Meira af desember

Eins og fram er komiđ í yfirliti Veđurstofunnar var desember 2022 sá kaldasti í byggđum landsins frá 1973 ađ telja og sá kaldasti frá 1916 í Reykjavík. Munur á Reykjavíkurhitanum nú og 1916 er ómarktćkur. Viđ ţykjumst vita af nokkrum eldri mánuđum enn kaldari. Ţrýstifar var óvenjulegt í mánuđinum, gríđarmikil og ţaulsetin hćđ var viđ landiđ og síđar yfir Grćnlandi. Međalţrýstingur mánađarins varđ lítillega hćrri í desember 2010, en síđan ţarf ađ leita aftur til 1878 til ađ finna eitthvađ ámóta eđa hćrra. Viđ getum kennt óvenjuţrálátri háloftanorđanátt um kuldann. Á tímabili áreiđanlegra háloftaathugana (frá 1949) virđist hún ađeins einu sinni hafa veriđ ámóta sterk í desember og nú. Ţađ var 2010, en ţá nutum viđ meira skjóls af Grćnlandi heldur en nú - (niđurstreymis austan jökuls og tíđari vinda af Grćnlandshafi). Endurgreiningar ţykjast líka sjá svipađa stöđu og nú bćđi 1880, 1925 og 1878. Veđurlag í hinum kalda desember 1973 var međ nokkuđ öđrum hćtti. 

w-blogg030123a

Kortiđ sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins í desember 2022 og hćđarvik (kortin tvö í pistlinum gerđi Bolli Pálmason). Mikill - og óvenjulegur - hćđarhryggur er yfir Grćnlandi og beinir hann hingađ norđlćgum vindáttum. Viđ Vestur-Grćnland er međalhćđin nćrri 260 m yfir međallagi 1981-2010. Norđvestanátt er ríkjandi yfir Íslandi. 

w-blogg030123b

Síđara kortiđ sýnir einnig hćđ 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), ţykktina (daufar strikalínur) og ţykktarvik (litir). Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Mesta ţykktarvikiđ er viđ Austurland meir en -80 metrar. Ţar er hiti í neđri hluta veđrahvolfs ţví um -4 stig neđan međallags. Almennt er mjög gott samband á milli ţykktar og hita á veđurstöđvum, en ţó alls ekki fullkomiđ. Inn til landsins er blöndun oft léleg í neđstu lögum, sérstaklega á hćgum dögum og vanmeta ţykktarvik ţá hitavik stöđva. 

Desember í ár var einnig óvenjuţurr, sérstaklega um landiđ sunnan- og vestanvert og alveg sérlega sólríkur (ţar sem fjöll ekki skyggja á), sá langsólríkasti sem viđ vitum um. Vindhrađi var einnig undir međallagi (ţó ekki mjög mikiđ). Ţetta ýtir undir vanmat ţykktarinnar á hitavikum. Á Vestfjörđum og viđ Breiđafjörđ ţar sem einnig var ţurrt og bjart eru áhrif sjávar meiri. Í Bolungarvík og í Stykkishólmi var ţannig ekki jafn kalt ađ tiltölu og í Reykjavík og á stöđum inn til landsins á Suđur- og Vesturlandi - meira í ćtt viđ ţykktarvikin á kortinu. 

Eins og fram hefur komiđ var nóvember sérlega hlýr á landinu - og ţrátt fyrir ţađ varđ desember jafnkaldur og raun ber vitni. Lítiđ samband er á milli hita samliggjandi mánađa hér á landi (nema helst í júlí og ágúst). 

En ţetta er einn sárafárra kaldra mánađa hér á landi á ţessari öld. Vonandi gefst ritstjóra hungurdiska fćri á ţví síđar ađ sýna ţađ á ţessum vettvangi - (en hann vonar líka ađ ađrir verđi fljótari til). 

Síđari hluti ţessa pistils er íviđ erfiđari. Viđ gerum tilraun til ađ reikna međalhita mánađarins í Stykkishólmi út frá háloftavindáttum og hćđ 500 hPa-flatarins eingöngu. Vindurinn er ţáttađur í vestan- og sunnanţćtti. Reikningarnir sýna ađ ţví stríđari sem vestanáttin er, ţví kaldara er veđur, ţví meiri sem sunnanátt er ţví hlýrra er (ţví meiri norđanátt ţví kaldara) og ţví hćrri sem 500 hPa-hćđin er ţví hlýrra er í veđri. Myndin skýrist sé hún stćkkuđ.

w-blogg030123c

Reynt er ađ giska á hita í desember eftir háloftastöđunni allt aftur til 1921. Ákveđin samfelluvandamál eru í gögnunum, en viđ gleymum áhyggjum af ţeim (í bili). Lárétti ásinn sýnir ágiskađan desemberhita í Stykkishólmi, en sá lóđrétti ţann mćlda. Í ađalatriđum er býsna vel giskađ (fylgnistuđull er um 0,8 - sem ţykir gott í mörgum frćđum). Desember 2022 er međal ţeirra köldustu - um -1,3 stigum kaldari heldur en giskađ er á, ásamt desember 1925 og 1974. Ágiskunin fyrir 1973 er mun síđri. Sennilega má finna ástćđu međ ţví ađ líta á einstaka daga ţess mánađar. 

Sams konar rit má gera fyrir Reykjavík.

w-blogg030123d

Svipađar myndir - nema hvađ hér er 2022 á svipuđum stađ og 1973 - talsvert kaldari heldur en reiknađ var međ - varla nokkur mánuđur annar jafnlangt frá ađfallslínunni (kannski svipađ og desember 1976). Eitthvađ hefur ţví veriđ kuldanum sérlega hagfellt í ţessum nýliđna mánuđi. Sennilega er ţađ bjartviđriđ og ţurrkurinn. Viđ lítum e.t.v. á ţađ mál síđar (ef eitthvađ kemur í ljós). 

Jú, desember 1916? Hvernig var hann? Í heimildum hungurdiska segir:

Ţurrviđrasöm og lengst af góđ tíđ suđvestanlands, en harđari međ nokkrum snjó norđaustanlands. Kalt. Bátur fórst á Breiđafirđi, en ekki eru fréttir af öđrum sköđum (Gođafoss strandađi reyndar viđ Straumnes ţann 30.nóvember). Ţann 22. kvarta bćđi Morgunblađiđ og Suđurland um norđanstorm og kulda. Morgunblađiđ segir: „Ofsastormur af norđri var hér í gćr međ hríđ á stundum og frosti. Versta veđur um land allt“. Suđurland: „Hér sífelldur norđanstormur og kuldi. 14 stiga frost í dag“.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 54
 • Sl. sólarhring: 93
 • Sl. viku: 1595
 • Frá upphafi: 2356052

Annađ

 • Innlit í dag: 50
 • Innlit sl. viku: 1480
 • Gestir í dag: 47
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband