Áramót

Við höfum mörg undanfarin ár alltaf byrjað nýtt ár hér á hungurdiskum með því að líta á ársmeðalhita í Stykkishólmi frá 1798 og áfram. Röðin er nú orðin 225 ára löng. Nokkur óvissa er að sjálfsögðu í tölunum fyrstu hálfa öldina - sérstaklega þó fyrir 1830. En við látum okkur hafa það. Línuritið er að sjálfsögðu mjög líkt því sem hér birtist fyrir nokkrum dögum og sýndi meðalhita í byggðum landsins - Stykkishólmshitinn er góður fulltrúi landshitans.

w-blogg010123a

Lárétti ásinn sýnir ártöl, en sá lóðrétti hita. Meðalhiti ársins 2022 er lengst til hægri. Reiknaðist 4,5 stig. Það er -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, en nákvæmlega í meðallagi tímabilsins 1991 til 2020, +1,0 stigi ofan meðallags 1961 til 1990 og +0,3 stigum ofan meðallags 1931-1960, +0,7 stigum ofan við meðallag 20. aldar og +1,6 stig ofan meðallags 19. aldar. 

Rauða línan sýnir 10-ára keðjumeðaltöl. Það stendur nú í 4,73 stigum, -0,05 stigum lægra en við síðustu áramót og -0,12 stigum lægra en það var fyrir 5 árum, en +0,31 stigi hærra en það var hæst á hlýskeiðinu fyrir miðja 20. öld.

Græna línan sýnir 30-ára keðjumeðaltal. Það stendur nú í 4,48 stigum og hefur aldrei verið hærra, +0.28 stigum hærra heldur en það varð hæst á hlýskeiðinu mikla á 20.öld - en nú eru 60 ár síðan það reis (tölulega) hæst. Ekki er ólíklegt að 30-ára meðaltalið hækki enn frekar á næstu árum vegna þess að árið 1993 og þau næstu á eftir voru köld. Til að 30-ára meðaltalið hækki marktækt fram yfir 2030 og þar á eftir þarf hins vegar að bæta í hlýnunina - annað hlýnunarþrep þarf að bætast við til að svo megi verða. 

Um slíkt vitum við auðvitað ekki, jafnvel þótt hlýnun haldi áfram á heimsvísu. Meðalhlýnunarleitni fyrir allt þetta tímabil er um +0,8°C á öld - en í smáatriðum hefur hún gengið afskaplega rykkjótt fyrir sig. Sé hlýnun reiknuð á milli toppa hlýskeiðanna tveggja (og séum við nú í toppi) fáum við út töluna +0,5°C á öld. Reiknum við hins vegar hlýnun síðustu 40 árin er hún miklu meiri. Um leitnisveiflur var fjallað nokkuð ítarlega í tveimur pistlum á hungurdiskum fyrir um 6 árum. [Hve mikið hefur hlýnað] og [Hve mikið hefur hlýnað - framhald] - þrátt fyrir árin 6 stendur sá texti í öllum aðalatriðum. 

En ritstjóri hungurdiska óskar lesendum árs og friðar á nýju ári. Hann heldur vonandi eitthvað áfram að fjalla um veður og veðurfar, þó aldur og þreyta færist óhjákvæmilega yfir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár !
Kærar þakkir fyrir allan þann fróðleik sem þú hefur miðlað og við leikmenn höfum meðtekið að því leyti sem skilningur okkar hefur hrokkið til.

Þórhallur Pálsson, 1.1.2023 kl. 23:18

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heppilegt fyrir þá sem virðast fá eitthvað út úr því hræða fólk með óðahlýnunartali, að miða við 1880 sem upphafspunkt og "eðlilegt" hitastig.

Það væri sennilega hægt að minnka kvíðaröskun fólks ef miðað yrði við árið 1940.

Það yrði ígildi slatta af þunglyndis og kvíðalyfjum, sérstaklega hjá börnum og veitir ekki af að minnka kvíða þeirra ef marka má fréttir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.1.2023 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 88
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 2009
  • Frá upphafi: 2412673

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 1759
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband