Hugleiđingar í köldum febrúar

Ţađ sem af er hefur febrúar nú veriđ kaldur. Víđa um land hinn kaldasti á ţessari öld. Hann keppir helst viđ hinn sérkennilega nafna sinn áriđ 2002. Sá mánuđur kólnađi eftir ţví sem á leiđ - ţannig ađ enn er allsendis óvíst ađ sá núlíđandi geti slegiđ honum viđ. Febrúar 2002 er einn af sárafáum mánuđum ţessarar aldar sem getur kallast kaldur - í hvađa tímasamhengi sem er. 

Fyrir utan mjög slćmt norđanveđur sem gerđi fyrstu daga febrúar 2002 var tíđ furđugóđ - svona lengst af. Ritstjóri hungurdiska var alla vega hissa á blíđunni - blíđa og kuldi gat sumsé fariđ saman. Ekki hefur ţađ oft gerst nánast mánuđinn út í huga ritstjórans - en sýnir ađ veđriđ á sér margar hliđar.  

Einhverjir muna e.t.v. eftir illviđrinu í upphafi mánađarins - um ţađ segir í atburđayfirliti ritstjórans:

Fyrstu helgi mánađarins gerđi mikiđ norđanveđur sem olli tjóni allvíđa um vestan- og norđvestanvert landiđ og samgöngutruflunum víđa um land. Talsvert tjón varđ á nokkrum bćjum í Stađarsveit. Margar rúđur brotnuđu í Lýsuhólsskóla og fólk varđ ţar veđurteppt, ţar skemmdist einnig bíll, hesthús skemmdist á Lýsuhóli, hluti af fjárhúsţaki fauk á Bláfeldi og ţar urđu fleiri skemmdir, gömul fjárhús og hlađa fuku í Hlíđarholti og refahús skemmdist í Hraunsmúla. Gamall fjárhúsbraggi eyđilagđist á Framnesi í Bjarnarfirđi. Bílar fuku af vegum á Kjalarnesi, undir Ingólfsfjalli og tveir í nágrenni viđ Blönduós. Á Blönduósi varđ mikiđ foktjón í iđnađarhúsnćđinu Votmúla, rúđur brotnuđu ţar í fleiri húsum og bifreiđastjórar í nágrenninu óku út af vegum. Skađar urđu á Hvammstanga.  Nokkuđ foktjón varđ í Reykjavík og loka ţurfti Sćbrautinni vegna sjógangs. Víđa urđu miklar rafmagnstruflanir. Bifreiđir fuku út af vegi undir Ingólfsfjalli og í Kollafirđi, báđir bílstjórar slösuđust. Bíll sem kviknađi í viđ Haukaberg á Barđaströnd fauk síđan út af veginum. Brim olli talsverđu tjóni á Drangsnesi. Prestsetriđ í Reykholti skemmdist lítillega ţegar byggingarefni fauk á ţađ. Mikill sjógangur var á Suđurnesjum og flćddi sjór í nokkra kjallara í Keflavík og ţar skaddađist sjóvarnargarđur og hluti Ćgisgötu fór í sjóinn. Flutningaskip lentu í vandrćđum í höfninni á Sauđárkróki.

Á kalda tímabilinu 1965 til 1995 hafđi febrúarmánuđur ţá sérstöđu ađ vera eini mánuđur ársins sem ekkert kólnađi - miđađ viđ hlýindaskeiđiđ nćst á undan. Međalhiti á landsvísu var meira ađ segja um 0,4 stigum hćrri 1961 til 1990 heldur en 1931 til 1960. Bćđi janúar og mars voru hins vegar talsvert kaldari heldur en veriđ hafđi á hlýskeiđinu. Vćri janúar kaldur var mađur eiginlega farinn ađ gera ráđ fyrir talsvert hlýrri febrúar - en aftur mjög köldum mars. En svona „reglur“ eiga sér ţó enga langtímastođ. 

