Hefur langtímahlýnun verið mismunandi eftir landshlutum?

Þótt hiti á landinu sveiflist í öllum aðalatriðum í takt frá ári til árs má engu að síður sjá tímabilabundnar breytingar. Segja má að halli hitasviðsins breytist. Ég hef komið mér upp fáeinum mælitölum til að fylgjast með þessu. Breytileiki sumra talnanna er raunar lítill og óvíst hversu marktækur hann er. En greinilegastur er sá breytileiki sem kemur fram í mun hita við suður- og norðurströndina. Hann mæli ég með mismun ársmeðalhita í Vestmannaeyjum og í Grímsey. Mæliröðin nær aftur til 1878.

w-t825-t404-langtíma

Fyrstu árin eru lengst til vinstri á myndinni en þau nýliðnu eru lengst til hægri. Sá má að fyrir 1920 eru gríðarlegar sveiflur milli ára og meðaltalið er hátt. Um 1920 varð mikil breyting og varð munurinn sérlega lítill á árunum um og fyrir 1960. Þar á eftir hrökk munurinn upp í svipaðar hæðir og hann var fyrir 1920 en jafnaði sig frá og með 1972. Í heildina hefur lítið breyst síðan.

Mestur var munurinn 1881 (frostaveturinn mikla), nærri 5 stig og litlu minni 1882 (sumarlausa árið á Norðurlandi). Sveiflurnar eru nátengdar hafísmagni fyrir norðan land. Sjávarhiti er lægri þegar ís er við land, en enn mikilvægara er að norðanáttin er umtalsvert kaldari en annars þegar ísmagn er mikið. Hafísárin 1965 til 1971 eru sérstaklega skýr. Hér sést vel að áratugasveiflur þær sem einkenna svo mjög veðurfar á Íslandi koma meðal annars fram í miklum breytileika hitasviðsins yfir landinu í stefnuna norður-suður.

En við sjáum líka að heldur meira hefur hlýnað í Grímsey heldur en í Vestmannaeyjum þegar litið er á 130 árin í heild.

Minnstur var munurinn 1984, þá voru suðvestlægar- og suðlægar áttir óvenjutíðar, tiltölulega kalt var þá í Vestmannaeyjum en hlýtt í Grímsey. Eitt af þessum ótrúlegu árum sem gefa krydd í tilveruna.

En hvernig hefur munur á hita á Suðausturlandi og á Vestfjörðum þróast? Það sjáum við líka á mynd.

w-t745-t252-langtima

Röðin nær aftur til 1898. Miklir flutningar stöðva á norðanverðum Vestfjörðum valda nokkurri óvissu. En flutninganna sér ekki stað á myndinni - alla vega ekki greinilega. Lágar tölur þýða að hitamunurinn er lítill, þá er tiltölulega hlýtt á Vestfjörðum miðað við Suðausturland. Við sjáum nokkra tímabilaskiptingu. Munurinn er fremur lítill á tímanum 1925 til 1950 vex síðan, en minnkar svo aftur um árið 2000. Kuldar hafísáranna voru öllu meiri á Vestfjörðum en suðaustanlands en langtímahneigð er lítil eða engin.

Á árunum 1980 til 2000 hlýnaði mun meira í Evrópu heldur en hér á landi og á Grænlandi kólnaði mestallt þetta tímabil. Hitamunur óx þá milli Evrópu og Grænlands. Á sama tíma jókst hitamunur í sömu stefnu (suðaustur til norðvesturs) líka hér á landi.

Á síðustu árum hefur þessi munur jafnast og meira hefur hlýnað á Vesturlandi heldur en á Austurlandi. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi nýliðinn áratug, meiri heldur en í Evrópu. Ekki er þó alveg trúlegt að sú stutta vegalengd sem er á milli stöðvanna tveggja hér finni ætíð hneigðarmun Evrópu og Grænlands.   

Mælitölur hitasviðsins eru fleiri en ég held ég láti þessi dæmi duga - að minnsta kosti að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 115
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 1541
  • Frá upphafi: 2407546

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 1366
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband