18.2.2022 | 22:25
Hugleiðingar í köldum febrúar
Það sem af er hefur febrúar nú verið kaldur. Víða um land hinn kaldasti á þessari öld. Hann keppir helst við hinn sérkennilega nafna sinn árið 2002. Sá mánuður kólnaði eftir því sem á leið - þannig að enn er allsendis óvíst að sá núlíðandi geti slegið honum við. Febrúar 2002 er einn af sárafáum mánuðum þessarar aldar sem getur kallast kaldur - í hvaða tímasamhengi sem er.
Fyrir utan mjög slæmt norðanveður sem gerði fyrstu daga febrúar 2002 var tíð furðugóð - svona lengst af. Ritstjóri hungurdiska var alla vega hissa á blíðunni - blíða og kuldi gat sumsé farið saman. Ekki hefur það oft gerst nánast mánuðinn út í huga ritstjórans - en sýnir að veðrið á sér margar hliðar.
Einhverjir muna e.t.v. eftir illviðrinu í upphafi mánaðarins - um það segir í atburðayfirliti ritstjórans:
Fyrstu helgi mánaðarins gerði mikið norðanveður sem olli tjóni allvíða um vestan- og norðvestanvert landið og samgöngutruflunum víða um land. Talsvert tjón varð á nokkrum bæjum í Staðarsveit. Margar rúður brotnuðu í Lýsuhólsskóla og fólk varð þar veðurteppt, þar skemmdist einnig bíll, hesthús skemmdist á Lýsuhóli, hluti af fjárhúsþaki fauk á Bláfeldi og þar urðu fleiri skemmdir, gömul fjárhús og hlaða fuku í Hlíðarholti og refahús skemmdist í Hraunsmúla. Gamall fjárhúsbraggi eyðilagðist á Framnesi í Bjarnarfirði. Bílar fuku af vegum á Kjalarnesi, undir Ingólfsfjalli og tveir í nágrenni við Blönduós. Á Blönduósi varð mikið foktjón í iðnaðarhúsnæðinu Votmúla, rúður brotnuðu þar í fleiri húsum og bifreiðastjórar í nágrenninu óku út af vegum. Skaðar urðu á Hvammstanga. Nokkuð foktjón varð í Reykjavík og loka þurfti Sæbrautinni vegna sjógangs. Víða urðu miklar rafmagnstruflanir. Bifreiðir fuku út af vegi undir Ingólfsfjalli og í Kollafirði, báðir bílstjórar slösuðust. Bíll sem kviknaði í við Haukaberg á Barðaströnd fauk síðan út af veginum. Brim olli talsverðu tjóni á Drangsnesi. Prestsetrið í Reykholti skemmdist lítillega þegar byggingarefni fauk á það. Mikill sjógangur var á Suðurnesjum og flæddi sjór í nokkra kjallara í Keflavík og þar skaddaðist sjóvarnargarður og hluti Ægisgötu fór í sjóinn. Flutningaskip lentu í vandræðum í höfninni á Sauðárkróki.
Á kalda tímabilinu 1965 til 1995 hafði febrúarmánuður þá sérstöðu að vera eini mánuður ársins sem ekkert kólnaði - miðað við hlýindaskeiðið næst á undan. Meðalhiti á landsvísu var meira að segja um 0,4 stigum hærri 1961 til 1990 heldur en 1931 til 1960. Bæði janúar og mars voru hins vegar talsvert kaldari heldur en verið hafði á hlýskeiðinu. Væri janúar kaldur var maður eiginlega farinn að gera ráð fyrir talsvert hlýrri febrúar - en aftur mjög köldum mars. En svona reglur eiga sér þó enga langtímastoð.
Á tímabilinu frá 1961 fram til 2002 höfðu febrúarmánuðir áranna 1989, 1973, 1969 og 1966 þó allir verið kaldir eða mjög kaldir. Bakgrunnur þessara kulda var þó ekki hinn sami.
Hér að ofan má sjá kort sem sýna veðurstöðuna í fjórum köldum febrúarmánuðum, 2002, 1989, 1969 og 1947. Notast er við endurgreiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar - í aðalatriðum treystandi. Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins, strikalínur þykktina en þykktarvik eru lituð, bláleit eru neikvæð og sýna kulda, en hlýindi eru gul og rauð. Myndin verður talsvert skýrari sé hún stækkuð.
Árin 2002 og 1989 getum við gróflega sagt að kuldinn sé af vestrænum uppruna. Sérlaga kalt er vestan Grænlands og þaðan liggur strókur af kulda í átt til Íslands. Í febrúar 1969 ber svo við að hlýtt er vestan Grænlands, en neikvæðu vikin eru mest við Bretlandseyjar. Þykktin er ekki mjög langt undir meðallagi hér við land - í raun var töluvert kaldara heldur en þykktin ein segir. Árið 1947 var alveg sérlega kalt í Evrópu - þetta er einn frægra kulda- og vandræðavetra þar um slóðir. Einnig var kalt hér við land - við vitum hins vegar ekki hvort þykktin var í raun svona lítil - má vera að óvissa sé í greiningunni (sem er ekki 1969). Þó mánuðurinn væri kaldur hér - var hann samt talsvert hlýrri heldur en þykktin gefur til kynna.
Við lítum nú á samband mánaðarmeðalhita á landsvísu og þykktar í febrúar.
Lárétti ásinn sýnir meðalþykkt, en sá lóðrétti meðalhita hvers febrúarmánaðar. Ártöl eru sett við hvern mánuð. Við sjáum að febrúarmánuðir áranna 2002 og 1989 falla ekki langt frá aðfallslínunni - þykktin fer nærri um hitann. Þessir mánuðir voru þó allólíkir að veðri. Eins og áður sagði var tíð í febrúar 2002 furðugóð miðað við kulda og snjóalög - en heldur ömurleg og erfið í febrúar 1989, snjór mikill og samgöngur erfiðar.
Hér sést vel að hiti í febrúar 1969 er langt neðan aðfallslínunnar. Landsmeðalhiti var þá um -4,4 stig (er í kringum -3 stig það sem af er þessum mánuði), en hefði átt að vera um -1,6 stig - hefði þykktin ráðið. Þetta er að vísu undir meðallagi, en hátt í 3 stigum kaldara en vænta mætti. Loft í neðri hluta veðrahvolfs var ekki sérlega kalt - en kalt var í neðstu lögum. Skýringin er tiltölulega einföld - norðanátt var sérlega þrálát og hafísútbreiðsla gríðarleg í norðurhöfum, allt að Íslandsströndum. Loftið var mun stöðugra heldur en venjulega. Við sjáum að fleiri febrúarmánuðir eru ámóta langt frá aðfallslínunni - 1955, 1968 og 1966 - allt saman norðanáttamánuðir þegar austurgrænlandsloft hafði undirtökin hér á landi. Í febrúar 1947 er eitthvað annað uppi á teningnum - þá var mun hlýrra heldur en aðfallslínan segir að það hefði átt að vera. Kannski var þykktin ekki svona lítil - en kannski var sjór í norðurhöfum hlýr. Þarfnast nánari skoðunar?
Langhlýjasti febrúarmánuður alls þessa tímabils (eftir 1920) var 1932. Hann er á nákvæmlega sínum stað (giski endurgreiningin rétt á þykktina - það vitum við ekki).
Þó þykktin ráði miklu um hitafar er hún samt að miklu leyti afleiðing af ríkjandi vindáttum. Hvaðan er loftið að koma? Ritstjóri hungurdiska hefur lengi fylgst náið með stöðunni í háloftunum - lengst af með hjálp svonefndra hovmöllerstika eða mælitalna. Þessar mælitölur voru skýrðar í löngu máli í pistli sem birtist hér 3. maí 2918. Mældur er styrkur vestan- og sunnanátta yfir Íslandi - en þriðji þátturinn er hæð 500 hPa flatarins. Reynslan sýnir að því sterkari sem vestanáttin er því kaldara er hér á landi, því meiri sem sunnanáttin er því hlýrra er og því hærra sem 500 hPa-flöturinn liggur, því hlýrra er í veðri. Hæðarþátturinn segir að nokkru leyti frá því af hvaða breiddarstigi loftið er komið. Áhrif vestanþáttarins eru minni en hinna tveggja.
Við reiknum meðaltöl þessara þriggja þátta í hverjum mánuði og finnum samband við hitann. Í ljós kemur að fylgnistuðull er mjög hár (0,84) - við giskum síðan á meðalhita hvers mánaðar. Febrúarmyndin er svona:
Ágiskaður hiti er á lóðrétta ásnum, en sá mældi á þeim lárétta. Höfum bak við eyrað að endurgreiningin er ekki endilega rétt - og sömuleiðis er nokkur óvissa í reikningum landsmeðalhita. Febrúar 1932 sker sig úr sem fyrr - þá var bæði mjög mikil sunnanátt - og 500 hPa-flöturinn óvenjuhár (loftið af óvenjusuðrænum uppruna). Við sjáum að hér er febrúar 1969 heldur nær aðfallslínunni heldur en á fyrri mynd - og febrúar 1947 sker sig ekki úr. Það gerir hins vegar febrúar 2014 - sumir muna að það var sérlega óvenjulegur mánuður. Hann er hér mun hlýrri heldur en háloftastikarnir gefa einir til kynna.
Ritstjórinn getur bent á það að á köldu hliðinni (þeir febrúarmánuðir sem liggja langt til hægri við aðfallslínuna) eru engir nýlegir mánuðir - febrúar 2002 að vísu þeim megin línunnar. Meira er af nýlegum febrúarmánuðum ofarlega í skýinu (lengst frá línunni til vinstri) þar á meðal áðurnefndur febrúar 2014 sem og febrúar 2020.
Þegar tíu dagar eru eftir af febrúar 2022 er tilfinningin sú að líklega verði meðalhæð 500 hPa-flatarins mjög lág þegar upp er staðið - sunnanáttin verður trúlega undir meðallagi (það er þó ekki útséð) - en vestanáttin kannski nærri meðallagi (heldur ekki útséð). Það verður því líklega hinn lági 500 hPa-flötur sem stendur fyrir kuldanum nú - loft af norrænum uppruna - í þessu tilviki að vestan, svipað og 2002 og 1989. Hvorum þeirra mánuðurinn verður svo líkari í minningunni vitum við ekki. Þrátt fyrir margs konar leiðindi í veðri hefur samt hingað til farið vel með - miðað við aðstæður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 19.2.2022 kl. 16:20 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 985
- Sl. sólarhring: 1099
- Sl. viku: 3375
- Frá upphafi: 2426407
Annað
- Innlit í dag: 879
- Innlit sl. viku: 3035
- Gestir í dag: 859
- IP-tölur í dag: 793
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.