Tuttugustiga frost - hvenær fyrst að meðaltali?

Frost fór í -20,6 stig í Möðrudal þann 1. desember - fyrsta -20 stiga frost haustsins á landinu í ár (2021). Í framhaldi af því var spurt um það hvenær (að meðaltali) frost færi í fyrsta sinn í -20 stig á haustin hér á landi. Í byggðum landsins (sleppum hálendinu) er gerist það að meðaltali (2001 til 2020) 3. desember. Á þessu tímabili gerðist það fyrst 28. október (2002), en síðast ekki fyrr en eftir áramót 2016 til 2017 (13.janúar). Frost hefur fyrst að hausti farið í -20 stig í byggðum þann 19. október - það var í Möðrudal 1957. Litlu munaði 27. september 1954, þá fór frost í -19,6 stig í Möðrudal. Þann 5. október 2018 fór frostið í -20,8 stig á Dyngjujökli (1689 m yfir sjávarmáli) - ekki er staðaluppsetning á stöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 27
 • Sl. sólarhring: 429
 • Sl. viku: 2269
 • Frá upphafi: 2348496

Annað

 • Innlit í dag: 24
 • Innlit sl. viku: 1987
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband