetta var fyrsta spennusagan sem þar var lesin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2011 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.