Fróðleiksmoli um frost

Rétt fyrir hádegi fór frostið í Þykkvabæ niður í -19,6 stig - það er lægsti hiti á landinu síðari hluta ársins til þessa. Á þessari öld hefur -20 stigum verið náð fyrir 1.desember 14 sinnum (af 21). Ef við teljum aðeins stöðvar í byggð hefur frost 8 sinnum á öldinni náð -20 stigum fyrir 1.desember.
 
Það er aðeins einu sinni á öldinni að frost náði ekki -20 stigum allan síðari hluta ársins (2016) - þá náði frost mest -18,6 stigum á landinu, en -15,9 stig í byggð.
 
Í vor fór frost síðast í -20 stig þann 18. maí - en það var á Dyngjujökli (þar sem ekki eru staðalaðstæður). Þann 10.apríl mældist frostið -21,7 stig við Hágöngur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 426
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband