16.11.2010 | 23:54
Þegar Miðjarðarhafið þornaði upp (veðursöguslef 9)
Fjallað var um míósenskeiðið í síðasta slefi. Þar kom fram að það endaði fyrir um 5,3 milljónum ára. Þeir nákvæmari segja 5 milljónir þrjúhundruð þrjátíu og þrjú þúsund ár plús eða mínus 5 þúsund ár. Míósen er skipt í sex undirskeið. Það síðasta er kennt við borgina Messíníu á Sikiley og finna menn það með því að gúgla messinian stageeða kíkja á Wikipediu. Messíníutímabilið hófst fyrir um 7,2 milljónum ára. Við borgina má finna mikil saltlög frá þessum tíma. Nafnið á tímabilinu er frá 19. öld.
Fyrir 40 til 50 árum kom í ljós, fyrst við endurkastsmælingar en síðan borkjarnatöku, að mikil saltlög liggja undir botni Miðjarðarhafs. Nánari rannsóknir hafa sýnt að þau eru aðallega frá síðari hluta Messíníutímabilsins, byrjuðu að myndast fyrir rétt tæpum 6 milljónum ára. Mörkin milli míósen og plíósen eru sett ofan við yngstu saltmyndunina.
Vegna landreks hafði mjög þrengt að Miðjarðarhafi og þegar lækka fór í heimshöfunum vegna íssöfnunar við suðurskautið lokaðist það af og gufaði smám saman upp. Þetta gerðist hvað eftir annað, sumir segja 10 sinnum aðrir allt að 40 sinnum, svo þykk eru saltlögin. Á hlýskeiðum, þegar mikið af is bráðnaði á Suðurheimskautslandinu rann inn í hafið aftur framhjá Gíbraltar. Alls settust um milljón rúmkílómetrar af salti til en það er miklu meira en leggst til við eina þornun.
Rétt er að benda á að úrkomu/uppgufunarjafnvægi er einnig með þeim hætti nú á dögum við Miðjarðarhaf að væri Gíbraltarsundi lokað myndir það einnig gufa upp við núverandi veðurlag. Sagt er að það tæki aðeins 1000 ár. Fáeinir lesendur, einkum þeir eldri kannast e.t.v. við Herman Sorgel og hugmyndir hans frá árinu 1929 um að stífla Gíbraltarsundið, láta uppgufun síðan sjá um að lækka Miðjarðarhafið um nokkur hundruð metra þannig að innstreymið yrði virkjanlegt. Auk þess sköpuðust miklir möguleikar á uppbyggingu þeirra svæða sem kæmu undan sjó. Sorgel hafði einnig uppi áætlanir um að búa til vötn í Sahara og fleira. Er hér efni til margra stunda af gúgli fyrir áhugasama. En mjög langt var í að hann vildi tæma Miðjarðarhafið eins og náttúran gerði sjálf.
Allt þetta salt hvarf heimshöfunum og talið er að selta hafi við það lækkað um tvö hagkvæmnisseltustig (psu). Nú, vatnið sem hvarf úr Miðjarðarhafi féll síðan sem regn sem barst heimshöfunum og nægir það til um 15 metra hækkunar á sjávarborði. Á undanförnum árum hafa menn verið með vangaveltur um þessa seltulækkun og áhrif hennar á djúpsjávarhringrásina. Mjög skiptar skoðanir eru um hvort þetta hafi skipt máli eða ekki. Í augnablikinu eru þeir í meirihluta sem telja að þetta hafi engu skipt í meginatriðum, en ég er sjálfur veikur fyrir hinu gagnstæða af ástæðum sem ekki verða raktar hér.
Eftir því sem Miðjarðarhafið gufaði upp varð það saltara og saltara, svo salt að nánast allt líf hefur drepist. Líklegt er talið að saltvötn hafi verið til staðar þar sem dýpið er allra mest. Þarna hefur verið mjög athyglisvert veðurlag svo ekki sé meira sagt. Tvö þúsund metrar undir sjávarmáli gefa tilefni til mikils hita við réttar aðstæður. Kannski hefur hitinn komist í 75 stig þegar mest varð?
Nú er yfirborð Miðjarðarhafsins í jafnvægi og Gíbraltarsund það djúpt að strókur af söltum sjó gengur út úr því og berst langt út á Atlantshaf. Hér er í gangi tilraun til að rjúfa kuldahvelið með þungum hlýsjó og hægt að ímynda sér hvað getur gerst þegar lítil myndun af mjög köldum djúpsjó á sér stað á norður- og suðurslóðum. Rétt er að taka það fram að slíkt stendur ekki til.
Þótt ítrekuð uppgufun Miðjarðarhafsins sé stórviðburður í jarðsögunni er þó ennþá meira rúmmál af vatni á ferðinni í stórjökulhvelum ísaldar. Miðjarðarhafið er um 15 m af sjó, en stórjökulskeiðin yfir 120 m og enn eru tugir metra á lager í jökulís nútímans.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 17.11.2010 kl. 00:22 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 16
- Sl. sólarhring: 771
- Sl. viku: 2338
- Frá upphafi: 2413772
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 2157
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta er áhugavert - eins og reyndar allt sem varðar fornloftslag (að mínu mati :)
Höskuldur Búi Jónsson, 18.11.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.