Á tímabilinu frá 1961 fram til 2002 höfđu febrúarmánuđir áranna 1989, 1973, 1969 og 1966 ţó allir veriđ kaldir eđa mjög kaldir. Bakgrunnur ţessara kulda var ţó ekki hinn sami.

w-blogg180222i

Hér ađ ofan má sjá kort sem sýna veđurstöđuna í fjórum köldum febrúarmánuđum, 2002, 1989, 1969 og 1947. Notast er viđ endurgreiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar - í ađalatriđum treystandi. Heildregnar línur sýna hćđ 500 hPa-flatarins, strikalínur ţykktina en ţykktarvik eru lituđ, bláleit eru neikvćđ og sýna kulda, en hlýindi eru gul og rauđ. Myndin verđur talsvert skýrari sé hún stćkkuđ. 

Árin 2002 og 1989 getum viđ gróflega sagt ađ kuldinn sé af vestrćnum uppruna. Sérlaga kalt er vestan Grćnlands og ţađan liggur strókur af kulda í átt til Íslands. Í febrúar 1969 ber svo viđ ađ hlýtt er vestan Grćnlands, en neikvćđu vikin eru mest viđ Bretlandseyjar. Ţykktin er ekki mjög langt undir međallagi hér viđ land - í raun var töluvert kaldara heldur en ţykktin ein segir. Áriđ 1947 var alveg sérlega kalt í Evrópu - ţetta er einn frćgra kulda- og vandrćđavetra ţar um slóđir. Einnig var kalt hér viđ land - viđ vitum hins vegar ekki hvort ţykktin var í raun svona lítil - má vera ađ óvissa sé í greiningunni (sem er ekki 1969). Ţó mánuđurinn vćri kaldur hér - var hann samt talsvert hlýrri heldur en ţykktin gefur til kynna. 

Viđ lítum nú á samband mánađarmeđalhita á landsvísu og ţykktar í febrúar.

w-blogg180222a

Lárétti ásinn sýnir međalţykkt, en sá lóđrétti međalhita hvers febrúarmánađar. Ártöl eru sett viđ hvern mánuđ. Viđ sjáum ađ febrúarmánuđir áranna 2002 og 1989 falla ekki langt frá ađfallslínunni - ţykktin fer nćrri um hitann. Ţessir mánuđir voru ţó allólíkir ađ veđri. Eins og áđur sagđi var tíđ í febrúar 2002 furđugóđ miđađ viđ kulda og snjóalög - en heldur ömurleg og erfiđ í febrúar 1989, snjór mikill og samgöngur erfiđar. 

Hér sést vel ađ hiti í febrúar 1969 er langt neđan ađfallslínunnar. Landsmeđalhiti var ţá um -4,4 stig (er í kringum -3 stig ţađ sem af er ţessum mánuđi), en „hefđi átt ađ vera“ um -1,6 stig - hefđi ţykktin ráđiđ. Ţetta er ađ vísu undir međallagi, en hátt í 3 stigum kaldara en vćnta mćtti. Loft í neđri hluta veđrahvolfs var ekki sérlega kalt - en kalt var í neđstu lögum. Skýringin er tiltölulega einföld - norđanátt var sérlega ţrálát og hafísútbreiđsla gríđarleg í norđurhöfum, allt ađ Íslandsströndum. Loftiđ var mun stöđugra heldur en venjulega. Viđ sjáum ađ fleiri febrúarmánuđir eru ámóta langt frá ađfallslínunni - 1955, 1968 og 1966 - allt saman norđanáttamánuđir ţegar „austurgrćnlandsloft“ hafđi undirtökin hér á landi. Í febrúar 1947 er eitthvađ annađ uppi á teningnum - ţá var mun hlýrra heldur en ađfallslínan segir ađ ţađ hefđi átt ađ vera. Kannski var ţykktin ekki svona lítil - en kannski var sjór í norđurhöfum hlýr. Ţarfnast nánari skođunar? 

Langhlýjasti febrúarmánuđur alls ţessa tímabils (eftir 1920) var 1932. Hann er á nákvćmlega sínum stađ (giski endurgreiningin rétt á ţykktina - ţađ vitum viđ ekki). 

Ţó ţykktin ráđi miklu um hitafar er hún samt ađ miklu leyti afleiđing af ríkjandi vindáttum. Hvađan er loftiđ ađ koma? Ritstjóri hungurdiska hefur lengi fylgst náiđ međ stöđunni í háloftunum - lengst af međ hjálp svonefndra hovmöllerstika eđa mćlitalna. Ţessar mćlitölur voru skýrđar í löngu máli í pistli sem birtist hér 3. maí 2918. Mćldur er styrkur vestan- og sunnanátta yfir Íslandi - en ţriđji ţátturinn er hćđ 500 hPa flatarins. Reynslan sýnir ađ ţví sterkari sem vestanáttin er ţví kaldara er hér á landi, ţví meiri sem sunnanáttin er ţví hlýrra er og ţví hćrra sem 500 hPa-flöturinn liggur, ţví hlýrra er í veđri. Hćđarţátturinn segir ađ nokkru leyti frá ţví af hvađa breiddarstigi loftiđ er komiđ. Áhrif vestanţáttarins eru minni en hinna tveggja.

Viđ reiknum međaltöl ţessara ţriggja ţátta í hverjum mánuđi og finnum samband viđ hitann. Í ljós kemur ađ fylgnistuđull er mjög hár (0,84) - viđ giskum síđan á međalhita hvers mánađar. Febrúarmyndin er svona:

w-blogg180222b

Ágiskađur hiti er á lóđrétta ásnum, en sá mćldi á ţeim lárétta. Höfum bak viđ eyrađ ađ endurgreiningin er ekki endilega rétt - og sömuleiđis er nokkur óvissa í reikningum landsmeđalhita. Febrúar 1932 sker sig úr sem fyrr - ţá var bćđi mjög mikil sunnanátt - og 500 hPa-flöturinn óvenjuhár (loftiđ af óvenjusuđrćnum uppruna). Viđ sjáum ađ hér er febrúar 1969 heldur nćr ađfallslínunni heldur en á fyrri mynd - og febrúar 1947 sker sig ekki úr. Ţađ gerir hins vegar febrúar 2014 - sumir muna ađ ţađ var sérlega óvenjulegur mánuđur. Hann er hér mun hlýrri heldur en háloftastikarnir gefa einir til kynna. 

Ritstjórinn getur bent á ţađ ađ á köldu hliđinni (ţeir febrúarmánuđir sem liggja langt til hćgri viđ ađfallslínuna) eru engir „nýlegir“ mánuđir - febrúar 2002 ađ vísu ţeim megin línunnar. Meira er af nýlegum febrúarmánuđum ofarlega í skýinu (lengst frá línunni til vinstri) ţar á međal áđurnefndur febrúar 2014 sem og febrúar 2020.  

Ţegar tíu dagar eru eftir af febrúar 2022 er tilfinningin sú ađ líklega verđi međalhćđ 500 hPa-flatarins mjög lág ţegar upp er stađiđ - sunnanáttin verđur trúlega undir međallagi (ţađ er ţó ekki útséđ) - en vestanáttin kannski nćrri međallagi (heldur ekki útséđ). Ţađ verđur ţví líklega hinn lági 500 hPa-flötur sem stendur fyrir kuldanum nú - loft af norrćnum uppruna - í ţessu tilviki ađ vestan, svipađ og 2002 og 1989. Hvorum ţeirra mánuđurinn verđur svo líkari í minningunni vitum viđ ekki. Ţrátt fyrir margs konar leiđindi í veđri hefur samt hingađ til „fariđ vel međ“ - miđađ viđ ađstćđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 12
 • Sl. sólarhring: 147
 • Sl. viku: 1785
 • Frá upphafi: 2347419

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 1542
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband