Háloftasvali í ágúst

Eftir þráláta suðvestanátt í háloftunum undanfarna mánuði skipti nokkuð um í ágúst. Háloftalægð hélt sig nærri landinu og meðalvindátt var úr norðri í 5 km hæð.

w-blogg040918a

Heildregnar línur sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, daufar strikalínur meðalþykkt, en litir þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hærri er hitinn. Þykktarvik segja frá hitavikum, hér er miðað við tímabilið 1981 til 2010. Fyrir austan land er vikið nærri -50 metrar þar sem mest er - jafngildir -2,5 stigum neðan meðallags - en um -30 metrar yfir landinu sjálfu (-1,5 stig). Svo stór urðu vikin ekki á veðurstöðvunum. 

Nördin vilja kannski vita af því að ámóta háloftastaða kom síðast upp í ágúst 1961 - þá sagði Veðráttan: „Tíðarfar var óhagstætt á Norður- og Austurlandi, en sunnan lands og vestan var sæmileg heyskapartíð fyrri hlutann“. 

Bestu þakkir til Bolla fyrir kortið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg190118a
 • w-blogg190118b
 • w-blogg170119a
 • w-blogg170119b
 • w-blogg160119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 289
 • Sl. sólarhring: 424
 • Sl. viku: 2390
 • Frá upphafi: 1736321

Annað

 • Innlit í dag: 271
 • Innlit sl. viku: 1893
 • Gestir í dag: 262
 • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband