Köld nóvemberbyrjun

Ég hef verið langorður upp á síðkastið enda er mér það lagið ef ég á annað borð kemst af stað. En nú skal halda textanum í skefjum.

Nóvember byrjar kuldalega, meðalhiti fyrstu 11 dagana í Reykjavík er 0.0 stig. Ég hef reiknað út „samband“ milli hita fyrstu 11 dagana og mánaðarmeðalhitans frá 1949. Hrátt aðfallsmat segir að mánaðarmeðalhitinn nú verði 0,6 stig. Hæsti meðalhiti í nóvember í Reykjavík var 1945, 6,1 stig. Metjöfnunarhiti á hverjum einasta degi afgang mánaðarins myndi ekki duga til að ná nema um 5,7 stigum. Ekki er beinlínis útlit fyrir það. Ef metjöfnunarkuldi yrði á hverjum einasta degi afgang mánaðarins yrði meðalhiti hans -4,9 stig, það væri met, nema ef við teljum nóvember 1824 með, þá var meðalhitinn -5,6 stig í Reykjavík. Næstlægsta talan -2,9 stig er frá 1865 og ekki mjög örugg heldur.  

Þessar staðreyndir og fleira má sjá á línuriti sem ég hef útbúið og fylgir með í viðhengi. Myndin þolir stækkun (fyrir klaufaskap minn þó ekki mikla) þannig að ártöl eiga að vera lesanleg sé stækkað. Að öðru leyti telst myndin vera krossgáta dagsins fyrir veðurnördin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi kuldatíð setur náttúrulega úr skorðum allar væntingar um nýtt árshitamet fyrir Reykjavík. En er þó kannski einhver von ef loftmassar fara að berast úr hinni áttinni og þá er ég að tala um hlýtemprað loft eða jafnvel hlýtemprað bakflæði!

Emil Hannes Valgeirsson, 12.11.2010 kl. 00:33

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Í augnablikinu sýnist 5,8 raunhæfari möguleiki heldur en 6,2, með 0,6 stigum í nóvember og meðalhita í desember. Það eru nú ekki mörg ár yfir 5,8 og e.t.v. erum við að auki í svartsýniskasti í kuldaslagnum miðjum. Að frátalinni helginni virðist veður á næstunni lafa í meðaltalinu miðað við spár reiknimiðstöðvarinnar. Ameríkumenn eru heldur svartsýnni. Spár í dag nefndu möguleika á mikilli hitabylgju í Evrópu og kuldakast í Ameríku eftir viku til 10 daga, svoleiðis langtímaspám er að vísu lítt að treysta. Ameríkumenn eru þegar farnir að hafa áhyggjur af veðrinu kringum þakkargjörðardaginn og öllum þeim ferðalögum sem vont veður getur raskað.

Trausti Jónsson, 12.11.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski fáum við þá Skuldalurk og Hreggvið hin meiri eftir allt saman!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.11.2010 kl. 01:08

4 identicon

Ekki hef ég á móti því þótt pistlar þínir séu svolítið lengri en þessi! Því meira sem þú skrifar, Trausti, því fróðari verður maður. Það er ekki öllum lagið að setja mál sitt fram með þeim hætti. Kærar þakkir enn og aftur fyrir skemmtileg skrif og fróðleg.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 21
 • Sl. sólarhring: 79
 • Sl. viku: 1489
 • Frá upphafi: 2356094

Annað

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 1394
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband