Smávegis af apríl

Eins og fram hefur komið í yfirliti Veðurstofunnar var hita í nýliðnum apríl nokkuð misskipt. Fyrstu þrjár vikurnar voru sérlega hlýjar (einkum þó um landið vestanvert), en síðasta vikan rúm var hins vegar óvenjuköld. Sömuleiðis skipti úr suðlægum vindáttum yfir í norðlægar. En hlýi kaflinn varð lengri heldur en sá kaldi þannig að meðaltal mánaðarins er heldur á hlýrri hliðinni. 

w-blogg040523a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í mánuðinum (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Af því má ráða að suðlægar áttir ráða meðaltalinu og þykktin varð yfir meðallagi. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Sérlega hlýtt var á Vestur-Grænlandi og við Svalbarða, og sömuleiðis suður á Pýreneaskaga, en kalt austur af Nýfundnalandi. Þó þykktarvikin séu mikil eru þau þó mun minni en í apríl 2019. 

w-blogg040523b

Taflan sýnir mánuðinn á spásvæðunum. Í ljós kemur að þetta er þriðji hlýjasti apríl aldarinnar við Faxaflóa og Breiðafjörð (þrátt fyrir kuldakastið), en á Austfjörðum og Suðausturlandi raðast hitinn hins vegar í meðallagsflokkinn. 

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070623a
  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 187
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 2863
  • Frá upphafi: 2271229

Annað

  • Innlit í dag: 182
  • Innlit sl. viku: 2586
  • Gestir í dag: 179
  • IP-tölur í dag: 177

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband