Smávegis af illviđrinu um síđustu helgi (25.september)

Eins og fram hefur komiđ hér á hungurdiskaum var illviđriđ um síđustu helgi (laugardaginn 24. og sunnudaginn 25.september) í flokki ţeirra verri í septembermánuđi - alllangt ţó frá metum á landsvísu. Vindhrađamet voru sett stađbundiđ (sjá lista í viđhengi međ fyrri fćrslu). 

w-blogg290922a

Hér má sjá línurit. Lárétti ásinn sýnir dagana 21. til 29. september (2022). Lóđrétti ásinn, til vinstri, sýnir lćgsta ţrýsting á landinu á klukkustundarfresti, en sá til hćgri ţrýstispönn, mismun hćsta og lćgsta ţrýstings á sama tíma. Spönnin er lengst af lítil, ađeins 2 til 5 hPa, en fór vaxandi á laugardag jafnframt ţví sem ţrýstingur féll. Hann féll mun meira norđvestanlands heldur en á Suđausturlandi, međ ţeim afleiđingum ađ ţrýstispönn óx jafnt og ţétt. Ţrýstibratti ákvarđar vind, eftir ţví sem hann er meiri verđur vindur ađ jafnađi meiri. Hann náđi hámarki seint á laugardagskvöld, síđan dró lítillega úr - en svo kom annađ hámark um og upp úr hádegi á sunnudag. Ekki er alveg beint samband milli međalvindhrađa á landinu og ţrýstispannarinnar, t.d. vegna ţess ađ landiđ er lengra frá austri til vesturs heldur en frá norđri til suđurs. Sama tala ćtti ţví ađ vera vísbending um meiri vind í vestan- eđa austanátt heldur en í norđan- eđa sunnanátt. 

Nú hefur stöđvum sem mćla ţrýsting fariđ fjölgandi. Ţađ ćtti ađ valda sýndaraukningu spannar í sambćrilegum veđrum. Auk eru mćlingar sjálfvirku stöđvanna mun tíđari en ţeirra mönnuđu. Viđ finnum ţví fleiri mjög há gildi í gagnasafni sjálfvirkra heldur en safni sem unniđ er úr mćlingum mannađra stöđva. Viđ verđum ađ hafa slík áhrif í huga og leiđrétta fyrir ţeim ef fariđ yrđi út í tölfrćđilega tíđnigreiningu. Svo virđist ţannig ađ há gildi sem ţessi séu orđin „algengari“ á síđari árum en áđur var. Ţađ hefur ţó líkast til ekkert međ veđurfarsbreytingar ađ gera heldur áđurnefnda fjölgun stöđva. Í sjálfvirka safninu ţurfum viđ ađeins ađ leita aftur til september í fyrra til ađ finna ámóta ţrýstispönn í ţeim almanaksmánuđi. Um ţetta veđur var lítillega fjallađ á hungurdiskum ţá (og daginn eftir).

Mesta spönn sem sjálfvirka kerfiđ mćldi nú var 28,5 hPa (kl.12 á sunnudag). Á sama tíma náđi mannađa kerfiđ ekki nema 22,6 hPa. Stöđvarnar eru orđnar fáar og athuga einungis á ţriggja klukkustunda fresti. Á undanförnum 74 árum hefur ţrýstispönn orđiđ 22 hPa eđa meiri í 36 septembermánuđum (í mannađa kerfinu) - ţetta er ţví atburđur sem búast má viđ um ţađ bil annađ hvert ár (eđa svo). Viđ skulum ţó muna ađ á hverjum einstökum stađ er vindhrađi eins og nú var töluvert sjaldséđari - en tilviljanir ráđa miklu um hvar vindstrengir láta á sér krćla. 

Ritstjórinn hefur flett lauslega í skrám sínum og leitađ ađ foktjóni á Austfjörđum - ţađ er býsnaalgengt. Tjón er ćtíđ samsett úr tveimur ţáttum: Ţví sem kallađ er tjónmćtti (hversu algengt er náttúrufyrirbrigđiđ) og ţví sem kallađ er tjónnćmi - ţví sem fyrir náttúrufyrirbrigđinu verđur. Tónnćmi breytist og ţróast oftast mun hrađar heldur en tjónmćtti. Breytingar á atvinnuháttum og samfélagsţróun er hrađari heldur en veđurfarsbreytingar. Oftast borgar sig ađ gefa hvoru tveggja ţćttinum gaum sérstaklega - áđur en ályktanir eru dregnar um veđurfarsbreytingar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 18
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1791
 • Frá upphafi: 2347425

Annađ

 • Innlit í dag: 18
 • Innlit sl. viku: 1548
 • Gestir í dag: 18
 • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband