Af norðurslóðum

Síðari hluta aprílmánaðar dregur mjög úr styrk vestanvindabeltis háloftanna á norðurhveli jarðar. Kuldinn á heimskautasvæðunum heldur þó áfram að verja sig og í kringum hann helst vindstyrkur oft furðu öflugur allt fram á sumar. Við lentum eftirminnilega í slíku vorið 2018 þegar öflugur lægðagangur hélt áfram hér við land allan maímánuð í austurjaðri mikils kuldapolls vestan við Grænland. 

w-blogg220422a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á sunnudag, 24.apríl. Tvennt er sérlega áberandi á þessu korti. Annars vegar hinir öflugu kuldapollar við norðurskautið og vestan Grænlands, en hins vegar að svo mikið hefur slaknað á vestanáttinni yfir Norður-Atlantshafi og Evrópu að hún hefur skipt sér upp í fjölmargar litlar lokaðar lægðir. Leifar af vestanátt eru þó sunnan þessa svæðis og veldur m.a. hálfgerðu leiðindaveðri við vestanvert Miðjarðarhaf. Nyrst á þessu grautarsvæði er nokkuð öflug hæð nærri Íslandi - og njótum við auðvitað góðs af henni meðan hún endist.

Þetta er ekki óalgeng staða á þessum árstíma, en alltaf dálítið óþægileg. Í grunninn er ekki langt í gríðarmikinn kulda. Eins og spár eru þegar þetta er skrifað (föstudag 22. apríl) virðist sem stærri kuldapollurinn, sá við norðurskautið, muni ekki ógna okkur í bili. Spár gera þó frekast ráð fyrir því að hann ráðist á norðanverða Skandinavíu upp úr helginni. Gerist það frestast vorkoma á þeim slóðum um að minnsta kosti eina til tvær vikur og það mun snjóa allt til sjávarmáls í Norður-Noregi. 

Framhaldið er óljósara hér á landi. Spár gera sem stendur ráð fyrir því að kuldapollurinn vestan Grænlands muni um síðir ónáða okkur. Hvort úr verður leiðindahret eða ekki er hins vegar enn á huldu. Í dag giska flestar spár á að fyrsta vika maímánaðar verði mjög köld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 407
  • Frá upphafi: 2343320

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 368
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband