Janúarhiti í Stykkishólmi 1799 til 2010

Sökum kvefsóttarinnar sem enn plagar mig set ég hér pistil um janúarhita í Stykkishólmi frekar en það uppgjör við árið 2010 sem hefði átt að koma nú eða í gær og þann pistil sem ég hefði átt að skrifa um næsta kuldapoll - en hann ræðst á okkur á fimmtudaginn.

w-Janúarhiti-sth

Hér er línuritið. Fyrsta árið sem tekist hefur að ná í upplýsingar um í röðina er 1799. Nokkra janúarmánuði fyrir 1820 vantar alveg. Við tökum auðvitað strax eftir janúar 1918 sem fer nærri því niður úr myndinni enda kaldasti janúar sem vitað er um víðast hvar á landinu.

Við sjáum af rauðu línunni - leitninni - að janúar hefur hlýnað um 2 stig á 200 árum. Hlýnunin felst reyndar mest í því að ofsakalda mánuði vantar eftir 1918, en slatti er af þeim á 19. öld og mjög kaldir mánuðir áberandi færri en síðar. Það tengist minni hafís í norðurhöfum.

Áratugasveiflur eru ekki sérlega áberandi, hlýir og kaldir mánuðir skiptast á að mestu á tilviljanakenndan hátt. Tímabilið frá 1975 til 1984 sker sig helst úr en þá var að jafnaði kaldara en um langa hríð, meðalhiti um -3,1 stig. Síðustu 10 ár hafa síðan verið óvenjuhlý, meðalhiti um 0,4 stig.

Hlýjastur varð janúar í Stykkishólmi 1847, meðalhiti 3,4 stig. Nákvæmlega hundrað árum síðar varð hiti nærri því eins hár, 3,0 stig og lítillega hærri 1987, 3,1 stig. Veturinn 1947 er mesti snjóavetur sem vitað er um á Bretlandseyjum.

Í janúar er heimskautaröstin á norðurhveli í sinni syðstu stöðu og almennar líkur á kuldapollaveðri eru því meiri en í öðrum mánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitnin sem þú talar um, 2 gráður á 200 árum, hvað þýðir það í raun og veru? Tvær gráður á 200 árum er stór tala, 0,1 gráða áratug.

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 17:02

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Leitnin ein og sér segir ekkert nema það að hlýrra hefur verið síðari hluta tímabilsins en var þann fyrri. Hún hefur þannig ekkert forspárgildi nema menn finni einhverja þá mótunarþætti sem gætu skýrt hana og stærð hennar. Þar vandast málið og skoðanir skiptar.

Trausti Jónsson, 8.1.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1984
  • Frá upphafi: 2350853

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1770
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband