Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
2.7.2012 | 00:40
Enn um sömu rigningarspá
Að gefnu tilefni verður ritstjórinn enn að taka fram að hungurdiskar spá ekki um veður heldur fjalla um spár og velta þeim á ýmsar hliðar. Leitið annað eftir alvöruspám. Næsti pistill á undan þessum fjallaði um úrkomuspá sem gildir kl. 18 á mánudag 2. júlí. Við lítum nú á nýjustu reiknirunu evrópureiknimiðstöðvarinnar (frá hádegi 1. júlí) og tilraun hennar til að spá um úrkomu á sama tíma, kl. 18 á mánudag.
Sem fyrr tákna litir úrkomuákefð á 3 klukkustundum, frá kl. 15 til 18. Nú er mestri úrkomu spáð við Faxaflóa - en hámarkið í gær var nyrðra. Á litakvarðanum má sjá ákefðina í tölum. Varla er nokkur von til þess að spá sem þessi rætist í þeim smáatriðum sem hún gefur til kynna. En hámarkið er í bláum bletti er yfir Ljósufjöllum og þar er spáð 5 til 10 mm á þremur klukkustundum. Engin leið er að taka það bókstaflega.
Í dag (sunnudaginn 1. júlí) komu fáeinir skúragarðar yfir Suðvestur- og Vesturlandi vel fram á veðursjánni á Miðnesheiði. Gríðarleg úrkoma mældist á Hellisheiðar- og Bláfjallasvæðinu, yfir 50 mm í Bláfjöllum og klukkustundarhámark þar var 14,1 mm milli kl. 16 og 17. Í veðurlagi sem þessu er úrkomumagni gríðarlega misskipt.
Það var athyglisvert að skúragarðurinn sem gekk yfir Bláfjöll náði talsvert á haf út á veðursjármyndunum. Það bendir til þess að hann hafi ekki verið eingöngu knúinn með upphitun að neðan heldur hafi óstöðugt loft ofar komið við sögu.
Á myndinni að ofan má sjá 0°C jafnhitalínu í 850 hPa liggja yfir kortið bæði norðan og sunnan við land. Á milli línanna er hiti lítillega yfir frostmarki (plúsmerkin). Þeir sem fylgdust vel með skýjafari vestanlands í dag (utan meginskúrasvæðanna) sáu fallega góðviðrisbólstra sem engin úrkoma féll úr. Inn til landsins voru aftur á móti háir og loðnir klakkar með þráðartoppa (ískristallar). Úr þeim féllu demburnar.
Lengst af var í dag þunnt og ósamfellt netjuskýjalag einnig á lofti. Háloftaathuganir benda til þess að það hafi verið í um 4500 metra hæð. Ef til vill hafa öflugustu klakkarnir náð að brjótast upp úr því.
Ástandið í háloftunum á að vera svipað á morgun og var í dag nema hvað ívið rakara á að vera í lægri lögum veðrahvolfsins. Verði svo eiga skúrir morgundagsins möguleika á að ná sér upp víðar en í dag - m.a. á þeim svæðum sem sjá má á kortinu hér að ofan.
Hvernig svo fer með það er auðvitað óvíst. Reiknisyrpa bandarísku veðurstofunnar frá því kl. 18 í dag (sunnudag) gerir t.d. minna úr úrkomunni heldur en evrópureiknimiðstöðin. Á þriðjudag er enn búist við svipuðu stöðugleikaástandi - en síðan hreinsar betur frá í háloftunum þegar hitinn þar á að hækka lítillega. Hækki hiti meir í háloftum en niður við jörð vex stöðugleiki og skúrir eiga mun erfiðara uppdráttar.
1.7.2012 | 02:04
Rigningarspáin
Reiknimiðstöðvar hafa undanfarna daga spáð rigningu vestanlands á tímabilinu frá sunnudegi og fram á þriðjudag. Ekki hefur verið samkomulag um magn og reyndar ekki heldur um það hversu lengi úrkoman á að standa - og ekki heldur um það hvers eðlis hún yrði. Sömuleiðis gengur illa að tengja úrkomuna ákveðnum veðurkerfum, jú, þau eru til en láta afskaplega lítið fyrir sér fara. Hér verður engu spáð - en rætt um örfá atriði.
Við lítum fyrst á úrkomuspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á mánudag (2. júlí).
Við sjáum jafnþrýstilínur, það er 1012 hPa línan sem liggur sunnan við land en 1016 hPa er austur af. Heldur er þetta gisið enda er vindur lítill. Sé farið í smáatriði má sjá lægðarmiðju um 300 km norður af Melrakkasléttu. Úrkomumagn er gefið til kynna með litum. því dekkri sem þeir eru því meiri ákefð er spáð. Þar sem græni liturinn er dekkstur er 3 til 5 mm spáð á 3 klukkustundum, milli kl. 15 og 18 á mánudag - býsna mikið.
Líkanið reiknar út tvenns konar úrkomugerð. Önnur er svonefnd klakkaúrkoma en sú úrkoma gefur til kynna að loft sé óstöðugt, úrkoman er dembukennd og fellur skammt þar frá sem uppstreymið á sér stað. Á myndinni er þessi úrkomutegund merkt með litlum þríhyrningum. Hina tegundina köllum við breiðuúrkomu en á máli reiknimiðstöðvarinnar kallast hún stórkvarðaúrkoma. Breiðuúrkoma verður til í hægu fláauppstreymi, þ.e. uppstreymi sem ekki er lóðrétt heldur liggur á ská upp á við.
Við sjáum að þríhyrningar þekja nær allt litaða svæðið yfir Íslandi. Loft er greinilega óstöðugt. Dálítil úrkomuklessa norðaustur af lægðarmiðjunni litlu er hins vegar þríhyrningalaus.
Ef trúa á reiknimiðstöðinni byrjar að rigna við Faxaflóa sólarhring fyrr, síðdegis á sunnudag. Úrkoman á síðan að breiðast norður á bóginn og síðan til austurs. Hún heldur áfram á aðfaranótt mánudags og mestallan þann dag. Af þessu má ráða að hér er ekki eingöngu um síðdegisskúrir að ræða - þetta er einhvers konar úrkomukerfi.
Við skulum líta á annað kort - sem sýnir ástandið í 3 km hæð á sama tíma og kortið að ofan.
Þetta er klippa úr 700 hPa korti. Við sjáum aðeins tvo búta úr jafnhæðarlínu, 2940 metra. Síðan eru hefðbundnar vindörvar. Hæg suðaustanátt gengur inn á landið úr suðri, en ákveðnari suðvestanátt er norðan við. Gráu fletirnir sýna rakastig, þau svæði eru grá þar sem rakastig er hærra en 70 prósent. Einnig sjást gulir fletir, þar er rakstigið sérlega lágt, minna en 25 prósent.
Ritstjórinn hefði á skilaárunum teiknað hitaskil yfir Breiðafirði og eitthvað norður fyrir land en síðan kuldaskil þaðan í átt sunnan við lægðarmiðjuna. En nánari skoðun leiðir í ljós að gráa svæðið yfir Íslandi er kaldara í 700 hPa (3 km hæð) heldur en svæðin norðan og sunnan við. Í 850 hPa (1500 metra hæð) er þetta sama svæði hins vegar hlýrra en svæðin umhverfis.
Þar er reyndar komið að líklegri ástæðu úrkomunnar og erfiðleikum reiknimiðstöðva við að ná taki á henni. Væntanlega er óþægilega lítill munur á mættishita í 700 og 850 hPa í úrkomusvæðinu. Byrji úrkoma á annað borð losnar dulvarmi og hlýrra loft lendir skamma stund undir kaldara - það gengur auðvitað ekki og uppstreymisloftið sturtar úr sér rakanum.
Myndist úrkoma á annað borð er líklegt að hún verði talsverð. Úrkomumyndun hefur hins vegar ekki farið af stað í öllum spásyrpum reiknimiðstöðvanna undanfarna daga. Greinilega munar litlu.
En við fylgjumst auðvitað vel með himninum á sunnudag - ef til vill má sjá óstöðugleikann á skýjunum áður en all hverfur í alskýjaðan gráma. Við skulum vona að norðvestanvert landið fái einhverja vökvun - ekki veitir af. En það er svosem ekki víst.
Já, rétt að benda á töluna -4 sem sjá má yfir Norðurlandi. Þetta er ekki hiti heldur uppstreymisákefð. Lesendur þurfa ekki að veita þessu frekari athygli en áhugasömum er bent á gamlan hungurdiskapistil þar sem lítillega er um málið fjallað.
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 891
- Frá upphafi: 2461209
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 775
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010