Sumardagafjöldi 2022

Ţá er komiđ ađ árlegri sumardagatalningu hungurdiska (ţó sumariđ sé ekki alveg búiđ). Skilgreiningu á hungurdiskasumardegi má finna í pistli [20.júní 2013] - (nokkuđ frjálslegt - ekki satt - enda er ţetta bara leikur). 

Almannarómur hefur nokkuđ kvartađ undan skorti á hlýjum dögum - nokkuđ til í ţví ef viđ tökum mark á talningunni.

sumardagafjoldi_2022-rvk

Tólf dagar er talan í Reykjavík, ţar af ţrír í maí, fimm í júní, ađeins einn í júlí og svo ţrír í ágúst. Ađ međaltali bćtist einn viđ í september. Ađ sumardagur sé ađeins einn í júlí hefur ekki gerst síđan 1989, en svo nokkrum sinnum áđur. Áriđ 1983 taldist enginn sumardagur í júlí og ađeins einn allt sumariđ. 

Sumardagafjöldinn í ár, tólf, er svipađur og algengt var á unglingsárum ritstjóra hungurdiska og fram á fyrstu ár hans á Veđurstofunni. Honum hefur ţví í sumar fundist hann eiginlega „kominn heim“ - harla ánćgđur. Yngra fólk, sérstaklega ţađ sem er undir fertugu og ţađan af yngra man auđvitađ miklu betri sumur. Međalfjöldi ţessarar aldar er ţannig 31 og međaltal allra 74 áranna sem hér er litiđ til er 20. Á öldinni keppir sumriđ nú viđ 2013 og 2018 í sumardagarýrđ, enn einum degi rýrari en ţessi sumur, en ekki er ólíklegt ađ september hali inn einhverja daga, ţarf tvo til ađ vera ekki á botninum. Sumardagar hafa flestir orđiđ 11 í september, ţađ var 1958 - ef ţađ gerđist nú fćri fjöldinn upp í 23, yfir langa međaltaliđ. Einn sumardagur finnst í október, 1958 líka. 

Ritstjórinn notar sömu skilgreiningu fyrir Akureyri líka. Ţađ er e.t.v. vafasamt, en allt í lagi sé um leik ađ rćđa. Gallinn er helst sá ađ ţar finnst einn „sumardagur“ í desember og einn í mars - heldur vafasamt. En ţađ spillir samt ekki heildartölum ađ ráđi.

sumardagafjoldi_2022-ak

Hér tökum viđ eftir ţví ađ ekki er jafn mikill munur á međaltölunum tveimur og í Reykjavík, en ađ međaltali hafa sumardagar á Akureyri ţó veriđ 7 fleiri á ári á ţessari öld heldur en ađ međaltali allt tímabiliđ. Ţađ sem virđist hafa gerst er ađ rýrum sumrum hefur fćkkađ, en bestu sumrin eru svipuđ, ţar til í fyrra ađ segja (2021). Ţađ sumar nánast sprengdi kvarđann sem hér er notađur, 80 sumardagar, 16 fleiri en flestir höfđu orđiđ áđur. 

Í ár eru sumardagar á Akureyri orđnir 36 ţegar ţetta er skrifađ (1. september), 11 fćrri en ađ međaltali ţađ sem af er ţessari öld. En ađ međaltali eru 5 sumardagar ókomnir á Akureyri 1. september. Ţví er ekki ótrúlegt ađ einhverjir bćtist viđ. Flestir urđu sumardagarnir í september á Akureyri áriđ 1996, 16 talsins - og 14 í september 1958 ţegar ţeir urđu flestir í Reykjavík. 

Síđan er „sumareinkunn“ hungurdiska - ritstjórinn reiknar hana eftir ađ Veđurstofan hefur reiknađ međalhita, úrkomusummu og taliđ úrkomudaga og sólskinsstundir bćđi í Reykjavík og á Akureyri. Ekki er fullvíst ađ hún segi nákvćmlega sömu sögu (en ţađ kemur í ljós). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Hefđi veriđ gaman ađ sjá aftur til 1920. Er ţađ ekki til ?

Haukur Árnason, 1.9.2022 kl. 23:29

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţessi talning er ađeins til aftur til 1949 (ţađ vćri hćgt ađ kreista út lengra aftur - en ţađ krefst töluverđrar vinnu). Sumareinkunnin sem ég birti vonandi á morgun eđa laugardaginn nćr hins vegar aftur til 1921. Ţessum tveimur vísitölum ber ekki alltaf saman. 

Trausti Jónsson, 1.9.2022 kl. 23:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 1045
  • Frá upphafi: 2351920

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 948
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband