29.9.2022 | 21:19
Smávegis af illviðrinu um síðustu helgi (25.september)
Eins og fram hefur komið hér á hungurdiskaum var illviðrið um síðustu helgi (laugardaginn 24. og sunnudaginn 25.september) í flokki þeirra verri í septembermánuði - alllangt þó frá metum á landsvísu. Vindhraðamet voru sett staðbundið (sjá lista í viðhengi með fyrri færslu).
Hér má sjá línurit. Lárétti ásinn sýnir dagana 21. til 29. september (2022). Lóðrétti ásinn, til vinstri, sýnir lægsta þrýsting á landinu á klukkustundarfresti, en sá til hægri þrýstispönn, mismun hæsta og lægsta þrýstings á sama tíma. Spönnin er lengst af lítil, aðeins 2 til 5 hPa, en fór vaxandi á laugardag jafnframt því sem þrýstingur féll. Hann féll mun meira norðvestanlands heldur en á Suðausturlandi, með þeim afleiðingum að þrýstispönn óx jafnt og þétt. Þrýstibratti ákvarðar vind, eftir því sem hann er meiri verður vindur að jafnaði meiri. Hann náði hámarki seint á laugardagskvöld, síðan dró lítillega úr - en svo kom annað hámark um og upp úr hádegi á sunnudag. Ekki er alveg beint samband milli meðalvindhraða á landinu og þrýstispannarinnar, t.d. vegna þess að landið er lengra frá austri til vesturs heldur en frá norðri til suðurs. Sama tala ætti því að vera vísbending um meiri vind í vestan- eða austanátt heldur en í norðan- eða sunnanátt.
Nú hefur stöðvum sem mæla þrýsting farið fjölgandi. Það ætti að valda sýndaraukningu spannar í sambærilegum veðrum. Auk eru mælingar sjálfvirku stöðvanna mun tíðari en þeirra mönnuðu. Við finnum því fleiri mjög há gildi í gagnasafni sjálfvirkra heldur en safni sem unnið er úr mælingum mannaðra stöðva. Við verðum að hafa slík áhrif í huga og leiðrétta fyrir þeim ef farið yrði út í tölfræðilega tíðnigreiningu. Svo virðist þannig að há gildi sem þessi séu orðin algengari á síðari árum en áður var. Það hefur þó líkast til ekkert með veðurfarsbreytingar að gera heldur áðurnefnda fjölgun stöðva. Í sjálfvirka safninu þurfum við aðeins að leita aftur til september í fyrra til að finna ámóta þrýstispönn í þeim almanaksmánuði. Um þetta veður var lítillega fjallað á hungurdiskum þá (og daginn eftir).
Mesta spönn sem sjálfvirka kerfið mældi nú var 28,5 hPa (kl.12 á sunnudag). Á sama tíma náði mannaða kerfið ekki nema 22,6 hPa. Stöðvarnar eru orðnar fáar og athuga einungis á þriggja klukkustunda fresti. Á undanförnum 74 árum hefur þrýstispönn orðið 22 hPa eða meiri í 36 septembermánuðum (í mannaða kerfinu) - þetta er því atburður sem búast má við um það bil annað hvert ár (eða svo). Við skulum þó muna að á hverjum einstökum stað er vindhraði eins og nú var töluvert sjaldséðari - en tilviljanir ráða miklu um hvar vindstrengir láta á sér kræla.
Ritstjórinn hefur flett lauslega í skrám sínum og leitað að foktjóni á Austfjörðum - það er býsnaalgengt. Tjón er ætíð samsett úr tveimur þáttum: Því sem kallað er tjónmætti (hversu algengt er náttúrufyrirbrigðið) og því sem kallað er tjónnæmi - því sem fyrir náttúrufyrirbrigðinu verður. Tónnæmi breytist og þróast oftast mun hraðar heldur en tjónmætti. Breytingar á atvinnuháttum og samfélagsþróun er hraðari heldur en veðurfarsbreytingar. Oftast borgar sig að gefa hvoru tveggja þættinum gaum sérstaklega - áður en ályktanir eru dregnar um veðurfarsbreytingar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.