Enn um snjó í Reykjavík, nú á 19. öld

Snjóhuluathuganir Veðurstofunnar byrjuðu í Reykjavík í janúar 1921. Danska veðurstofan athugaði snjóhulu ekki sérstaklega - aðeins snjókomudagafjölda. Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur athugaði snjóhulu í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Ekki gerir hann grein fyrir athugunarháttum sínum - nefnir aðeins tölu um fjölda alhvítra daga í mánuði. En við skulum trúa honum þar til annað kemur í ljós. Tölurnar birti hann í því mikla riti Lýsing Íslands (2. bindi bls. 359, í útgáfu frá 1932).

árjanfebmaraprmaíjúnjúlágúsepoktnóvdes    árvetur
1889        02923  
1890311516000000410128896
1891131330200000110269584
189225292460000     121
1893        22527  
189414281400000012238292
189518385         60

m7100151312400000171364,765

Ég hef sett meðalfjölda alhvítra daga 1971 til 2000 neðan við töfluna til samanburðar. Dálkurinn sem merktur er ár sýnir fjölda alhvítra daga það árið, en dálkurinn sem merktur er vetur sýnir fjölda alhvítra daga í snjóárinu, frá september að hausti, til og með apríl árið sem talan er sett við. Ekki eru nema þrjú heil ár í yfirlitinu, þar sýnist að snjór hafi legið á jörðu 20 til 30 dögum lengur en að meðaltali 1971 til 2000. Síðasti veturinn er nærri meðallagi, en snjór lá á jörðu í 121 dag mesta snjóaveturinn í töflu Þorvaldar. Þetta er meira en varð nokkurn tíma á tímabilinu 1922 til 2010, hæsta gildi síðari tíma er 105 dagar, veturinn 1983 til 1984. Nú verður enn að taka fram að ekki er víst að allir snjódagar Þorvaldar hefðu  komist í röð þeirra alhvítu að mati Veðurstofunnar.  

Í neðanmálsgrein kynnir Þorvaldur töfluna með þessum orðum:

Sem lítið dæmi þess, hve óstöðugur snjórinn er á Suðurlandi, set eg hér nokkrar athuganir mínar í Reykjavík á árunum 1889-92 og 1893-95, tölu þeirra daga, sem snjór lá í hverjum mánuði á láglendi þar í kring: (síðan kemur taflan)

Orðalagið bendir til þess að ekki hafi verið um einn ákveðinn blett að ræða þar sem athuganir voru gerðar. Á þessum 5 vetrum snjóaði fyrst 19. september 1893. Lengst lá hann samfleytt veturinn 1891 til 1892, 63 daga samfleytt, 19. janúar til 21. mars.

Ég mæli eindregið með veðurkaflanum í Lýsingu Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1377
  • Frá upphafi: 2350961

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1194
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband