Hugleiđingar um međalhita

Ţađ má alltaf búa til einhverja spennu - t.d. um ţađ hvoru megin viđ 5 stigin međalhitinn í Reykjavík verđur á árinu. Ţađ er tímanna tákn ađ mörgum finnst talan sú ekki sérlega há, en ţeim sömu má benda á ađ međalhiti ţroskaára jafnaldra ritstjóra hungurdiska (1961 til 1990) var ađeins 4,3 stig og á ţeim tíma ţóttu 5 stig alveg sérleg hlýindi, međalhiti ársins náđi ađeins ţrisvar sinnum 5 stigum [1964, 1972 og 1987] - og fór alveg niđur í 2,9 stig (1979). Eftir aldamót hafa hins vegar öll ár nema tvö veriđ yfir fimm stigunum (2013 og 2015). Stór hluti ţjóđarinnar man ekki eftir öđru - og eitthvađ innan viđ fimm stig telst ţví kalt (í ţeirra huga). Ţrátt fyrir greinilega hlýnun halda hitasveiflur milli ára auđvitađ áfram - eins og ekkert sé. Viđ getum ţví hćglega fengiđ yfir okkur mun kaldari ár, tölulega eru meira ađ segja möguleikar á enn lćgri ársmeđalhita heldur en 1979 - ţrátt fyrir stöđugt vaxandi hnattrćna hlýnun. 

Fyrir rúmum 7 árum (já, tíminn er ískyggilega fljótur ađ líđa) setti ritstjórinn á blađ hugleiđingar um hita á Íslandi og „heimshita“ - í tveimur pistlum: Heimshiti - hiti hér á landi og Heimshiti - hiti hér á landi - fleiri hugleiđingar. Kannski vćri ástćđa til ađ endurskrifa ţessa pistla - en ţeir segja samt ýmislegt sem ágćtt er ađ hafa í huga. Međal annars segir - vísađ er í mynd (dreifirit í fyrri pistlinum):

„Sé fylgin reiknuđ (og myndin rýnd) kemur fram marktćk neikvćđ fylgni á milli árlegra heimshitabreytinga og hitabreytingar í Stykkishólmi. Međ öđrum orđum ađ líkur eru til ţess ađ hlýni snögglega milli ára á heimsvísu muni kólna milli ára í Stykkishólmi“. - [Sama á auđvitađ viđ um Reykjavíkurhitann].

Í síđari pistlinum kemur í ljós ađ hlýnun í Stykkishólmi er um tvöföld miđađ viđ heiminn í heild (í stigum) á aldarkvarđa er margfeldistalan 1,9. Síđan segir:

„En er nokkur glóra í ađ halda ađ ţessi hallamunur haldi sér? - Á nćstu 30 árum koma mjög hlý ár inn í hinn enda aldarhitans í Stykkishólmi - eigi aldarhitaferillinn ekki ađ beygja af (í átt til heimshitans) verđa nćstu 30 ár (í framtíđinni) ađ verđa mjög hlý (alveg sama hvađ heimshitinn gerir) - hlýindin verđa eiginlega ađ verđa međ ólíkindum eigi hallinn 1,9 ađ haldast.

Nú veit ritstjóri hungurdiska auđvitađ nákvćmlega ekkert um framtíđina (frekar en ađrir) - en samt lćđist sú skođun ađ honum ađ 1,9 sé líklega of há tala ţegar til lengdar lćtur - myndirnar ađ ofan sem sýndu hlýnun milli kuldaskeiđa annars vegar - og hlýskeiđa hins vegar benda til lćgri margföldunartölu - kannski hún sé 1,3 eđa eitthvađ svoleiđis?“

Ţau sjö ár sem liđin eru síđan pistillinn var skrifađur hefur lítiđ breyst, hundrađárahitinn í Stykkishólmi ćđir enn upp og heimshitinn líka. 

En ţegar ţetta er skrifađ stendur međalhiti ársins 2023 til ţessa í Reykjavík í 5,3 stigum. Ef viđ hins vegar reiknum međ ađ međalhiti fyrri hluta desember haldist út mánuđinn lendum viđ niđur í 5,1 stigi og ef viđ trúum spám reiknimiđstöđva um kuldatíđ afgang mánađarins fer ársmeđalhitinn niđur fyrir 5 stig - í fyrsta sinn síđan 2015. Ţótt svo fari hćkkar hundrađárameđaltaliđ í Reykjavík (4,9 stig koma í stađ 4,1 stigs áriđ 1923) og öll árin 1924 til 1927 var ársmeđalhiti vel undir 5 stigum í Reykjavík. Raunverulegt ströggl á hćkkun hundrađárahitans byrjar fyrst áriđ 2028, en međalhiti var 5,5 stig 1928. Nćstu 20 ár ţar á eftir var ársmeđalhitinn 9 sinnum ofan 5 stiga, en ekki „nema“ 9 sinnum (en hefur eins og áđur sagđi veriđ ofan ţeirra 21 sinni á ţessari öld). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband