Bloggfćrslur mánađarins, september 2018

Háloftasvali í ágúst

Eftir ţráláta suđvestanátt í háloftunum undanfarna mánuđi skipti nokkuđ um í ágúst. Háloftalćgđ hélt sig nćrri landinu og međalvindátt var úr norđri í 5 km hćđ.

w-blogg040918a

Heildregnar línur sýna međalhćđ 500 hPa-flatarins, daufar strikalínur međalţykkt, en litir ţykktarvik. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hćrri er hitinn. Ţykktarvik segja frá hitavikum, hér er miđađ viđ tímabiliđ 1981 til 2010. Fyrir austan land er vikiđ nćrri -50 metrar ţar sem mest er - jafngildir -2,5 stigum neđan međallags - en um -30 metrar yfir landinu sjálfu (-1,5 stig). Svo stór urđu vikin ekki á veđurstöđvunum. 

Nördin vilja kannski vita af ţví ađ ámóta háloftastađa kom síđast upp í ágúst 1961 - ţá sagđi Veđráttan: „Tíđarfar var óhagstćtt á Norđur- og Austurlandi, en sunnan lands og vestan var sćmileg heyskapartíđ fyrri hlutann“. 

Bestu ţakkir til Bolla fyrir kortiđ. 


Sumareinkunn Reykjavíkur og Akureyri 2018

Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska birt ţađ sem hann kallar sumareinkunn fyrir Reykjavík og Akureyri. Margoft hefur veriđ skýrt út hvernig reiknađ er og verđur ekki endurtekiđ hér.

Ţess verđur ţó ađ geta ađ fjórir ţćttir eru undir: Međalhiti, úrkomumagn, úrkomutíđni og sólskinsstundafjöldi. Hver ţriggja sumarmánađa er tekinn sérstaklega og getur mest fengiđ einkunnina 16, en minnst núll. Hćsta mögulega einkunnasumma sumars er ţví 48, en ekkert sumar tímabilsins 1923 til 2018 hefur skorađ svo vel.

w-blogg030918a

Sumariđ 2018 kemur laklega út, eins og vćnta mátti, endađi međ 12 stig, 12 stigum undir međallags alls tímabilsins og í flokki slakra sumra, fćr nćstlćgstu einkunn á öldinni. Framan af leit sérlega illa út, júní skilar núll stigum í summuna og júlí ađeins tveimur. Ágúst hins vegar tíu, 2 ofan langtímameđallagsins.  

Reykjavíkurritiđ er mjög tímabilaskipt. Sumur voru lengst af mjög góđ eđa sćmileg fram til 1960 eđa svo, en ţá tók viđ afskaplega dapur og langur tími sem stóđ linnulítiđ í rúm 40 ár. Frá og međ árinu 2004 fóru sumur ađ leggjast langt ofan međallags og hefur svo gengiđ síđan - ađ mestu, ađalundantekningar eru 2013 og 2018. Ţeir sem liggja í smáatriđum ritsins og muna samsvarandi línurit sem birt var í fyrra taka eftir ţví ađ einkunn sumra fyrri sumra hefur breyst. Ađferđin stokkar tölur nefnilega upp á hverju ári og rađar upp á nýtt.

En ţetta er nú allt til gamans og telst vart til alvarlegra vísinda. Ritstjóri hungurdiska mun fljótlega kynna ađra sumareinkunn. 

w-blogg030918b 

Á Akureyri er gćtir tímabilaskiptingar minna en syđra. Sumariđ 2018 kemur ekki vel út í ţessari einkunnagjöf á Akureyri, júní var eini mánuđurinn ofan međallags í einkunn. Ţar sem sumarúrkoma á Akureyri er venjulega ekki mjög mikil ţarf lítiđ til ađ hnika henni milli einkunnarflokka - ađferđin ţolir illa minniháttar ósamfellur í mćlingum - eđa lítilsháttar veđurfarsbreytingar. Lesendur eru beđnur um ađ hafa ţetta í huga - hér er um leik ađ rćđa. 


Sumardagafjöldi í Reykjavík

Nú lítum viđ á sumardagafjölda í Reykjavík ţađ sem af er sumri. Vegna tölvuvandrćđa á Veđurstofu verđum viđ ađ láta ađra umfjöllun um uppgjör ágústmánađar og sumarsins bíđa ţar til eftir helgina. Skilgreiningu sumardags má finna eldri pistlum.

w-blogg010918a

Myndin sýnir sumardagafjölda hvers árs í Reykjavík frá 1949 til 2018. Ţađ verđur ađ taka fram ađ ađ međaltali eru tveir sumardagar í september - ţannig ađ formlega séđ er ţetta uppgjör ekki endanlegt. En satt best ađ segja er útkoman heldur hrakleg miđađ viđ ţađ sem algengast hefur veriđ á ţessari öld. Sumardagar teljast 12 til ţessa í sumar, enginn í júní, fjórir í júlí og átta í ágúst. Međaltal aldarinnar er 34 dagar á ári. Aftur á móti kemur í ljós ađ međalsumardagafjöldi á árunum 1961-1990 var ekki nema 13 - ţannig ađ miđađ viđ ţá tíma telst núlíđandi sumar í međallagi. 

Bćtist enginn dagur viđ í september (eđa október) er sumardagafjöldinn sá minnsti síđan 1995. 

Vestanáttin hefur veriđ međ stríđara móti í háloftunum í sumar. Viđ lítum á međaltöl hennar.

w-blogg010918b

Háloftaathuganir ná reyndar ekki nema aftur til 1949, en viđ látum endurgreiningar giska á stöđuna áratugina ţrjá ţar á undan. Kvörđum hefur veriđ snúiđ viđ - ţá sjáum viđ betur samrćmi viđ hina myndina. Súlurnar liggja ţví neđar á myndinni eftir ţví sem vestanáttin er meiri. Hún var mest sumariđ 1983 - ţá voru sumardagar líka fćstir í Reykjavík. Vestanáttin var sterk 1995 - ţá voru sumardagar í Reykjavík ađeins 5. Viđ sjáum líka ađ vestanáttin var líka fremur sterk bćđi sumariđ 2013 og í sumar, 2018, en samt ekki mjög langt ofan međallags 1961-1990. 

Vestanátt háloftanna hefur nefnilega veriđ alveg sérlega slök hér viđ land lengst af á ţessari öld. Ađ tengja „óvenjumikla“ vestanátt sumarsins í sumar veđurfarsbreytingum er ţví harla vafasamt - ef viđ sjáum yfirhöfuđ einhverja hneigđ í ţessu línuriti er ţađ helst í (sumar-)slaka vestanáttarinnar á undanförnum 15 árum. - En sjálfsagt er máliđ flóknara en ţađ. 

Mest austanáttarsumra er 1950 - skriđusumariđ mikla á Austurlandi. 

Sumardagar á Akureyri eru nú orđnir 38, 8 fćrri en ađ međaltali á öldinni til ţessa - en venjulega bćtast nokkrir viđ í september ţannig ađ enn er góđur möguleiki á ađ međaltali verđi náđ ţar. 


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2348630

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband