Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Sólskinsmetin á Akureyri og í Reykjavík

Sólskinsstundafjöldi í júlí náđi ekki metum í Reykjavík eđa á Akureyri. Mjög litlu munađi ţó fyrir norđan. Hins vegar er algjörlega einstakt hvađ sól hefur skiniđ á ţessum stöđum síđustu ţrjá mánuđi samtals. Bćđi metin eru afgerandi. Í Reykjavík munar 43 stundum á nćsthćsta gildi (1924) og ţví sem nú mćldist. En á Akureyri munar 120 stundum. Ţetta er svo mikiđ ađ ótrúlegt verđur ađ teljast.

Lítum hér á tvö línurit. Hiđ fyrra sýnir samanlagđan sólskinsstundafjölda á Akureyri í maí, júní og júlí áranna 1928 til 2012.

w-blogg020812

Lóđrétti ásinn sýnir samanlagđan sólskinsstundafjölda mánađanna ţriggja en sá lárétti markar árin. Áriđ 2012 hrekkur langt upp fyrir öll önnur ár. Áđur en ţetta gerđist ţótti manni 1939 (663 stundir) vera furđuhátt og áriđ 2000 hafa gert ţađ býsna gott. En hvađ skal segja um 2012?

Spurning hlýtur ađ vakna um hvort hćgt sé ađ trúa ţessu. Mćlingar á sólskinsstundafjölda eru tiltölulega öruggar - sé vel séđ um mćlinn - alla vega eru ţćr ekki undirlagđar mati einstakra veđurathugunarmanna. Skýjahulan er mun vafasamari í mati og vitađ er ađ skýjahula hefur hrokkiđ til viđ athugunarmannaskipti á veđurstöđ.

En viđ athugum skýjahulu á Akureyri á sama tíma sömu ár og merkjum á móti sólskinsstundafjöldanum.

w-blogg020812b

Hér sýnir lóđrétti ásinn sem fyrr sólskinsstundafjöldann en sá lárétti markar međalskýjahulu sama tímabils á hverju ári. Viđ sjáum ađ sambandiđ er furđugott. Okkur léttir ţegar ţađ kemur í ljós ađ pariđ fyrir áriđ 2012 er algjörlega sér á báti - langt upp til vinstri á myndinni - en ţađ er á nokkurn veginn „réttum“ stađ miđađ viđ ţađ sem vćnta má. Línan reiknar sólskinsstundafjölda viđ skýjahuluna 4,8 áttunduhluta sem 727 klukkustundir. Ţetta nćgir alveg til ađ sannfćra okkur um ađ metiđ er rétt.

En fleira merkilegt hefur veriđ á seyđi eins og alloft er búiđ ađ minnast á hér á hungurdiskum ađ undanförnu. Júlímánuđur hefur aldrei veriđ svona hlýr á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum, en mćlingar byrjuđu ţar haustiđ 1921. Hann deilir hugsanlega fyrsta sćtinu í Vestmannaeyjum međ júlí 1880 - en fjalla mćtti um ţađ og samanburđ mćlinga á Stórhöfđa og í kaupstađnum einhvern tíma nćstu daga.

Júlí var líka fjórđi mánuđurinn í röđ međ hlýrra lofti vestan viđ land (30°V) heldur en austan viđ (10°V). En um ţá merkilegu stöđu var fjallađ á hungurdiskum fyrir nokkrum dögum (26. júlí).

Fleira má lesa um júlímánuđ og fyrstu sjö mánuđi ársins í frétt á vef Veđurstofunnar.


Tvö mikil kuldaköst eiga stórafmćli

Í blađinu Norđra segir 2. ágúst 1912: „Veđrátta um síđustu helgi brá til norđaustan áttar međ kulda og nokkurri úrkomu. Snjóađi ţá ofan í miđ fjöll, en nćr ţví frost um nćtur niđur viđ sjó, um 7 stiga hiti á daginn. Nú í tvo sólarhringa hefir veriđ snjóhríđ á fjöllum og til dala en krepjuhríđ viđ sjó. í nótt hvítnađi ofan í sjó. Í gćr og dag ekki hćgt ađ slá í Fnjóskadal fyrir fönn“.

Snjóhula var ekki athuguđ á Akureyri fyrir hundrađ árum en sennilega mun óhćtt ađ fullyrđa ađ ekki hafi veriđ hvítt ofan í sjó á hefđbundnum snjóathugunartíma (kl. 9) ţótt snjór hafi veriđ á jörđ undir morgun. Nýlega birtist í fjölmiđlum mynd sem tekin var af pollinum á Akureyri og skipum ţar međ Vađlaheiđi í bakgrunni. Myndin var einmitt tekin um mjög svipađ leyti og fréttin birtist - og Vađlaheiđi er hvít sem á hausti. Veit einhver hvar myndin er niđurkomin?

Ţetta var fyrir hundrađ árum. Fyrir tvöhundruđ árum gerđi líka gríđarlegt kuldakast - ámóta mikiđ. Viđ vitum ţađ nokkuđ nákvćmlega ţví mćlingar voru ţá gerđar á Akureyri. Ţar héldu danskir landmćlingamenn til í sjö ár er ţeir ţríhyrningamćldu strandlengju Íslands. Ţeir geta sérstaklega um snjókomu í ţessu hreti. Fram kemur í athugunum ađ ţá snjóađi á Akureyri svipađ og 1912 en ekki er um ţađ getiđ hvort alhvítt varđ - sennilega ekki.

Viđ skulum líta á hitamćlingarnar á Akureyri ţessa daga fyrir hundrađ og tvöhundruđ árum.

w-blogg010812

Lóđrétti ásinn sýnir hita - athuganir voru gerđar ţrisvar á dag bćđi árin ađ morgni og uppúr hádegi, en 1912 einnig síđdegis og 1812 ađ kvöldi. Lárétti ásinn sýnir daga í júlí og ágúst.

Blái ferillinn markar hitann 1812, en sá rauđi sömu daga 1912. Viđ tökum eftir ţví ađ dćgursveifla er töluverđ - sérstaklega eftir kuldakastiđ 1812 en köldustu dagana er hún lítil - ţađ bendir til úrkomu og skýja. Enginn lágmarksmćlir var á stađnum (hvorugt áriđ) en ţrátt fyrir ţađ nálgast hitinn frostmarkiđ. Bćđi kuldaköstin stóđu í nokkra daga.

Í bandarísku endurgreiningunni fór ţykktin viđ Norđausturland rétt niđur fyrir 5300 metra fyrstu dagana í ágúst 1912 og er ţađ mjög óvenjulegt miđađ viđ árstíma. Ber frekar viđ alveg undir lok mánađarins.

Ekki er vitađ um frost í júlímánuđi á Akureyri - en ţađ kann ađ stafa af lágmarksmćlingaskorti frekar en ađ ţađ hafi aldrei gerst. En eitt af ţví sem gerir athuganir strandmćlingaflokksins trúverđugar er sú stađreynd ađ aldrei mćldist frost í júlí á Akureyri á árunum 1808 til 1814 - ţrátt fyrir skelfilega kulda ađ öđru leyti.

Frost mćldist -1,5 stig á Vífilsstöđum ofan viđ Reykjavík ađfaranótt 4. ágúst 1912 - undir lok kuldakastsins. Hvađ međ kartöflurnar. Viđ endum ţennan pistil međ frétt sem birtist í blađinu „Suđurlandi“ 3. ágúst 1912:

„Veđrátta s. l. viku hefir veriđ mjög köld og stöđugir norđanstormar. Snjóveđur á Kolviđarhól í nótt og grátt niđur undir Kamba. Veđurskeytin segja snjó á Grímsstöđum á Fjöllum og frost, á Akureyri snjó ög 1 gr. hita, á ísafirđi tćpar 3. gr. hiti og Rvík 3 gr. hiti“.

Jćja - ekki mikiđ betra hér - hálka á Hellisheiđi í ágústbyrjun. Hlýindin 2012 halda vonandi áfram - ţótt kuldapollar eigri enn tilviljanakennt um á heimskautaslóđum.


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 1006
  • Frá upphafi: 2420890

Annađ

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 884
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband