Kuldapollarnir rúlla hjá

Nú rúlla kuldapollarnir hver á fætur öðrum suður með austurströnd Grænlands. Sá sem fór hjá síðast olli óvenjuhörðu hvassviðri sums staðar um landið suðaustanvert. Sá næsti fer hjá næsta sólarhringinn. Hann er talsvert kaldari en sá fyrri, þykktinni er spáð niður undir 4900 metra á Vestfjörðum síðdegis á morgun (fimmtudag 6. janúar). Þá ætti að verða kalt á vestfirskum heiðum. Meginkuldinn rennur hins vegar mjög hratt framhjá.

Fyrir rúmum hálfum mánuði skrifaði ég nokkrar langlokur um kuldapoll sem þá fór hjá og dæmigerðar vindáttarbreytingar honum samfara. Í aðalatriðum gerast svipaðir hlutir nú nema hvað meginkuldinn stendur stutt við. Ef spár um vind og hita standast verður mikið álag á hitaveitum annað kvöld og aðra nótt. En það tekur fljótt af.

Einum kuldapolli til viðbótar er síðan spáð hjá á sunnudag eða mánudag. Hann er þó svipmildari en setur nokkra óvissu í úrkomuspár þá dagana.

Það skal enn tekið fram að hungurdiskar eru ekki spáblogg og vísað er á vef Veðurstofunnar eða aðra spávefi sem mark er takandi á. Sömuleiðis er bent á brunn Veðurstofunnar og ýmis kort sem þar er að finna, t.d. þykktarkortin.

Já, hungurdiskar er annað nafn á pönnukökuís eða íslummum. Mér eru þeir ógleymanlegir í frostreyknum á Brákarpolli í kuldakastinu mikla sem fór hjá 28. desember 1961.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1984
  • Frá upphafi: 2350853

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1770
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband